Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur samþykkt að greiða 1,1 milljarða dala, jafnvirði um 130 milljarða króna, í sektargreiðslu gegn því að fallið verði frá málsóknum á hendur fyrirtækinu, vegna bilana sem komu upp í nokkrum Toyota-bifreiðum árin 2009 og 2010 sem rekja mátti til galla. Þetta leiddi meðal annars til innkallana á mörg hundruð þúsund bílum frá fyrirtækinu um allan heim.
Samkomulagið sem Toyota hefur gert gerir einnig ráð fyrir því að nýjum öryggisbúnaði verði komið fyrir í bílum fyrirtækisins, og eigendur um 16 milljóna bifreiða frá fyrirtækinu verði fullvissaðir um öryggi.
Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í gær. Lesa má um málið hér.
Toyota greiðir 130 milljarða vegna bilana
Magnús Halldórsson skrifar

Mest lesið

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent


Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Þjónustudagur Toyota
Samstarf


Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent

„Þetta er framar okkar björtustu vonum“
Viðskipti innlent