Taldi að með því að taka yfir Glitni myndi ríkið fella alla bankana 10. mars 2012 07:00 tryggvi þór herbertsson vísir/gva Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde frá ágúst og fram í miðjan október 2008, var mjög á móti Glitnisleiðinni svokölluðu og ræddi tillögur um endurskipulagningu og sölu eigna við bankana í ágúst 2008. Þetta kom fram fyrir Landsdómi í gær. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Tryggva um Glitnishelgina svokölluðu í lok september 2008, þegar ákveðið var að ríkið tæki 75% hlut í Glitni og legði honum til 800 milljónir evra. Aðspurður um hvernig honum hafi hugnast þessi leið sagði Tryggvi: „mér hugnaðist hún illa." Hann hafi bent á að ef þessi leið yrði farin myndu Stoðir, áður FL Group, fara á hausinn og í kjölfarið flestir bankar og stór eignarhaldsfélög á Íslandi. „Þetta var allt svo samofið," sagði Tryggvi. Honum fannst þeir sem stóðu að framkvæmd Glitnisleiðarinnar ekki vera að gera sér grein fyrir afleiðingum hennar. Vegna fyrra starfs síns sem forstjóra fjárfestingabankans Aska Capital hafði Tryggvi, að eigin sögn, betri vitneskju um hversu víðtækar krossveðsetningar voru í bankakerfinu. Tryggvi sagði að sér virtist sem menn hefðu ekki verið farnir að ræða um hvernig standa ætti að greiðslumiðlun ef bankarnir féllu fyrr en daginn fyrir neyðarlagasetningu. Seðlabankinn hafi verið búinn að undirbúa nokkuð vel speglun á innlendri greiðslumiðlun yfir til sín frá bönkunum, enda gerði sérstaða reiknistofu bankanna það mjög gerlegt. Hins vegar virtist honum sem að það væri ekki búið að hugsa mikið um erlenda greiðslumiðlun bankanna á þessum tíma. Tryggvi hafi þá lagt til að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan myndi sjá um hana fyrir Ísland til að byrja með. Sá sem fór fyrir ráðgjafahópi bankans á Íslandi fór að sögn Tryggva með bónina í hæstu hæðir. „Mér skilst að það hafi endað með því að Jamie Dimon [forstjóri JP Morgan] hafi samþykkt að þeir myndu sjá um greiðslumiðlun," sagði Tryggvi. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna voru helsta verkefni Tryggva eftir að hann kom til starfa sem efnahagsráðgjafi Geirs, í byrjun ágúst 2008. Hann sagðist hafa hitt bankastjóra og eigendur bankana til að ræða aðgerðir í þá átt. Rætt var um útfærslur á því að sameina Glitni og Landsbankann og færa starfsemi þeirra erlendis í félag í eigu Kaupþings, og selja svo eignir eins og hægt væri. Tryggvi sagði að fyrirstaða hafi verið til staðar hjá helstu eigendum Glitnis, en að það hefði verið hægt að þvinga þá til að spila með ef Landsbankinn samþykkti. Kaupþing hafi verið tilbúið að taka yfir allar norrænu eignirnar. Helsti eigandi Landsbankans hafi verið „kaldur" og viljað gera þessar breytingar seinna. Fréttir Landsdómur Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde frá ágúst og fram í miðjan október 2008, var mjög á móti Glitnisleiðinni svokölluðu og ræddi tillögur um endurskipulagningu og sölu eigna við bankana í ágúst 2008. Þetta kom fram fyrir Landsdómi í gær. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Tryggva um Glitnishelgina svokölluðu í lok september 2008, þegar ákveðið var að ríkið tæki 75% hlut í Glitni og legði honum til 800 milljónir evra. Aðspurður um hvernig honum hafi hugnast þessi leið sagði Tryggvi: „mér hugnaðist hún illa." Hann hafi bent á að ef þessi leið yrði farin myndu Stoðir, áður FL Group, fara á hausinn og í kjölfarið flestir bankar og stór eignarhaldsfélög á Íslandi. „Þetta var allt svo samofið," sagði Tryggvi. Honum fannst þeir sem stóðu að framkvæmd Glitnisleiðarinnar ekki vera að gera sér grein fyrir afleiðingum hennar. Vegna fyrra starfs síns sem forstjóra fjárfestingabankans Aska Capital hafði Tryggvi, að eigin sögn, betri vitneskju um hversu víðtækar krossveðsetningar voru í bankakerfinu. Tryggvi sagði að sér virtist sem menn hefðu ekki verið farnir að ræða um hvernig standa ætti að greiðslumiðlun ef bankarnir féllu fyrr en daginn fyrir neyðarlagasetningu. Seðlabankinn hafi verið búinn að undirbúa nokkuð vel speglun á innlendri greiðslumiðlun yfir til sín frá bönkunum, enda gerði sérstaða reiknistofu bankanna það mjög gerlegt. Hins vegar virtist honum sem að það væri ekki búið að hugsa mikið um erlenda greiðslumiðlun bankanna á þessum tíma. Tryggvi hafi þá lagt til að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan myndi sjá um hana fyrir Ísland til að byrja með. Sá sem fór fyrir ráðgjafahópi bankans á Íslandi fór að sögn Tryggva með bónina í hæstu hæðir. „Mér skilst að það hafi endað með því að Jamie Dimon [forstjóri JP Morgan] hafi samþykkt að þeir myndu sjá um greiðslumiðlun," sagði Tryggvi. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna voru helsta verkefni Tryggva eftir að hann kom til starfa sem efnahagsráðgjafi Geirs, í byrjun ágúst 2008. Hann sagðist hafa hitt bankastjóra og eigendur bankana til að ræða aðgerðir í þá átt. Rætt var um útfærslur á því að sameina Glitni og Landsbankann og færa starfsemi þeirra erlendis í félag í eigu Kaupþings, og selja svo eignir eins og hægt væri. Tryggvi sagði að fyrirstaða hafi verið til staðar hjá helstu eigendum Glitnis, en að það hefði verið hægt að þvinga þá til að spila með ef Landsbankinn samþykkti. Kaupþing hafi verið tilbúið að taka yfir allar norrænu eignirnar. Helsti eigandi Landsbankans hafi verið „kaldur" og viljað gera þessar breytingar seinna.
Fréttir Landsdómur Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira