Lögreglan efast um tengsl við al Kaída 24. mars 2012 00:00 Sárt saknað Mæðgur leggja blóm við barnaskóla í Toulouse, þar sem þrjú börn og einn kennari létu lífið fyrr í mánuðinum. nordicphotos/AFP Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur. Hinn 23 ára gamli Merah féll fyrir byssukúlu leyniskyttu á fimmtudag, þegar sérsveit lögreglunnar réðst inn í íbúð hans í Toulouse í Frakklandi eftir meira en þrjátíu tíma umsátur. Hann hafði myrt sjö manns, þar af þrjú börn, í samtals þremur skotárásum á rúmlega viku. Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að því hvort hann hafi verið einn að verki. Helst beinist athyglin að eldri bróður hans, Abdelkader, sem er 29 ára, og svo að Olivier Corel, sem jafnan er nefndur „hvíti emírinn" og er grunaður um að hafa reynt að fá unga múslima í Frakklandi til liðs við málstað hryðjuverkamanna. Abdelkader er í haldi lögreglunnar ásamt kærustu sinni. Móðir þeirra bræðra er einnig í gæsluvarðhaldi. Þeir bræður eru franskir ríkisborgarar, ættaðir frá Alsír, en foreldrar þeirra skildu fyrir nærri tuttugu árum. Lögreglan útilokar ekki að Abdelkader hafi verið vitorðsmaður eða jafnvel sá sem atti yngri bróðurnum út í ódæðin. Í bifreið hans fundust vopn og sprengiefni. Að sögn franskra fjölmiðla neitar hans hins vegar allri aðild að morðunum og haft er eftir rannsóknarmönnum að hann sé engan veginn jafn líklegur eða fús til ofbeldisverka og yngri bróðirinn. Báðir tilheyrðu bræðurnir hreyfingu salafista, sem er strangtrúarhreyfing súnní-múslima, með mikla útbreiðslu á Arabíuskaga og víðar. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki áttað sig á því sem Merah var með í undirbúningi þrátt fyrir að hafa fylgst lauslega með bræðrunum árum saman. „Það telst ekkert lögbrot í sjálfu sér að vera í salafistahreyfingu," sagði Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, og tók fram að lögreglan hefði ekki fundið neinar beinar vísbendingar um að hætta stafaði af Merah: „Við höfum engan rétt til þess að fylgjast stöðugt með einhverjum sem hefur enn ekki framið neinn glæp." Rob Wainwright, yfirmaður Evrópulögreglunnar Europol, segir hins vegar ljóst að hvort sem Merah hafi verið í beinum tengslum við al Kaída eða ekki, þá hafi verk hans greinilega sótt innblástur til al Kaída. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur. Hinn 23 ára gamli Merah féll fyrir byssukúlu leyniskyttu á fimmtudag, þegar sérsveit lögreglunnar réðst inn í íbúð hans í Toulouse í Frakklandi eftir meira en þrjátíu tíma umsátur. Hann hafði myrt sjö manns, þar af þrjú börn, í samtals þremur skotárásum á rúmlega viku. Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að því hvort hann hafi verið einn að verki. Helst beinist athyglin að eldri bróður hans, Abdelkader, sem er 29 ára, og svo að Olivier Corel, sem jafnan er nefndur „hvíti emírinn" og er grunaður um að hafa reynt að fá unga múslima í Frakklandi til liðs við málstað hryðjuverkamanna. Abdelkader er í haldi lögreglunnar ásamt kærustu sinni. Móðir þeirra bræðra er einnig í gæsluvarðhaldi. Þeir bræður eru franskir ríkisborgarar, ættaðir frá Alsír, en foreldrar þeirra skildu fyrir nærri tuttugu árum. Lögreglan útilokar ekki að Abdelkader hafi verið vitorðsmaður eða jafnvel sá sem atti yngri bróðurnum út í ódæðin. Í bifreið hans fundust vopn og sprengiefni. Að sögn franskra fjölmiðla neitar hans hins vegar allri aðild að morðunum og haft er eftir rannsóknarmönnum að hann sé engan veginn jafn líklegur eða fús til ofbeldisverka og yngri bróðirinn. Báðir tilheyrðu bræðurnir hreyfingu salafista, sem er strangtrúarhreyfing súnní-múslima, með mikla útbreiðslu á Arabíuskaga og víðar. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki áttað sig á því sem Merah var með í undirbúningi þrátt fyrir að hafa fylgst lauslega með bræðrunum árum saman. „Það telst ekkert lögbrot í sjálfu sér að vera í salafistahreyfingu," sagði Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, og tók fram að lögreglan hefði ekki fundið neinar beinar vísbendingar um að hætta stafaði af Merah: „Við höfum engan rétt til þess að fylgjast stöðugt með einhverjum sem hefur enn ekki framið neinn glæp." Rob Wainwright, yfirmaður Evrópulögreglunnar Europol, segir hins vegar ljóst að hvort sem Merah hafi verið í beinum tengslum við al Kaída eða ekki, þá hafi verk hans greinilega sótt innblástur til al Kaída. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira