Eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum, ekki síst fjármálaeftirlitið í New York, ætla að óska eftir því við stjórnir evrópskra banka sem eru með starfsleyfi í Bandaríkjunum, að þeir styrki lausafjárstöðu sína. Þetta er talið geta haft áhrif á stóra banka eins og Deutsche Bank og Barclays, að því er segir í umfjöllun New York Times í dag.
Vitnað er sérstaklega til ræðu sem Daniel Tarullo, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, hélt á dögunum en þar kom fram að reglur um starfsemi erlendra banka í Bandaríkjunum yrðu hugsanlega hertar, með það í huga að setja skýrari ramma utan starfsemina í Bandaríkjunum sérstaklega.
Þetta er talið geta haft mikil áhrif á starfsemi erlendra banka í Bandaríkjunum, en megintilgangurinn með breytingum í þessa veru er að draga úr áhættusækni og kerfisáhættu.
Sjá má umfjöllun New York Times hér.
Eftirlit með erlendum bönkum hert í Bandaríkjunum
