Ný kynslóð M-línunnar frá Mercedes Benz 11. janúar 2012 16:00 Þriðja kynslóð M-línunnar frá Mercedes-Benz er væntanleg til Íslands í vikunni. M-línan setur ný viðmið í flokki jeppa vegna lítillar eldsneytisnotkunar og lítils koltvísýrings í útblæstri. Lúxusjeppinn er nú með hagkvæma og umhverfismilda vél en nokkru sinni. M 250 BlueTEC er með sparneytinni, fjögurra strokka dísilvél. Hún uppfyllir EU6 mengunarreglugerðina eins og vélin í 350 Blue TEC gerir sömuleiðis en hún er endurhönnuð 3,0 lítra V6 dísilvél. Báðar gerðirnar eru sparneytnari en engu að síður aflmeiri en fyrri gerðir. M 250 BlueTEC 4MATIC eyðir einungis rúmum sex lítrum á hundraðið sem er 2,4 lítrum minni eyðsla en hjá fyrri gerð. Koltvísýringslosunin er einungis 164 g/km sem er talsvert minna en hjá öðrum jeppum í þessum stærðarflokki. M 250 BlueTEC er því í mjög hagstæðum vörugjaldaflokki hér á landi vegna þess hve umhverfisvænn hann er. Jeppinn kemst 1500 km á einum, 93 lítra tanki, sem skilar honum hringinn í kringum Ísland og gott betur. Samt er jeppinn með krafta í kögglum því vélin skilar 204 hestöflum og togið er 500 Nm. Stærri dísilvélin skilar heilum 258 hestöflum en eyðir aðeins 7,4 lítrum í blönduðum akstri. „Mercedes-Benz hefur náð þessum athyglisverða árangri með nýrri kynslóð BlueTEC-dísilvéla og BlueDIRECT-bensínvéla með SCR-útblástursbúnaði," segir Sigurður Pálmar Sigfússon, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Sigurður segir að M-Class hafi verið mjög vinsæll á Íslandi. Nú þegar sé mikill áhugi á nýju kynslóðinni og eftirspurnin mikil. Við erum búin að selja um tíu M-Class þótt enn hafi jeppinn ekki verið kynntur hér á landi," segir Sigurður. Hann segir að grunnverðið á M 250 BlueTec sé 10.590.000 kr. en M 350 BlueTec kostar frá kr. 11.790.000 kr.Mikill staðalbúnaður Sigurður segir að nýja kynslóðin af M-línunni sé með óvenju mikið farangursrými og það mesta í flokki lúxusjeppa. „Staðalbúnaður í öllum gerðum M-línunnar er nú ECO start/stop aðgerð sem drepur á vélinni t.a.m. þegar stöðvað er á rauðu ljósi. Þessi búnaður ásamt nýrri sjö þrepa 7G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu og yfirbyggingu sem hefur lægstu loftmótstöðu í flokki jeppa, stuðlar að enn frekari eldsneytissparnaði. Þá er 4MATIC-kerfið einnig staðalbúnaður en það deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni. Þetta á jafnt við þegar ekið er á bundnu slitlagi sem í torfærum. 4MATICkerfið bætir veggrip og stefnustöðugleika bílsins og eykur snerpu hans og öryggi í akstri.Þá er fáanlegur ýmis aukabúnaður í allar gerðir M-línunnar m.a. nýtt fjöðrunarkerfi sem er með höggdeyfum með aðlögunarhæfni (Active Curve). Á ójöfnum vegum sér kerfið til þess að fjöðrunin býr yfir mýkt og þægindum en þegar ekið er á meiri hraða býður það upp á meiri stífleika sem eykur stöðugleika bílsins," segir Sigurður. Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Þriðja kynslóð M-línunnar frá Mercedes-Benz er væntanleg til Íslands í vikunni. M-línan setur ný viðmið í flokki jeppa vegna lítillar eldsneytisnotkunar og lítils koltvísýrings í útblæstri. Lúxusjeppinn er nú með hagkvæma og umhverfismilda vél en nokkru sinni. M 250 BlueTEC er með sparneytinni, fjögurra strokka dísilvél. Hún uppfyllir EU6 mengunarreglugerðina eins og vélin í 350 Blue TEC gerir sömuleiðis en hún er endurhönnuð 3,0 lítra V6 dísilvél. Báðar gerðirnar eru sparneytnari en engu að síður aflmeiri en fyrri gerðir. M 250 BlueTEC 4MATIC eyðir einungis rúmum sex lítrum á hundraðið sem er 2,4 lítrum minni eyðsla en hjá fyrri gerð. Koltvísýringslosunin er einungis 164 g/km sem er talsvert minna en hjá öðrum jeppum í þessum stærðarflokki. M 250 BlueTEC er því í mjög hagstæðum vörugjaldaflokki hér á landi vegna þess hve umhverfisvænn hann er. Jeppinn kemst 1500 km á einum, 93 lítra tanki, sem skilar honum hringinn í kringum Ísland og gott betur. Samt er jeppinn með krafta í kögglum því vélin skilar 204 hestöflum og togið er 500 Nm. Stærri dísilvélin skilar heilum 258 hestöflum en eyðir aðeins 7,4 lítrum í blönduðum akstri. „Mercedes-Benz hefur náð þessum athyglisverða árangri með nýrri kynslóð BlueTEC-dísilvéla og BlueDIRECT-bensínvéla með SCR-útblástursbúnaði," segir Sigurður Pálmar Sigfússon, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Sigurður segir að M-Class hafi verið mjög vinsæll á Íslandi. Nú þegar sé mikill áhugi á nýju kynslóðinni og eftirspurnin mikil. Við erum búin að selja um tíu M-Class þótt enn hafi jeppinn ekki verið kynntur hér á landi," segir Sigurður. Hann segir að grunnverðið á M 250 BlueTec sé 10.590.000 kr. en M 350 BlueTec kostar frá kr. 11.790.000 kr.Mikill staðalbúnaður Sigurður segir að nýja kynslóðin af M-línunni sé með óvenju mikið farangursrými og það mesta í flokki lúxusjeppa. „Staðalbúnaður í öllum gerðum M-línunnar er nú ECO start/stop aðgerð sem drepur á vélinni t.a.m. þegar stöðvað er á rauðu ljósi. Þessi búnaður ásamt nýrri sjö þrepa 7G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu og yfirbyggingu sem hefur lægstu loftmótstöðu í flokki jeppa, stuðlar að enn frekari eldsneytissparnaði. Þá er 4MATIC-kerfið einnig staðalbúnaður en það deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni. Þetta á jafnt við þegar ekið er á bundnu slitlagi sem í torfærum. 4MATICkerfið bætir veggrip og stefnustöðugleika bílsins og eykur snerpu hans og öryggi í akstri.Þá er fáanlegur ýmis aukabúnaður í allar gerðir M-línunnar m.a. nýtt fjöðrunarkerfi sem er með höggdeyfum með aðlögunarhæfni (Active Curve). Á ójöfnum vegum sér kerfið til þess að fjöðrunin býr yfir mýkt og þægindum en þegar ekið er á meiri hraða býður það upp á meiri stífleika sem eykur stöðugleika bílsins," segir Sigurður.
Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira