Tók hún tjakkinn á málið? Jóhann Hauksson skrifar 28. nóvember 2012 17:51 Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum. Þetta breytir litlu sagði hún: „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það við stjórnvöld að við getum ekki tekið á okkur aukna skatta með minna en 20 mánaða fyrirvara. Það er löngu búið að verðleggja næsta ár og búið að selja stóran hluta sumarsins." Þessi rök eru kunn en svo bætti hún við: „Auðvitað skiptir máli hvort hækkunin er upp í 25,5% eða 14. Fyrsta hugmynd Oddnýjar Harðardóttur um 25,5% virðisaukaskatt á gistingu var auðvitað algerlega galin. Virðisaukaskattur í Evrópu er að meðaltali 10% og flestu stærstu ferðamannaþjóðirnar eru með 7." Um viðbrögðin við 14 prósentunum datt mér í hug þessi fleygu orð: „Þú getur átt þinn helv. tjakk sjálfur!" Þetta með sanngirnina Vert er að halda því til haga að þrefið um VSK snertir gistiþjónustuna í landinu en ekki ferðaþjónustuna alla. Einnig má varpa ljósi á þetta með samanburði við Norðurlönd eins og gert er í meðfylgjandi töflu. DanmörkSvíþjóðNoregurÍslandVsk. á hótel %251287Almennur vsk. %25252525,5Vsk. á matvæli%2512157Vsk. á hópferðabifreiðar %25680* Hlutdeild ferðaþjónustu Í VLF % -20103,33,03,35,9Skattur á fyrirtæki %2526,32820 Ég er viss um að á fundi með almennum framleiðendum vöru og þjónustu mundi það ekkert vefjast fyrir Ernu að réttlæta að virðisaukaskattur eigi að vera lægri á gistirými í landinu en í öðrum greinum. En er hún viss um að undirtektir yrðu góðar? Gistiþjónusta getur vart talist sprotagrein sem þarf á sérstökum opinberum stuðningi að halda umfram aðrar greinar. Erna kannast við að samfara mikilli og stöðugri fjölgun erlendra ferðamanna eykst álag á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það leiðir til útgjalda sem gjarnan er varpað yfir á hið opinbera. Því er það ofur eðlilegt að stjórnvöld hugi að því hvort unnt sé leggja áherslu á auknar tekjur af ferðamönnum frekar en að reiða sig á stöðug fjölgun þeirra. Ábyggilega heitt á könnunni í stjórnarráðinu Ég veit ekki hvort Erna hefur leitt hugann að því, að stjórnvöld hafa ákveðið í nafni fjárfestingaráætlunar ríkisstjórnarinnar að leggja hálfan milljarð króna í uppbyggingu ferðamannastaða. Öðrum 250 milljónum króna verður varið í innviði friðlýstra svæða. Svo þarf auðvitað ekkert að nefna að kostnaðarsamar samgöngubætur koma ferðaþjónustunni til góða sem og stuðningur hins opinbera við Hörpuna svo það sé nú nefnt. Um 10% erlendra ferðamanna eru ráðstefnugestir sem greiða oft ekki gistingu úr eigin vasa eða fá VSK endurgreiddan. Ótrúlegt er að hækkun VSK á gistiþjónustu hafi mikil áhrif á þennan hóp. Svo er einnig að sjá sem erlendir ferðamenn sem hingað koma séu ekki sérstaklega næmir fyrir þeim kostnaði sem hér er deilt um. Reyndar er áætlað að hækkun VSK í hótel- og gistiþjónustu seinki því um eitt ár að erlendir ferðamenn nái því að verða ein milljón á ári. Það er nú allt og sumt. Að öllu samanlögðu er hækkun hótel- og gistiþjónustu um skattþrep bæði einfaldur og sanngjarn kostur. Ég vona að Erna Hauksdóttir og skynsamir menn í hótel- og gistiþjónustunni sjái ljósið en fari ekki í sama far og harðsnúnasta hagsmunagæsla þjóðfélagsins, LÍÚ, sem hefur reglulega í hótunum fái þeir ekki sínu framgengt. Kannski er bara rétt að fara yfir málið í rólegheitum. Það gæti verið heitt á könnunni í stjórnarráðinu.Tengdar fréttir:Dregið í land með skattahækkanir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum. Þetta breytir litlu sagði hún: „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það við stjórnvöld að við getum ekki tekið á okkur aukna skatta með minna en 20 mánaða fyrirvara. Það er löngu búið að verðleggja næsta ár og búið að selja stóran hluta sumarsins." Þessi rök eru kunn en svo bætti hún við: „Auðvitað skiptir máli hvort hækkunin er upp í 25,5% eða 14. Fyrsta hugmynd Oddnýjar Harðardóttur um 25,5% virðisaukaskatt á gistingu var auðvitað algerlega galin. Virðisaukaskattur í Evrópu er að meðaltali 10% og flestu stærstu ferðamannaþjóðirnar eru með 7." Um viðbrögðin við 14 prósentunum datt mér í hug þessi fleygu orð: „Þú getur átt þinn helv. tjakk sjálfur!" Þetta með sanngirnina Vert er að halda því til haga að þrefið um VSK snertir gistiþjónustuna í landinu en ekki ferðaþjónustuna alla. Einnig má varpa ljósi á þetta með samanburði við Norðurlönd eins og gert er í meðfylgjandi töflu. DanmörkSvíþjóðNoregurÍslandVsk. á hótel %251287Almennur vsk. %25252525,5Vsk. á matvæli%2512157Vsk. á hópferðabifreiðar %25680* Hlutdeild ferðaþjónustu Í VLF % -20103,33,03,35,9Skattur á fyrirtæki %2526,32820 Ég er viss um að á fundi með almennum framleiðendum vöru og þjónustu mundi það ekkert vefjast fyrir Ernu að réttlæta að virðisaukaskattur eigi að vera lægri á gistirými í landinu en í öðrum greinum. En er hún viss um að undirtektir yrðu góðar? Gistiþjónusta getur vart talist sprotagrein sem þarf á sérstökum opinberum stuðningi að halda umfram aðrar greinar. Erna kannast við að samfara mikilli og stöðugri fjölgun erlendra ferðamanna eykst álag á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það leiðir til útgjalda sem gjarnan er varpað yfir á hið opinbera. Því er það ofur eðlilegt að stjórnvöld hugi að því hvort unnt sé leggja áherslu á auknar tekjur af ferðamönnum frekar en að reiða sig á stöðug fjölgun þeirra. Ábyggilega heitt á könnunni í stjórnarráðinu Ég veit ekki hvort Erna hefur leitt hugann að því, að stjórnvöld hafa ákveðið í nafni fjárfestingaráætlunar ríkisstjórnarinnar að leggja hálfan milljarð króna í uppbyggingu ferðamannastaða. Öðrum 250 milljónum króna verður varið í innviði friðlýstra svæða. Svo þarf auðvitað ekkert að nefna að kostnaðarsamar samgöngubætur koma ferðaþjónustunni til góða sem og stuðningur hins opinbera við Hörpuna svo það sé nú nefnt. Um 10% erlendra ferðamanna eru ráðstefnugestir sem greiða oft ekki gistingu úr eigin vasa eða fá VSK endurgreiddan. Ótrúlegt er að hækkun VSK á gistiþjónustu hafi mikil áhrif á þennan hóp. Svo er einnig að sjá sem erlendir ferðamenn sem hingað koma séu ekki sérstaklega næmir fyrir þeim kostnaði sem hér er deilt um. Reyndar er áætlað að hækkun VSK í hótel- og gistiþjónustu seinki því um eitt ár að erlendir ferðamenn nái því að verða ein milljón á ári. Það er nú allt og sumt. Að öllu samanlögðu er hækkun hótel- og gistiþjónustu um skattþrep bæði einfaldur og sanngjarn kostur. Ég vona að Erna Hauksdóttir og skynsamir menn í hótel- og gistiþjónustunni sjái ljósið en fari ekki í sama far og harðsnúnasta hagsmunagæsla þjóðfélagsins, LÍÚ, sem hefur reglulega í hótunum fái þeir ekki sínu framgengt. Kannski er bara rétt að fara yfir málið í rólegheitum. Það gæti verið heitt á könnunni í stjórnarráðinu.Tengdar fréttir:Dregið í land með skattahækkanir
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun