Walter S. Mossberg, sérfræðingur Wall Street Journal (WSJ) þegar kemur að tækni og tólum, segir að kortahugbúnaður Google, Google Maps, sé miklu öflugri en hjá öðrum þegar kemur að búnaði á snjallsímum. Sérstaklega segir hann þetta greinilegt á nýjum iphone 5 símunum frá Apple, þar sem er nýr kortahugbúnaður frá Apple, sem sé ekki næstum jafn góður og Google Maps búnaðurinn.
Hann segist hiklaust mæla með Android símum, fremur en i phone, ef fólk sé að hugsa um kortabúnaðinn sérstaklega.
Lesa má skrif Mossberg fyrir WSJ, um kortahugbúnað í símum, hér.
