Erfitt að spá fyrir um niðurstöðu í maí - fréttaskýring 24. apríl 2012 09:00 Spennandi staða Á þessari samsettu mynd má sjá sigurvegara fyrstu umferðar forsetakosninganna í Frakklandi, en kosið verður á milli þeirra tveggja í maíbyrjun. Vinstra megin er Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti og leiðtogi hægri manna, og hægra megin François Hollande, frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Nordicphotos/AFP Gefur fyrsta umferð frönsku forsetakosninganna fyrirheit um endanlega niðurstöðu? Í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudag gerðist það í fyrsta sinn að sitjandi forseti varð undir í atkvæðagreiðslunni. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, var með næstflest atkvæði í kosningunni, og 27 prósenta fylgi. Í fyrsta sætinu var François Hollande, með 28,44 prósenta fylgi. Í frönskum fjölmiðlum er því haldið fram að staða Hollande sé sterkari en forsetans fyrir kosningarnar 6. maí þegar kosið verður á milli þeirra, enda hafi hann haft betur í fyrstu umferðinni. Óvænt gengi Marine Le Pen í fyrstu umferðinni er hins vegar sagt auka mjög óvissu um niðurstöðuna í maí, þar sem erfitt sé að spá fyrir um hvernig fylgismenn hennar eigi eftir að greiða atkvæði. Marie Le Pen er þjóðernissinni yst af hægri væng stjórnmálanna og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, flokks sem stofnaður var fyrir um fjórum áratugum af föður hennar, Jean-Marie Le Pen. Sarkozy, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur í aðdraganda fyrstu umferðar kosninganna biðlað til þeirra sem síður eru umburðarlyndir í garð útlendinga og hefur boðað hertar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og raunar útlendingum almennt, sem hann segir orðna allt of marga í Frakklandi. Líklegt verður að teljast að málflutningur sem þessi hugnist áhangendum Þjóðfylkingarinnar ágætlega. Marine Le Pen hlaut nálægt því fimmtung atkvæða í fyrstu umferð kosninganna. Forsíður sumra blaða í Frakklandi hafa slegið upp slagnum í maí undir fyrirsögnum á borð við „Einvígið" og „Samstuð", meðan önnur hafa lagt áherslu á þátt Le Pen. Þannig slær Figaro upp fyrirsögninni „Gengi Marine Le Pen blæs lífi í seinni umferðina" og Liberation segir „Hollande sigurvegari, Le Pen spillir fyrir". Í umfjöllun fréttavefs Breska ríkisútvarpsins, BBC, um fyrri umferð kosninganna er vitnað í leiðara Figaro í gær þar sem sigur Hollandes er ekki sagður afgerandi vegna þess að færri en búist hafi verið við hafi lagt lag sitt við fulltrúa harðlínuvinstrimanna, Jean-Luc Melenchon. Að mati blaðsins njóta vinstri menn enn ekki meirihlutastuðnings í landinu og því komi til með að skipta miklu í kosningunum í maí hvort fylgismenn Le Pen kjósi Sarkozy til að stöðva framgang frambjóðanda sósíalista. Leiðari Liberation segir svo aftur á móti að sigur Hollandes í fyrstu umferðinni sé skýr vísbending um kall frönsku þjóðarinnar eftir stefnubreytingum og breyttum stjórnarháttum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Gefur fyrsta umferð frönsku forsetakosninganna fyrirheit um endanlega niðurstöðu? Í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudag gerðist það í fyrsta sinn að sitjandi forseti varð undir í atkvæðagreiðslunni. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, var með næstflest atkvæði í kosningunni, og 27 prósenta fylgi. Í fyrsta sætinu var François Hollande, með 28,44 prósenta fylgi. Í frönskum fjölmiðlum er því haldið fram að staða Hollande sé sterkari en forsetans fyrir kosningarnar 6. maí þegar kosið verður á milli þeirra, enda hafi hann haft betur í fyrstu umferðinni. Óvænt gengi Marine Le Pen í fyrstu umferðinni er hins vegar sagt auka mjög óvissu um niðurstöðuna í maí, þar sem erfitt sé að spá fyrir um hvernig fylgismenn hennar eigi eftir að greiða atkvæði. Marie Le Pen er þjóðernissinni yst af hægri væng stjórnmálanna og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, flokks sem stofnaður var fyrir um fjórum áratugum af föður hennar, Jean-Marie Le Pen. Sarkozy, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur í aðdraganda fyrstu umferðar kosninganna biðlað til þeirra sem síður eru umburðarlyndir í garð útlendinga og hefur boðað hertar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og raunar útlendingum almennt, sem hann segir orðna allt of marga í Frakklandi. Líklegt verður að teljast að málflutningur sem þessi hugnist áhangendum Þjóðfylkingarinnar ágætlega. Marine Le Pen hlaut nálægt því fimmtung atkvæða í fyrstu umferð kosninganna. Forsíður sumra blaða í Frakklandi hafa slegið upp slagnum í maí undir fyrirsögnum á borð við „Einvígið" og „Samstuð", meðan önnur hafa lagt áherslu á þátt Le Pen. Þannig slær Figaro upp fyrirsögninni „Gengi Marine Le Pen blæs lífi í seinni umferðina" og Liberation segir „Hollande sigurvegari, Le Pen spillir fyrir". Í umfjöllun fréttavefs Breska ríkisútvarpsins, BBC, um fyrri umferð kosninganna er vitnað í leiðara Figaro í gær þar sem sigur Hollandes er ekki sagður afgerandi vegna þess að færri en búist hafi verið við hafi lagt lag sitt við fulltrúa harðlínuvinstrimanna, Jean-Luc Melenchon. Að mati blaðsins njóta vinstri menn enn ekki meirihlutastuðnings í landinu og því komi til með að skipta miklu í kosningunum í maí hvort fylgismenn Le Pen kjósi Sarkozy til að stöðva framgang frambjóðanda sósíalista. Leiðari Liberation segir svo aftur á móti að sigur Hollandes í fyrstu umferðinni sé skýr vísbending um kall frönsku þjóðarinnar eftir stefnubreytingum og breyttum stjórnarháttum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira