1.Næsti iPhone með nýja tengibraut – aukahlutir úreltir
Vinsælasta fréttin var skrifuð í júlí í sumar og snerist um það að tæknirisinn Apple hefði tryggt sér einkaleyfi á nýrri tengibraut fyrir jaðartæki og snjallsíma. Talið var að nýjasta útgáfa iPhone snjallsímans verði búin tenginu. Það þýddi að flest allir aukahlutir sem fólk hefur keypt hingað til verða úreltir.
2. Snjallgleraugun eru raunveruleg – prufukeyrsla hafin
Næstvinsælasta fréttin var af því að Google hyggðist þróa gleraugu sem byggja á androit símakerfinu. Virkni gleraugnanna svipar mjög til hefðbundinna snjallsíma. Þau er þó hönnuð í allt öðrum tilgangi. Þeim er ætlað að bæta við veruleika okkar og veita nánast óendanlegt flæði upplýsinga um umhverfið.
3. Dóppeningar enn að bjarga bönkunum
Fjórða vinsælasta fréttin er svo af óvenjulegri atburðarrás í bankaheiminum. Greint var frá því í ítarlegri fréttaskýringu að á haustmánuðum 2008, þegar millibankamarkaðir voru botnfrostnir og raunveruleg hætta var á allsherjarlausafjárþurrð á fjármálamörkuðum, barst bönkum liðsauki úr óvæntri átt. Hinn svarti markaður fíkniefnaheimsins kom peningum sínum inn í banka víðsvegar með peningaþvætti, þar sem bankar töldu sig tilneydda til þess að slaka á eftirliti með þvætti sem við eðlilegar aðstæður hindraði glæpmenn í því að koma illa fengnu fé í banka.
4. Samsung stefnir Apple vegna iPhone 5
Fjórða vinsælasta fréttin var svo af því að Samsung, sem framleiðir Samsung Galaxy símana, hygðist stefna Apple vegna þess að Samsung sakar Apple um að hafa brotið gegn höfundarlögum með ýmsum lausnum sem eru í boði á nýja iPone 5 símanum. Málshöfðanir á milli þessara tveggja fyrirtækja hafa gengið á víxl og ekki sér enn fyrir endann á því.

Það vakti síðan líka athygli að í stuttri fréttaskýringarmynd ritstjórnar Wall Street Journal (WSJ) var dregin upp nöturleg mynd af stöðu mála í Evrópu. Skuldavandinn er djúpstæður og erfiður viðureignar. Það hefur auðvitað ekki enn séð fyrir endann á þeim vanda.
6.Hvernig græðir Goldman Sachs svona mikið
Hún var líka feykilega vinsæl umfjöllunin um Goldman Sachs, en enginn banki sem er með höfuðstöðvar á Wall Street hefur skilað meiri hagnaði en sá fjárfestingabanki.
7. Verða Bandaríkin gjaldþrota?
Við sögðum svo líka frá því að skuldavandi Bandaríkjanna væri mörgum áhyggjuefni og svartsýnustu menn höfðu fullyrt að gjaldþrot bíði ríkissjóðs landsins ef ekki verði gripið til róttækra aðgerða.

Í apríl sögðum við líka frá því að iPhone 5 yrði gerður úr nýstárlegri efnablöndu sem kallast "Liquidmetal." Haft var eftir innanhúsmanni í verksmiðju Apple að efnablandan væri samsett úr sirkon, títaníum, nikkel og kopar.
9. Andlát Maersk Möller er hvalreki fyrir ríkissjóð Danmerkur
Í apríl sögðum vi líka frá andláti danska auðjöfursins Mærsk McKinney Möller. En það sem meira er, við sögðum líka að andlát hans væri hvílíkur hvalreki á fjörur ríkissjóðs Danmerkur. Ástæðan er sú að í dönskum fjölmiðlum var greint frá því að erfðaskatturinn sem þrjár dætur Möller eiga að greiða verður um 3 milljarðar danskra króna eða um 67 milljarðar króna. Þá er miðað við að persónuleg auðæfi Möller hafi numið um 20 milljörðum danskra króna en 15% erfðaskattur er greiddur í Danmörku.
10. iPhone 5. júní?
Tíunda vinsælasta fréttin var um vangaveltur þess efnis að nýi iPhone síminn kæmi þann 5. júní. Varla þarf að hafa fleiri orð um það.