Fleira fólk – færri bílar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 21. mars 2012 11:00 Yfirlýstur tilgangur með lokun á hluta Laugavegs fyrir bílaumferð síðasta sumar var að efla mannlíf og verslun við götuna. Óhætt er að segja að það hafi tekist vonum framar. Stemningin á Laugaveginum milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs í júlí var í einu orði sagt frábær. Borgarbúar og ferðamenn beinlínis flykktust á Laugaveginn. Margir höfðu á orði að kliðurinn í öllu fólkinu léti svo miklu betur í eyrum en niðurinn af stöðugri bílaumferð. Í stuttu máli: Þessi gamla verslunargata iðaði af lífi næstum alla daga – og samt var þessi júlímánuður heldur svalari og rigningarsamari en í meðalári. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst 2009 leiddu í ljós að 80 % vegfarenda um Laugaveg yfir sumarið eru gangandi fólk. Samt taka bílarnir meira en helming göturýmisins. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn. Í gegnum tíðina hefur oft verið rætt um loka að Laugavegi tímabundið fyrir bílaumferð en alltaf verið horfið frá því. Einmitt þess vegna var nauðsynlegt að taka af skarið. Nú vita borgarbúar og rekstraraðilar við Laugaveginn hvernig hann virkar bíllaus yfir hásumarið. Þeir vita að Laugavegurinn getur verið einstaklega aðlaðandi göngugata. Um það þarf ekki að deila lengur. Um miðjan ágúst 2011 lýsti stjórn Íbúasamtaka miðborgar yfir sérstakri ánægju með lokunina og hvatti til þess að áfram verði haldið á sömu braut. Samt voru íbúasamtökin tvístígandi þegar áformin voru kynnt síðastliðið vor. Þau óttuðust meðal annars að þarna yrði aukinn skarkali á nóttinni. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Næturskarkalinn minnkaði verulega. Allt varð rólegra og afslappaðra. Helgarumferðin um kvöld og nætur á neðri hluta Laugavegs virðist magna upp stress og hávaða. Samvinna borgarinnar við samtökin „Miðborgin okkar", hagsmunasamtök rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur, tókst vel. Að tillögu samtakanna var ákveðið að Laugavegurinn skyldi fyrst í stað helgaður „gangandi umferð og mannlífi" í tvær vikur frá 1. til 15. júlí en hægt væri að framlengja ef vel tækist til. Sátt var um að halda verkefninu áfram út júlímánuð. Svo vel tókst til að kaupmenn og eigendur veitingahúsa við Skólavörðustíg óskuðu eftir því að götunni, neðan Bergstaðastrætis, yrði lokað fyrir bílaumferð frá 2. til 15. ágúst. Einnig var farið fram á það að Laugavegslokunin yrði framlengd þannig að hún teygði sig yfir fyrstu vikuna í ágúst. Mikilvægt var fylgjast með því sem gerðist á þessum hluta Laugavegsins frá degi til dags svo hægt væri að meta með tölum hvort tilraunin hefði tekist vel eða illa. Heildarfjöldi vegfarenda var talinn, fyrir, eftir og á meðan Laugavegur var göngugata. Það er skemmst frá því að segja að gangandi vegfarendum fjölgaði umtalsvert þegar bílarnir viku en fækkaði eftir að bílaumferð var hleypt aftur í gegn. Fjöldi hjólreiðafólks tvöfaldaðist. Til þess að meta áhrif lokunarinnar á verslun við Laugaveginn var ráðið fólk sem taldi innstig í verslanir á göngugötusvæðinu nokkra daga í hverri viku. Niðurstaðan var sú að verslanir löðuðu að sér mun fleiri viðskiptavini á þeim tíma sem Laugavegurinn var göngugata. Veltutölur sýna að heildarvelta rekstaraaðila við Laugaveginn jókst milli ára. Laugavegurinn er sameign borgarbúa. Laugavegurinn er þar að auki vinsælasti ferðamannastaður Reykjavíkur. 76% allra ferðamanna í Reykjavík koma á Laugaveginn. Þeir eru yfirleitt hrifnir af Reykjavík en gera helst athugasemdir við of mikla bílaumferð í miðbænum. Í dag koma um 550.000 ferðamenn til Íslands, talið er að þeir verði milljón eftir 10 ár. Þeir koma nær allir til Reykjavíkur. Framtíð verslunar við Laugaveginn ætti að vera björt. Niðurstaða Laugavegstilraunarinnar er fagnaðarefni fyrir gesti og gangandi. Við teljum rétt að halda áfram á sömu braut næsta sumar og ganga örlítið lengra. Það er liður í að gera miðborgina í Reykjavík meira aðlaðandi. Nú styttist í sumarlokun vestari hluta Austurstrætis, Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Þessar sumarlokanir hafa heppnast afar vel. Þær hafa verið óumdeildar. Síðasta sumar leiddi líka í ljós að Skólavörðustígur getur verið falleg og skemmtileg göngugata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðanir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Yfirlýstur tilgangur með lokun á hluta Laugavegs fyrir bílaumferð síðasta sumar var að efla mannlíf og verslun við götuna. Óhætt er að segja að það hafi tekist vonum framar. Stemningin á Laugaveginum milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs í júlí var í einu orði sagt frábær. Borgarbúar og ferðamenn beinlínis flykktust á Laugaveginn. Margir höfðu á orði að kliðurinn í öllu fólkinu léti svo miklu betur í eyrum en niðurinn af stöðugri bílaumferð. Í stuttu máli: Þessi gamla verslunargata iðaði af lífi næstum alla daga – og samt var þessi júlímánuður heldur svalari og rigningarsamari en í meðalári. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst 2009 leiddu í ljós að 80 % vegfarenda um Laugaveg yfir sumarið eru gangandi fólk. Samt taka bílarnir meira en helming göturýmisins. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn. Í gegnum tíðina hefur oft verið rætt um loka að Laugavegi tímabundið fyrir bílaumferð en alltaf verið horfið frá því. Einmitt þess vegna var nauðsynlegt að taka af skarið. Nú vita borgarbúar og rekstraraðilar við Laugaveginn hvernig hann virkar bíllaus yfir hásumarið. Þeir vita að Laugavegurinn getur verið einstaklega aðlaðandi göngugata. Um það þarf ekki að deila lengur. Um miðjan ágúst 2011 lýsti stjórn Íbúasamtaka miðborgar yfir sérstakri ánægju með lokunina og hvatti til þess að áfram verði haldið á sömu braut. Samt voru íbúasamtökin tvístígandi þegar áformin voru kynnt síðastliðið vor. Þau óttuðust meðal annars að þarna yrði aukinn skarkali á nóttinni. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Næturskarkalinn minnkaði verulega. Allt varð rólegra og afslappaðra. Helgarumferðin um kvöld og nætur á neðri hluta Laugavegs virðist magna upp stress og hávaða. Samvinna borgarinnar við samtökin „Miðborgin okkar", hagsmunasamtök rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur, tókst vel. Að tillögu samtakanna var ákveðið að Laugavegurinn skyldi fyrst í stað helgaður „gangandi umferð og mannlífi" í tvær vikur frá 1. til 15. júlí en hægt væri að framlengja ef vel tækist til. Sátt var um að halda verkefninu áfram út júlímánuð. Svo vel tókst til að kaupmenn og eigendur veitingahúsa við Skólavörðustíg óskuðu eftir því að götunni, neðan Bergstaðastrætis, yrði lokað fyrir bílaumferð frá 2. til 15. ágúst. Einnig var farið fram á það að Laugavegslokunin yrði framlengd þannig að hún teygði sig yfir fyrstu vikuna í ágúst. Mikilvægt var fylgjast með því sem gerðist á þessum hluta Laugavegsins frá degi til dags svo hægt væri að meta með tölum hvort tilraunin hefði tekist vel eða illa. Heildarfjöldi vegfarenda var talinn, fyrir, eftir og á meðan Laugavegur var göngugata. Það er skemmst frá því að segja að gangandi vegfarendum fjölgaði umtalsvert þegar bílarnir viku en fækkaði eftir að bílaumferð var hleypt aftur í gegn. Fjöldi hjólreiðafólks tvöfaldaðist. Til þess að meta áhrif lokunarinnar á verslun við Laugaveginn var ráðið fólk sem taldi innstig í verslanir á göngugötusvæðinu nokkra daga í hverri viku. Niðurstaðan var sú að verslanir löðuðu að sér mun fleiri viðskiptavini á þeim tíma sem Laugavegurinn var göngugata. Veltutölur sýna að heildarvelta rekstaraaðila við Laugaveginn jókst milli ára. Laugavegurinn er sameign borgarbúa. Laugavegurinn er þar að auki vinsælasti ferðamannastaður Reykjavíkur. 76% allra ferðamanna í Reykjavík koma á Laugaveginn. Þeir eru yfirleitt hrifnir af Reykjavík en gera helst athugasemdir við of mikla bílaumferð í miðbænum. Í dag koma um 550.000 ferðamenn til Íslands, talið er að þeir verði milljón eftir 10 ár. Þeir koma nær allir til Reykjavíkur. Framtíð verslunar við Laugaveginn ætti að vera björt. Niðurstaða Laugavegstilraunarinnar er fagnaðarefni fyrir gesti og gangandi. Við teljum rétt að halda áfram á sömu braut næsta sumar og ganga örlítið lengra. Það er liður í að gera miðborgina í Reykjavík meira aðlaðandi. Nú styttist í sumarlokun vestari hluta Austurstrætis, Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Þessar sumarlokanir hafa heppnast afar vel. Þær hafa verið óumdeildar. Síðasta sumar leiddi líka í ljós að Skólavörðustígur getur verið falleg og skemmtileg göngugata.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun