Efnahagsstaða Grikklands hefur reynst enn verri en búist var við og var staðan þó ekki beysin fyrir.
Financial Times segir að í ljós hafi komið á fundum fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins með grískum ráðamönnum í vikunni að fjárlagahalli landsins verði 5,2% á næsta ári en áður var búist við 4,2% halla.
Þegar kemur að opinberum skuldum er staðan enn verri. Á næsta ári munu skuldirnar nema 189% af landsframleiðslunni og árið 2014 fara þær í 192%.
Gríska þingið gengur til kosninga um niðurskurð og skattahækkanir í næstu viku.
Staða Grikklands verri en búist var við

Mest lesið

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins
Viðskipti innlent

Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður
Neytendur


Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf