Netverslun er vinsælli hjá Bretum en nokkuri annarri stórþjóð í heiminum
Þetta eru niðurstöður árlegrar könnunnar Ofcom eða hinnar opinberu fjarskiptastofnunnar Bretlands. Samkvæmt þessari könnun, sem náði til 17 þjóða, eyðir hver Breti að meðaltali tæplega 1.100 pundum, eða 220.000 krónum í kaup á vörum á netinu á hverju ári.
Sú stórþjóð sem kemst næst Bretum hvað netviðskipti varðar er Ástralía en hver Ástrali eyðir að meðaltali rúmlega 840 pundum á ári.
Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að Bretar noti einkum farsíma sína til þess að versla á netinu. Sem dæmi er nefnt að í desember í fyrra notaði hver Breti að meðaltali 424 megabæt til gagnaflutninga í gegnum farsímann. Til samanburðar var meðalnotkunin í Japan hvað þetta varðar 392 megabæt á sama tímabili.
Fram kemur að netteningar í Bretlandi séu enn þær ódýrustu meðal stórþjóða og raunar helmingi ódýrari en í Bandaríkjunum.
Bretar versla mest á netinu af stórþjóðum

Mest lesið

Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent




Greiðsluáskorun
Samstarf

Sjóvá tapar hálfum milljarði
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent