Gengi Pandoru hrundi í gær 22. febrúar 2012 06:30 Gengi hlutabréfa í danska skartgripaframleiðandanum Pandoru féll um 9% í gær í kjölfar þess að fyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir 2011. Virði hlutabréfa Pandoru hefur bein áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti nýjum eigendum FIH bankans haustið 2010. Eins og stendur stefnir í tugmilljarða króna tap Seðlabankans vegna veitingu lánsins. Pandora skilaði hagnaði upp á um tvo milljarða danskra króna í fyrra en niðurstaðan var þó langt frá því sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun fyrirtækisins fyrir árið 2011. Í henni var gert ráð fyrir að velta Pandoru myndi aukast um 30% á síðasta ári. Niðurstaðan varð þó sú að hún stóð nánast í stað á milli ára. Þegar Pandora var skráð á markað í október 2010 var tilkynnt um að fyrirtækið myndi greiða 35% af hagnaði sínum eftir skatt út sem arð. Skráningargengið tók mið af því og var 210 danskar krónur. Í kjölfar þess að fjárhagsáætlunin var kynnt reis gengið í 386 danskar krónur um miðjan janúar í fyrra. Þegar ljóst var að hún myndi alls ekki standast hrundi gengið. Það fór lægst í 35 danskar krónur í október og stóð í rúmum 77 dönskum krónum við lok viðskipta í gær. Axcel III, sjóður í eigu FIH bankans, á 57,4% hlut í Pandoru. Eignarhluturinn er nánast eina eign sjóðsins. Virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti þegar hann seldi FIH bankann er bundið við virði þess hlutar. Til að lánið skili Seðlabankanum einhverju þarf hagnaður vegna Axcel III að vera á bilinu 15,4-32,7 milljarðar íslenskra króna. Virði eignarhlutarins í Pandoru er í dag um 6,7 milljarðar króna. - þsj Fréttir Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í danska skartgripaframleiðandanum Pandoru féll um 9% í gær í kjölfar þess að fyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir 2011. Virði hlutabréfa Pandoru hefur bein áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti nýjum eigendum FIH bankans haustið 2010. Eins og stendur stefnir í tugmilljarða króna tap Seðlabankans vegna veitingu lánsins. Pandora skilaði hagnaði upp á um tvo milljarða danskra króna í fyrra en niðurstaðan var þó langt frá því sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun fyrirtækisins fyrir árið 2011. Í henni var gert ráð fyrir að velta Pandoru myndi aukast um 30% á síðasta ári. Niðurstaðan varð þó sú að hún stóð nánast í stað á milli ára. Þegar Pandora var skráð á markað í október 2010 var tilkynnt um að fyrirtækið myndi greiða 35% af hagnaði sínum eftir skatt út sem arð. Skráningargengið tók mið af því og var 210 danskar krónur. Í kjölfar þess að fjárhagsáætlunin var kynnt reis gengið í 386 danskar krónur um miðjan janúar í fyrra. Þegar ljóst var að hún myndi alls ekki standast hrundi gengið. Það fór lægst í 35 danskar krónur í október og stóð í rúmum 77 dönskum krónum við lok viðskipta í gær. Axcel III, sjóður í eigu FIH bankans, á 57,4% hlut í Pandoru. Eignarhluturinn er nánast eina eign sjóðsins. Virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti þegar hann seldi FIH bankann er bundið við virði þess hlutar. Til að lánið skili Seðlabankanum einhverju þarf hagnaður vegna Axcel III að vera á bilinu 15,4-32,7 milljarðar íslenskra króna. Virði eignarhlutarins í Pandoru er í dag um 6,7 milljarðar króna. - þsj
Fréttir Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira