Tók hún tjakkinn á málið? Jóhann Hauksson skrifar 28. nóvember 2012 17:51 Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum. Þetta breytir litlu sagði hún: „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það við stjórnvöld að við getum ekki tekið á okkur aukna skatta með minna en 20 mánaða fyrirvara. Það er löngu búið að verðleggja næsta ár og búið að selja stóran hluta sumarsins." Þessi rök eru kunn en svo bætti hún við: „Auðvitað skiptir máli hvort hækkunin er upp í 25,5% eða 14. Fyrsta hugmynd Oddnýjar Harðardóttur um 25,5% virðisaukaskatt á gistingu var auðvitað algerlega galin. Virðisaukaskattur í Evrópu er að meðaltali 10% og flestu stærstu ferðamannaþjóðirnar eru með 7." Um viðbrögðin við 14 prósentunum datt mér í hug þessi fleygu orð: „Þú getur átt þinn helv. tjakk sjálfur!" Þetta með sanngirnina Vert er að halda því til haga að þrefið um VSK snertir gistiþjónustuna í landinu en ekki ferðaþjónustuna alla. Einnig má varpa ljósi á þetta með samanburði við Norðurlönd eins og gert er í meðfylgjandi töflu. DanmörkSvíþjóðNoregurÍslandVsk. á hótel %251287Almennur vsk. %25252525,5Vsk. á matvæli%2512157Vsk. á hópferðabifreiðar %25680* Hlutdeild ferðaþjónustu Í VLF % -20103,33,03,35,9Skattur á fyrirtæki %2526,32820 Ég er viss um að á fundi með almennum framleiðendum vöru og þjónustu mundi það ekkert vefjast fyrir Ernu að réttlæta að virðisaukaskattur eigi að vera lægri á gistirými í landinu en í öðrum greinum. En er hún viss um að undirtektir yrðu góðar? Gistiþjónusta getur vart talist sprotagrein sem þarf á sérstökum opinberum stuðningi að halda umfram aðrar greinar. Erna kannast við að samfara mikilli og stöðugri fjölgun erlendra ferðamanna eykst álag á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það leiðir til útgjalda sem gjarnan er varpað yfir á hið opinbera. Því er það ofur eðlilegt að stjórnvöld hugi að því hvort unnt sé leggja áherslu á auknar tekjur af ferðamönnum frekar en að reiða sig á stöðug fjölgun þeirra. Ábyggilega heitt á könnunni í stjórnarráðinu Ég veit ekki hvort Erna hefur leitt hugann að því, að stjórnvöld hafa ákveðið í nafni fjárfestingaráætlunar ríkisstjórnarinnar að leggja hálfan milljarð króna í uppbyggingu ferðamannastaða. Öðrum 250 milljónum króna verður varið í innviði friðlýstra svæða. Svo þarf auðvitað ekkert að nefna að kostnaðarsamar samgöngubætur koma ferðaþjónustunni til góða sem og stuðningur hins opinbera við Hörpuna svo það sé nú nefnt. Um 10% erlendra ferðamanna eru ráðstefnugestir sem greiða oft ekki gistingu úr eigin vasa eða fá VSK endurgreiddan. Ótrúlegt er að hækkun VSK á gistiþjónustu hafi mikil áhrif á þennan hóp. Svo er einnig að sjá sem erlendir ferðamenn sem hingað koma séu ekki sérstaklega næmir fyrir þeim kostnaði sem hér er deilt um. Reyndar er áætlað að hækkun VSK í hótel- og gistiþjónustu seinki því um eitt ár að erlendir ferðamenn nái því að verða ein milljón á ári. Það er nú allt og sumt. Að öllu samanlögðu er hækkun hótel- og gistiþjónustu um skattþrep bæði einfaldur og sanngjarn kostur. Ég vona að Erna Hauksdóttir og skynsamir menn í hótel- og gistiþjónustunni sjái ljósið en fari ekki í sama far og harðsnúnasta hagsmunagæsla þjóðfélagsins, LÍÚ, sem hefur reglulega í hótunum fái þeir ekki sínu framgengt. Kannski er bara rétt að fara yfir málið í rólegheitum. Það gæti verið heitt á könnunni í stjórnarráðinu.Tengdar fréttir:Dregið í land með skattahækkanir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum. Þetta breytir litlu sagði hún: „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það við stjórnvöld að við getum ekki tekið á okkur aukna skatta með minna en 20 mánaða fyrirvara. Það er löngu búið að verðleggja næsta ár og búið að selja stóran hluta sumarsins." Þessi rök eru kunn en svo bætti hún við: „Auðvitað skiptir máli hvort hækkunin er upp í 25,5% eða 14. Fyrsta hugmynd Oddnýjar Harðardóttur um 25,5% virðisaukaskatt á gistingu var auðvitað algerlega galin. Virðisaukaskattur í Evrópu er að meðaltali 10% og flestu stærstu ferðamannaþjóðirnar eru með 7." Um viðbrögðin við 14 prósentunum datt mér í hug þessi fleygu orð: „Þú getur átt þinn helv. tjakk sjálfur!" Þetta með sanngirnina Vert er að halda því til haga að þrefið um VSK snertir gistiþjónustuna í landinu en ekki ferðaþjónustuna alla. Einnig má varpa ljósi á þetta með samanburði við Norðurlönd eins og gert er í meðfylgjandi töflu. DanmörkSvíþjóðNoregurÍslandVsk. á hótel %251287Almennur vsk. %25252525,5Vsk. á matvæli%2512157Vsk. á hópferðabifreiðar %25680* Hlutdeild ferðaþjónustu Í VLF % -20103,33,03,35,9Skattur á fyrirtæki %2526,32820 Ég er viss um að á fundi með almennum framleiðendum vöru og þjónustu mundi það ekkert vefjast fyrir Ernu að réttlæta að virðisaukaskattur eigi að vera lægri á gistirými í landinu en í öðrum greinum. En er hún viss um að undirtektir yrðu góðar? Gistiþjónusta getur vart talist sprotagrein sem þarf á sérstökum opinberum stuðningi að halda umfram aðrar greinar. Erna kannast við að samfara mikilli og stöðugri fjölgun erlendra ferðamanna eykst álag á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það leiðir til útgjalda sem gjarnan er varpað yfir á hið opinbera. Því er það ofur eðlilegt að stjórnvöld hugi að því hvort unnt sé leggja áherslu á auknar tekjur af ferðamönnum frekar en að reiða sig á stöðug fjölgun þeirra. Ábyggilega heitt á könnunni í stjórnarráðinu Ég veit ekki hvort Erna hefur leitt hugann að því, að stjórnvöld hafa ákveðið í nafni fjárfestingaráætlunar ríkisstjórnarinnar að leggja hálfan milljarð króna í uppbyggingu ferðamannastaða. Öðrum 250 milljónum króna verður varið í innviði friðlýstra svæða. Svo þarf auðvitað ekkert að nefna að kostnaðarsamar samgöngubætur koma ferðaþjónustunni til góða sem og stuðningur hins opinbera við Hörpuna svo það sé nú nefnt. Um 10% erlendra ferðamanna eru ráðstefnugestir sem greiða oft ekki gistingu úr eigin vasa eða fá VSK endurgreiddan. Ótrúlegt er að hækkun VSK á gistiþjónustu hafi mikil áhrif á þennan hóp. Svo er einnig að sjá sem erlendir ferðamenn sem hingað koma séu ekki sérstaklega næmir fyrir þeim kostnaði sem hér er deilt um. Reyndar er áætlað að hækkun VSK í hótel- og gistiþjónustu seinki því um eitt ár að erlendir ferðamenn nái því að verða ein milljón á ári. Það er nú allt og sumt. Að öllu samanlögðu er hækkun hótel- og gistiþjónustu um skattþrep bæði einfaldur og sanngjarn kostur. Ég vona að Erna Hauksdóttir og skynsamir menn í hótel- og gistiþjónustunni sjái ljósið en fari ekki í sama far og harðsnúnasta hagsmunagæsla þjóðfélagsins, LÍÚ, sem hefur reglulega í hótunum fái þeir ekki sínu framgengt. Kannski er bara rétt að fara yfir málið í rólegheitum. Það gæti verið heitt á könnunni í stjórnarráðinu.Tengdar fréttir:Dregið í land með skattahækkanir
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun