Þrettán netfyrirtæki kvartað 10. apríl 2012 02:15 Stjórnendur Google hafna því alfarið að fyrirtækið brjóti gegn rétti samkeppnisaðila með því að hagræða leitarniðurstöðum.Nordicphotos/AFP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun taka ákvörðun um það nú eftir páska hvort netrisinn Google verði kærður fyrir samkeppnisbrot. Þrettán netfyrirtæki hafa kvartað yfir því að Google beiti ráðandi stöðu sinni gegn samkeppnisaðilum samkvæmt frétt BBC. Google hefur hafnað því að beita markaðshindrunum eða öðrum bolabrögðum gegn samkeppnisaðilum sínum. Nýjasta dæmið um kvartanir vegna Google kemur frá vefsíðunni Trip Advisor, sem sérhæfir sig í ferðamálum. Í yfirlýsingu frá síðunni er þess óskað að Evrópusambandið grípi til aðgerða til að tryggja virka samkeppni á netinu. Google hefur verið að færa sig upp á skaftið með því að bjóða upp á þjónustu tengda ferðalögum. Fyrirtæki í samkeppni við Google á því sviði hafa kvartað yfir því að vefsíður Google komi frekar upp við netleit með leitarvél Google en samkeppnisaðilarnir. Rannsókn ESB hefur verið í gangi frá febrúar 2010 en er nú á lokametrunum samkvæmt frétt BBC. Sambærileg rannsókn á starfsháttum fyrirtækisins er í gangi í Bandaríkjunum. - bj Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun taka ákvörðun um það nú eftir páska hvort netrisinn Google verði kærður fyrir samkeppnisbrot. Þrettán netfyrirtæki hafa kvartað yfir því að Google beiti ráðandi stöðu sinni gegn samkeppnisaðilum samkvæmt frétt BBC. Google hefur hafnað því að beita markaðshindrunum eða öðrum bolabrögðum gegn samkeppnisaðilum sínum. Nýjasta dæmið um kvartanir vegna Google kemur frá vefsíðunni Trip Advisor, sem sérhæfir sig í ferðamálum. Í yfirlýsingu frá síðunni er þess óskað að Evrópusambandið grípi til aðgerða til að tryggja virka samkeppni á netinu. Google hefur verið að færa sig upp á skaftið með því að bjóða upp á þjónustu tengda ferðalögum. Fyrirtæki í samkeppni við Google á því sviði hafa kvartað yfir því að vefsíður Google komi frekar upp við netleit með leitarvél Google en samkeppnisaðilarnir. Rannsókn ESB hefur verið í gangi frá febrúar 2010 en er nú á lokametrunum samkvæmt frétt BBC. Sambærileg rannsókn á starfsháttum fyrirtækisins er í gangi í Bandaríkjunum. - bj
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira