Borgaryfirvöld í Óðinsvéum í Danmörku eru bjartsýn á að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo muni byggja H.C. Andersen skemmtigarð í borginni en viðræður um slíkt hafa farið fram milli borgarstjórans Anker Boye og Nubo.
Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar segir að Nubo ætli sér að byggja þennan þemagarð í samstarfi við kínverska þróunarbankann. Áður hafa ýmis áform um slíkan garð byggðan á sögum H.C. Andersen, þekktasta borgarbúa Óðinsvéa, farið út um þúfur.
Boye segist hinsvegar bjartsýnn á að garðurinn verði loksins að veruleika og að Nubo hafi mikinn áhuga á að byggja hann.
Fram kemur í börsen að kínversk sendinefnd með Nubo í broddi fylkingar hafi einnig heimsótt Láland og Kaupmannahöfn í þessari ferð sinni þar sem kannaðir voru möguleikar á fjárfestingum.
Þá vitnar börsen í Ole Sohn efnahagmálaráðherra Dana sem hvatti nýlega til þess að fjárfestar kæmu að byggingu risavaxins milljarða danskra króna skemmtigarðs sem yrði á alþjóðlega vísu.
Nubo leitar hófanna um byggingu skemmtigarðs í Óðinsvéum

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent


Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent



Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent