Iðnaðurinn staðfestir einangrun Samfylkingar 30. apríl 2012 08:00 Á Iðnþingi fyrir skemmstu ákallaði starfandi iðnaðarráðherra, Oddný Harðardóttir, þingheim og bað um stuðning við stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Orðrétt sagði Oddný: „Samfylkingin hefur – ein stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi – tekið skýra afstöðu um að stefna skuli að upptöku evru með inngöngu í ESB.“ Forysta Samfylkingarinnar finnur til sívaxandi einangrunar með það stefnumál sitt að Ísland skuli inn í Evrópusambandið. Oddný bað um stuðning við stefnu Samfylkingar með þessum orðum: „Ég kalla hins vegar eftir enn sterkari stuðningi frá aðildarfélögum Samtaka iðnaðarins á þeirri vegferð sem framundan er við að sannfæra íslenska kjósendur um mikilvægi þess að við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru.“ Ákall starfandi iðnaðarráðherra til iðnaðarins er skiljanlegt í ljósi þess að Samtök iðnaðarins hafa löngum stutt Evrópustefnu Samfylkingar þótt áhöld hafi verið um hvort iðnfyrirtækin sjálf og forsvarsmenn þeirra styðji pólitík Samfylkingar. Skömmu eftir Iðnþingið þar sem Oddný auglýsti einangrun Samfylkingar og óskaði eftir stuðningi við að rjúfa einangrunina birtist skoðanakönnun sem tók af öll tvímæli um afstöðu iðnaðarins. Könnunin, sem gerð er af Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins, leiðir í ljós að 68,8% fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til samanburðar er könnun sem gerð var fyrir samtökin árið 2007. Þar sögðust 39,4% vera hlynnt aðild og 43,4% vera andvíg aðild. Evran, sem löngum hefur verið tromp aðildarsinna, fær þá útreið í könnun Samtaka iðnaðarins að 45% svarenda sögðust á móti því að Ísland tæki upp evru, en 36,5% sögðust vilja að Ísland tæki upp evru. Iðnaðurinn hefur snúið baki við Samfylkingunni sem stendur einangraðri en nokkru sinni fyrr með ESB-umsókn í höndunum sem þjóðin vill ekki vita af. Eina rökrétta niðurstaðan er að afturkalla umsóknina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Iðnþingi fyrir skemmstu ákallaði starfandi iðnaðarráðherra, Oddný Harðardóttir, þingheim og bað um stuðning við stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Orðrétt sagði Oddný: „Samfylkingin hefur – ein stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi – tekið skýra afstöðu um að stefna skuli að upptöku evru með inngöngu í ESB.“ Forysta Samfylkingarinnar finnur til sívaxandi einangrunar með það stefnumál sitt að Ísland skuli inn í Evrópusambandið. Oddný bað um stuðning við stefnu Samfylkingar með þessum orðum: „Ég kalla hins vegar eftir enn sterkari stuðningi frá aðildarfélögum Samtaka iðnaðarins á þeirri vegferð sem framundan er við að sannfæra íslenska kjósendur um mikilvægi þess að við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru.“ Ákall starfandi iðnaðarráðherra til iðnaðarins er skiljanlegt í ljósi þess að Samtök iðnaðarins hafa löngum stutt Evrópustefnu Samfylkingar þótt áhöld hafi verið um hvort iðnfyrirtækin sjálf og forsvarsmenn þeirra styðji pólitík Samfylkingar. Skömmu eftir Iðnþingið þar sem Oddný auglýsti einangrun Samfylkingar og óskaði eftir stuðningi við að rjúfa einangrunina birtist skoðanakönnun sem tók af öll tvímæli um afstöðu iðnaðarins. Könnunin, sem gerð er af Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins, leiðir í ljós að 68,8% fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til samanburðar er könnun sem gerð var fyrir samtökin árið 2007. Þar sögðust 39,4% vera hlynnt aðild og 43,4% vera andvíg aðild. Evran, sem löngum hefur verið tromp aðildarsinna, fær þá útreið í könnun Samtaka iðnaðarins að 45% svarenda sögðust á móti því að Ísland tæki upp evru, en 36,5% sögðust vilja að Ísland tæki upp evru. Iðnaðurinn hefur snúið baki við Samfylkingunni sem stendur einangraðri en nokkru sinni fyrr með ESB-umsókn í höndunum sem þjóðin vill ekki vita af. Eina rökrétta niðurstaðan er að afturkalla umsóknina.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun