Ný rannsókn sýnir að Frakkar hafa dregið verulega úr léttvínsdrykkju sinni á undanförnum árum og drekka ávaxtasafa í staðinn.
Rannsóknin sem gerð var á vegum franska landbúnaðarráðuneytisins sýnir að hver fullorðin Frakki drekkur nú að meðaltali tæplega glas af léttvíni á hverjum degi. Þetta er nær þrefalt minni víndrykkja en fyrir tæpum 60 árum síðan. Þannig drakk hver fullorðinn Frakki árið 1965 um 160 lítra að meðaltali á ári. Fyrir tveimur árum var þetta magn komið niður í 57 lítra að meðaltali.
Fram kemur að árið 1980 var vín borið fram með mat í annað hvert skipti. Árið 2010 var vínglasið til staðar með aðeins einni af hverjum fjórum máltíðum. Á móti hefur drykkja á ávaxtasafa og sódavatni aukist töluvert.
Frakkar minnka verulega léttvínsdrykkju sína
