Stofnandi IKEA sagður auðugasti maður heimsins 14. desember 2012 10:12 Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. Það er tímaritið Veckans Affärer sem gefur út þennan lista. Á honum kemur fram að auður Kamprad er metinn á um 500 milljarða sænskra króna eða hina stjarnfræðilegu upphæð 9.500 milljarða króna. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk en þar er þess getið að á sambærilegum lista yfir auðugustu menn heimsins sem Bloomberg tók nýlega saman var Kamprad í fimmta sæti og þar var auður hans metinn á nærri helmingi lægri upphæð eða 275 milljarða sænskra króna. Á lista sænska tímaritsins er auður Kamprad sagður vera um 20 milljörðum sænskra króna meiri en Carlos Slim frá Mexíkó sem hingað til hefur verið talinn auðugasti maður heimsins. Milljarðamæringum í Svíþjóð fjölgar um 11 frá því í fyrra og eru þeir orðnir 119 talsins í ár. Nýtt nafn er að finna meðal þeirra sem eru í tíu efstu sætunum á sænska auðmannalistanum. Þar er raunar um danska konu að ræða eða Mærsk erfingjann Anne Mærsk McKinney Uggla. Auður hennar er metin á 32 milljarða sænskra króna eða rúmlega 600 milljarða króna sem dugir henni í áttunda sætið á listanum. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. Það er tímaritið Veckans Affärer sem gefur út þennan lista. Á honum kemur fram að auður Kamprad er metinn á um 500 milljarða sænskra króna eða hina stjarnfræðilegu upphæð 9.500 milljarða króna. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk en þar er þess getið að á sambærilegum lista yfir auðugustu menn heimsins sem Bloomberg tók nýlega saman var Kamprad í fimmta sæti og þar var auður hans metinn á nærri helmingi lægri upphæð eða 275 milljarða sænskra króna. Á lista sænska tímaritsins er auður Kamprad sagður vera um 20 milljörðum sænskra króna meiri en Carlos Slim frá Mexíkó sem hingað til hefur verið talinn auðugasti maður heimsins. Milljarðamæringum í Svíþjóð fjölgar um 11 frá því í fyrra og eru þeir orðnir 119 talsins í ár. Nýtt nafn er að finna meðal þeirra sem eru í tíu efstu sætunum á sænska auðmannalistanum. Þar er raunar um danska konu að ræða eða Mærsk erfingjann Anne Mærsk McKinney Uggla. Auður hennar er metin á 32 milljarða sænskra króna eða rúmlega 600 milljarða króna sem dugir henni í áttunda sætið á listanum.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira