Í minnisblaði sem sett var saman fyrir fjármálaráðherra ríkja á evrusvæðinu, sem nú funda í Brussell í Belgíu, kemur fram að grísk stjórnvöld þurfi að fá 32 milljarða evra, jafnvirði um 5.200 milljarða króna, til viðbótar við lán sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa þegar veitt til landsins vegna efnahagsvanda.
Þá þurfa Grikkir tveimur árum lengri tíma til þess að ná tökum á ríkisrekstrinum, að því er fram kemur í minnisblaðinu, en gert er ráð fyrir að markmið um betri stöðu ríkissjóðs Grikklands náist 2016 en ekki 2014 eins og áður hafði verið að stefnt.
Frá þessu var greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld, en gert er ráð fyrir að fjármálaráðherrar evruríkjanna mun ræða um frekari aðgerðir til þess að stemma stigu við vaxandi efnahagsvanda í Evrópu.
Efnahagsvandi Grikkja hefur dýpkað nokkuð á þessu ári, og er atvinnuleysið nú helsta áhyggjuefni stjórnvalda, en það mælist nú ríflega 23 prósent, samkvæmt tölum Hagstofu Evrópu, Eurostat.
Sjá má umfjöllun BBC hér.
Grikkir þurfa lengri tíma og meira fé

Mest lesið

Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli
Viðskipti innlent


Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent
