Jóhann Kristinn: Við erum eins og leiðinlegt skordýr Kolbeinn Tumi Daðason á Þórsvelli skrifar 4. september 2012 21:45 „Ég fór inn í þetta mót til að keppa við stór og sterk lið eins og Stjörnuna, Val, Breiðablik og ÍBV. Við vildum troða okkur inn í þennan pakka," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson sigurreifur þjálfari Þórs/KA um hver markmið nýkrýndra Íslandsmeistara höfðu verið fyrir sumarið. Þór/KA var spáð fimmta sæti fyrir tímabilið en Jóhann Kristinn hafði trú á að liðið gæti betur. „Við ætluðum að hafa Breiðablik og ÍBV fyrir neðan okkur og töldum að Stjarnan og Valur væru mjög sterk lið sem yrði erfitt að eiga við," sagði Jóhann Kristinn. „Um mitt sumar eftir að við höfðum haldið okkur á toppnum og fundum að ungu stelpurnar gætu höndlað pressuna þá vorum við að gera okkur vonir um að landa titlinum. Við settum okkur ný markmið - taka helvítis dolluna," sagði Jóhann Kristinn. Þór/KA hefur aðeins tapað einum leik í sumar og endurtekið snúið við blaðinu eftir að hafa lent marki undir gegn liðum með mun meiri hefð. „Við erum eins og leiðinleg skordýr. Þú getur reynt að banda okkur frá þér með hendinni en við komum alltaf aftur. Það endaði líka yfirleitt þannig að við fengum eitthvað út úr leiknum," sagði Jóhann Kristinn. Ótrúlegur uppgangur hefur verið hjá félaginu á undanförnum árum. Ekki er langt síðan liðið lék í næstefstu deild en trónir nú á toppnum. „Fólkið sem vinnur að félaginu á heiðurinn að því að við erum Íslandsmeistarar árið 2012. Það er ekkert eðlilega stórt hjartað hjá Nóa Björnssyni og þeim sem fylgja honum. Það hefur verið unnið grettistak að lyfta þessu liði upp í hæstu hæðir," sagði Jóhann Kristinn. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
„Ég fór inn í þetta mót til að keppa við stór og sterk lið eins og Stjörnuna, Val, Breiðablik og ÍBV. Við vildum troða okkur inn í þennan pakka," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson sigurreifur þjálfari Þórs/KA um hver markmið nýkrýndra Íslandsmeistara höfðu verið fyrir sumarið. Þór/KA var spáð fimmta sæti fyrir tímabilið en Jóhann Kristinn hafði trú á að liðið gæti betur. „Við ætluðum að hafa Breiðablik og ÍBV fyrir neðan okkur og töldum að Stjarnan og Valur væru mjög sterk lið sem yrði erfitt að eiga við," sagði Jóhann Kristinn. „Um mitt sumar eftir að við höfðum haldið okkur á toppnum og fundum að ungu stelpurnar gætu höndlað pressuna þá vorum við að gera okkur vonir um að landa titlinum. Við settum okkur ný markmið - taka helvítis dolluna," sagði Jóhann Kristinn. Þór/KA hefur aðeins tapað einum leik í sumar og endurtekið snúið við blaðinu eftir að hafa lent marki undir gegn liðum með mun meiri hefð. „Við erum eins og leiðinleg skordýr. Þú getur reynt að banda okkur frá þér með hendinni en við komum alltaf aftur. Það endaði líka yfirleitt þannig að við fengum eitthvað út úr leiknum," sagði Jóhann Kristinn. Ótrúlegur uppgangur hefur verið hjá félaginu á undanförnum árum. Ekki er langt síðan liðið lék í næstefstu deild en trónir nú á toppnum. „Fólkið sem vinnur að félaginu á heiðurinn að því að við erum Íslandsmeistarar árið 2012. Það er ekkert eðlilega stórt hjartað hjá Nóa Björnssyni og þeim sem fylgja honum. Það hefur verið unnið grettistak að lyfta þessu liði upp í hæstu hæðir," sagði Jóhann Kristinn.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56