Flestir Danir að breytast í Jóakim Aðalönd 27. september 2012 06:27 Bankainnistæður almennings í Danmörku hafa aldrei vaxið hraðar en í ár. Svo virðist sem hver Dani sé að breyta sér í Jóakim Aðalönd. Frá áramótum hafa innlagnir á bankareikning almennings í Danmörku aukist um nær 42 milljarða danskra króna eða sem svarar til rúmlega 900 milljarða króna. Nettóinneign almennings í landinu samsvarar því að hver Dani eigi að meðaltali yfir 131 þúsund danskar krónur eða um 2,9 milljónir króna á bankareikningi sínum. Í frétt um málið á vefsíðu avisen segir að stór hluti af þessari aukningu í ár stafi af úttektum almennings á fé úr sérstökum eftirlaunasjóðum sem verkalýðsfélögin komu á fyrir um 40 árum síðan en hafa nú verið lagðir niður. Þær úttektir nema um 23 milljörðum danskra króna og hafa þær rokið beint inn á bankareikninga sem sparnaður ef harðna skyldi á dalnum. Frederik Pedersen hjá Efnahagsráði verkalýðsfélaganna segir að þessi mikli sparnaður séu hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslíf landsins. Sparnaðurinn skili hvorki hagvexti né skapi fleiri störf en það er einmitt það sem Danir hafa þörf á í augnablikinu. Pedersen segir að ef ekki nema brot af þessum sparnaði yrði notaður til dæmis til kaupa á vöru og þjónustu eða fasteignakaupa myndi slíkt skila sér út í efnahagslífið um leið með hagvexti og auknum störfum. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bankainnistæður almennings í Danmörku hafa aldrei vaxið hraðar en í ár. Svo virðist sem hver Dani sé að breyta sér í Jóakim Aðalönd. Frá áramótum hafa innlagnir á bankareikning almennings í Danmörku aukist um nær 42 milljarða danskra króna eða sem svarar til rúmlega 900 milljarða króna. Nettóinneign almennings í landinu samsvarar því að hver Dani eigi að meðaltali yfir 131 þúsund danskar krónur eða um 2,9 milljónir króna á bankareikningi sínum. Í frétt um málið á vefsíðu avisen segir að stór hluti af þessari aukningu í ár stafi af úttektum almennings á fé úr sérstökum eftirlaunasjóðum sem verkalýðsfélögin komu á fyrir um 40 árum síðan en hafa nú verið lagðir niður. Þær úttektir nema um 23 milljörðum danskra króna og hafa þær rokið beint inn á bankareikninga sem sparnaður ef harðna skyldi á dalnum. Frederik Pedersen hjá Efnahagsráði verkalýðsfélaganna segir að þessi mikli sparnaður séu hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslíf landsins. Sparnaðurinn skili hvorki hagvexti né skapi fleiri störf en það er einmitt það sem Danir hafa þörf á í augnablikinu. Pedersen segir að ef ekki nema brot af þessum sparnaði yrði notaður til dæmis til kaupa á vöru og þjónustu eða fasteignakaupa myndi slíkt skila sér út í efnahagslífið um leið með hagvexti og auknum störfum.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira