Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur samþykkt að greiða 1,1 milljarða dala, jafnvirði um 130 milljarða króna, í sektargreiðslu gegn því að fallið verði frá málsóknum á hendur fyrirtækinu, vegna bilana sem komu upp í nokkrum Toyota-bifreiðum árin 2009 og 2010 sem rekja mátti til galla. Þetta leiddi meðal annars til innkallana á mörg hundruð þúsund bílum frá fyrirtækinu um allan heim.
Samkomulagið sem Toyota hefur gert gerir einnig ráð fyrir því að nýjum öryggisbúnaði verði komið fyrir í bílum fyrirtækisins, og eigendur um 16 milljóna bifreiða frá fyrirtækinu verði fullvissaðir um öryggi.
Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í gær. Lesa má um málið hér.
