Dómstóll í Ástralíu dæmdi í dag lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's til sektargreiðslu fyrir að hafa gefið flóknum og áhættusömum skuldabréfum ABN Amro bankans of háa matseinkunn. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að lánshæfismatsfyrirtækið og bankinn eiga að greiða fjárfestum bætur. Standard & Poor's mun áfrýja dómnum til æðra dómstigs.
