113 Kjaravælubíllinn Fjóla Þorvaldsdóttir og Haraldur F. Gíslason skrifar 1. maí 2012 10:00 Í dag er 1. maí, baráttudagur hvers vinnandi manns, það skín maísól og leikskólakennarar hafa eins og margar aðrar stéttir upplifað erfiða tíma og atvinnuþref undanfarin misseri. Það hentar þeim sem stjórna að flagga mikilvægi leikskólans og því frábæra starfi sem þar fer fram á tyllidögum og rétt fyrir kosningar. Það hentar þeim ekki að benda á að leikskólakennarar eru með lægst launuðu kennurum í OECD löndunum. Það er skammarlegt hversu lítils við Íslendingar metum þau störf sem eru grundvöllurinn að okkar velferðarþjóðfélagi. Störf sem snúa að umönnun, uppeldi og menntun – störf sem hafa manngildið að leiðarljósi og eru gefandi, krefjandi, erfið og fela í sér mikla ábyrgð. Við viðurkennum flest mikilvægi góðra kennara. Samfélag okkar á hins vegar mjög erfitt með að meta þetta mikilvægi til launa. Það virðist líka vera erfitt að ná eyrum þeirra sem hafa raunverulegt vald til að hækka laun kennara. Einnig virðist líka vera erfitt að vita hver í raun og veru hefur valdið. Stundum er kjarabaráttan afgreidd sem kjaravæl. „Kemur kjaravælubíllinn brunandi víú víú". „Sjáið þessa vælandi kennara", segja þeir hrokafullu. „Af hverju fá þeir sér ekki bara almennilega launaða vinnu?" Sumir kennarar gefast upp og fá sér „almennilega launaða vinnu". Leikskólinn hefur ekki efni á því að missa kennara í önnur störf. Samkvæmt lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda eiga 2/3 hlutar starfsfólks í leikskóla að lágmarki að vera með leikskólakennaramenntun. Staðreyndin er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskóla er með leikskólakennaramenntun. Við erum að brjóta lög á hverjum einasta degi. Er það í lagi? Er verið að vinna markvisst að því að uppfylla skilyrði laganna? Eða eru þessi lög bara orðin tóm? Höfum við sem samfélag ekki metnað til að byggja upp framsækið, faglegt og metnaðarfullt skólakerfi? Við gætum leyst þetta vandamál á morgun. Milljón á mánuði í laun og allir vilja vera kennarar. Háskólarnir myndu fyllast af efnilegum kennaranemum. Kröfurnar myndu aukast og gæðin með. Við myndum ekki sætta okkur við neitt nema það besta. Eða hvað? Er þetta kannski ekki svona einfalt? Íslendingar verða að nota kreppuna til þess að læra af henni, hvað er það raunverulega sem skiptir máli, í hverju er framtíð þjóðarinnar falin? Það er ekki nóg að minnast á mikilvægi menntunar á tyllidögum, það verður líka að fylgja því alvara og framkvæmd. Það kostar að mennta þjóðina og þó svo að til megi spara á einhverjum stöðum er mikilvægt að grunnurinn sé í lagi. Í leikskólanum verður ekki sparað meira, leikskólakennarar hafa nú þegar lagt sitt af mörkum til þess að aðstoða samfélagið út úr kreppunni. Í dag er mikilvægt að allir, ekki bara leikskólakennarar, staldri við og hugi að réttindum sínum. Í kjölfar kreppunnar virðist sem víða hafi verið slakað á réttindum launafólks. Launafólk hefur lagt sitt af mörkum til þess að hið opinbera og almennur vinnumarkaður geti unnið sig út úr kreppunni. Það verður ekki alltaf kreppa og því er mikilvægt nú að fara að huga að framtíðinni. Grunnurinn að menntun þjóðarinnar er lagður á leikskólastiginu. Leggjum metnað okkar í að gera gott skólastig enn betra. Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er 1. maí, baráttudagur hvers vinnandi manns, það skín maísól og leikskólakennarar hafa eins og margar aðrar stéttir upplifað erfiða tíma og atvinnuþref undanfarin misseri. Það hentar þeim sem stjórna að flagga mikilvægi leikskólans og því frábæra starfi sem þar fer fram á tyllidögum og rétt fyrir kosningar. Það hentar þeim ekki að benda á að leikskólakennarar eru með lægst launuðu kennurum í OECD löndunum. Það er skammarlegt hversu lítils við Íslendingar metum þau störf sem eru grundvöllurinn að okkar velferðarþjóðfélagi. Störf sem snúa að umönnun, uppeldi og menntun – störf sem hafa manngildið að leiðarljósi og eru gefandi, krefjandi, erfið og fela í sér mikla ábyrgð. Við viðurkennum flest mikilvægi góðra kennara. Samfélag okkar á hins vegar mjög erfitt með að meta þetta mikilvægi til launa. Það virðist líka vera erfitt að ná eyrum þeirra sem hafa raunverulegt vald til að hækka laun kennara. Einnig virðist líka vera erfitt að vita hver í raun og veru hefur valdið. Stundum er kjarabaráttan afgreidd sem kjaravæl. „Kemur kjaravælubíllinn brunandi víú víú". „Sjáið þessa vælandi kennara", segja þeir hrokafullu. „Af hverju fá þeir sér ekki bara almennilega launaða vinnu?" Sumir kennarar gefast upp og fá sér „almennilega launaða vinnu". Leikskólinn hefur ekki efni á því að missa kennara í önnur störf. Samkvæmt lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda eiga 2/3 hlutar starfsfólks í leikskóla að lágmarki að vera með leikskólakennaramenntun. Staðreyndin er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskóla er með leikskólakennaramenntun. Við erum að brjóta lög á hverjum einasta degi. Er það í lagi? Er verið að vinna markvisst að því að uppfylla skilyrði laganna? Eða eru þessi lög bara orðin tóm? Höfum við sem samfélag ekki metnað til að byggja upp framsækið, faglegt og metnaðarfullt skólakerfi? Við gætum leyst þetta vandamál á morgun. Milljón á mánuði í laun og allir vilja vera kennarar. Háskólarnir myndu fyllast af efnilegum kennaranemum. Kröfurnar myndu aukast og gæðin með. Við myndum ekki sætta okkur við neitt nema það besta. Eða hvað? Er þetta kannski ekki svona einfalt? Íslendingar verða að nota kreppuna til þess að læra af henni, hvað er það raunverulega sem skiptir máli, í hverju er framtíð þjóðarinnar falin? Það er ekki nóg að minnast á mikilvægi menntunar á tyllidögum, það verður líka að fylgja því alvara og framkvæmd. Það kostar að mennta þjóðina og þó svo að til megi spara á einhverjum stöðum er mikilvægt að grunnurinn sé í lagi. Í leikskólanum verður ekki sparað meira, leikskólakennarar hafa nú þegar lagt sitt af mörkum til þess að aðstoða samfélagið út úr kreppunni. Í dag er mikilvægt að allir, ekki bara leikskólakennarar, staldri við og hugi að réttindum sínum. Í kjölfar kreppunnar virðist sem víða hafi verið slakað á réttindum launafólks. Launafólk hefur lagt sitt af mörkum til þess að hið opinbera og almennur vinnumarkaður geti unnið sig út úr kreppunni. Það verður ekki alltaf kreppa og því er mikilvægt nú að fara að huga að framtíðinni. Grunnurinn að menntun þjóðarinnar er lagður á leikskólastiginu. Leggjum metnað okkar í að gera gott skólastig enn betra. Til hamingju með daginn.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar