Meistararnir féllu báðir í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2012 06:00 Pepsi-deild kvenna hefur oft verið einvígi tveggja liða eins og í fyrra þegar Valur og Stjarnan börðust um titilinn sem endaði með að Stjörnukonur enduðu fimm ára sigurgöngu Vals og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Sumarið í ár hefur allt til alls til að verða eitt það mest spennandi í manna minnum ef marka má úrslit fyrstu umferðarinnar. Stjörnukonur byrjuðu titilvörnina á tapi á móti Þór/KA fyrir norðan og þetta er aðeins í fjórða skiptið frá 1981 sem Íslandsmeistarar byrja Íslandsmótið árið eftir á tapi og það hafði aldrei hist svo áður að bikarmeistararnir byrjuðu líka á tapi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, viðurkennir það að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Það er ekkert eitt lið sem mun stinga af í sumar og nokkur lið munu berjast um titilinn. Það er svolítið gaman að líta á stöðutöfluna eftir fyrstu umferðina því maður bjóst eiginlega við að hún myndi líta öfugt út. Þetta er mjög gaman því undanfarin ár hafa þetta verið tvö lið og í mesta lagi þrjú lið sem hafa verið að berjast um titilinn," segir Sigurður Ragnar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að Stjarnan skyldi tapa. Ég var búin að sjá Þór/KA í tveimur leikjum á undirbúningstímabilinu og fannst þær slakar í báðum leikjunum. Þær eru að byrja sumarið mjög vel og þetta voru úrslit sem komu mikið á óvart. Ég fór sjálfur til Vestmannaeyja og sá ÍBV og Valur. Vindurinn réð mjög miklu í þeim leik því öll mörkin voru skoruð með vindi. Mér fannst ÍBV vera nokkuð sterkari í leiknum þannig að úrslitin voru sanngjörn," segir Sigurður og bætir við: „Það er komin mikil óvissa í deildina ekki síst fyrst að Þór/KA byrjar svona vel. Það lítur út fyrir mjög spennandi sumar," segir Sigurður Ragnar. Það var ekki nóg með að Íslands- og bikarmeistararnir töpuðu sínum leikjum þá náðu „meistaraefnin" í Breiðabliki ekki að vinna Fylki en Blikakonum var spáð titlinum í spá fyrir mót. „Breiðablik á mikið inni og ég held að þær komi strax sterkar inn í framhaldinu. Þær eru með mjög gott lið og hafa verið að rúlla upp mjög sterkum liðum á undirbúningstímabilinu," segir Sigurður Ragnar. Ef einhver ætti að gleðjast fremur öðrum yfir þróun mála þá er það einmitt landsliðsþjálfarinn. „Vonandi ætla margar stelpur að sýna sig fyrir mér í sumar og ég fagna því. Það er bara jákvætt að breiddin sé að aukast og þessar ungu stelpur sem hafa spilað í deildinni undanfarin ár eru komnir með meiri reynslu og eru bara orðnir mjög góðir leikmenn. Það er ekki hægt að vanmeta þessi lið sem líta kannski veikari út á pappírnum. Við sjáum það á úrslitunum í fyrstu umferðinni að það getur allt gerst," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Önnur umferðin hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur Vals og Selfoss verður í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi en aðrir leikir kvöldsins eru: Fylkir-Stjarnan, Breiðablik-Afturelding og FH-ÍBV. Á morgun mætast síðan KR og Þór/KA en þar mætir Stjörnubaninn Katrín Ásbjörnsdóttir á sinn gamla heimavöll. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Pepsi-deild kvenna hefur oft verið einvígi tveggja liða eins og í fyrra þegar Valur og Stjarnan börðust um titilinn sem endaði með að Stjörnukonur enduðu fimm ára sigurgöngu Vals og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Sumarið í ár hefur allt til alls til að verða eitt það mest spennandi í manna minnum ef marka má úrslit fyrstu umferðarinnar. Stjörnukonur byrjuðu titilvörnina á tapi á móti Þór/KA fyrir norðan og þetta er aðeins í fjórða skiptið frá 1981 sem Íslandsmeistarar byrja Íslandsmótið árið eftir á tapi og það hafði aldrei hist svo áður að bikarmeistararnir byrjuðu líka á tapi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, viðurkennir það að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Það er ekkert eitt lið sem mun stinga af í sumar og nokkur lið munu berjast um titilinn. Það er svolítið gaman að líta á stöðutöfluna eftir fyrstu umferðina því maður bjóst eiginlega við að hún myndi líta öfugt út. Þetta er mjög gaman því undanfarin ár hafa þetta verið tvö lið og í mesta lagi þrjú lið sem hafa verið að berjast um titilinn," segir Sigurður Ragnar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að Stjarnan skyldi tapa. Ég var búin að sjá Þór/KA í tveimur leikjum á undirbúningstímabilinu og fannst þær slakar í báðum leikjunum. Þær eru að byrja sumarið mjög vel og þetta voru úrslit sem komu mikið á óvart. Ég fór sjálfur til Vestmannaeyja og sá ÍBV og Valur. Vindurinn réð mjög miklu í þeim leik því öll mörkin voru skoruð með vindi. Mér fannst ÍBV vera nokkuð sterkari í leiknum þannig að úrslitin voru sanngjörn," segir Sigurður og bætir við: „Það er komin mikil óvissa í deildina ekki síst fyrst að Þór/KA byrjar svona vel. Það lítur út fyrir mjög spennandi sumar," segir Sigurður Ragnar. Það var ekki nóg með að Íslands- og bikarmeistararnir töpuðu sínum leikjum þá náðu „meistaraefnin" í Breiðabliki ekki að vinna Fylki en Blikakonum var spáð titlinum í spá fyrir mót. „Breiðablik á mikið inni og ég held að þær komi strax sterkar inn í framhaldinu. Þær eru með mjög gott lið og hafa verið að rúlla upp mjög sterkum liðum á undirbúningstímabilinu," segir Sigurður Ragnar. Ef einhver ætti að gleðjast fremur öðrum yfir þróun mála þá er það einmitt landsliðsþjálfarinn. „Vonandi ætla margar stelpur að sýna sig fyrir mér í sumar og ég fagna því. Það er bara jákvætt að breiddin sé að aukast og þessar ungu stelpur sem hafa spilað í deildinni undanfarin ár eru komnir með meiri reynslu og eru bara orðnir mjög góðir leikmenn. Það er ekki hægt að vanmeta þessi lið sem líta kannski veikari út á pappírnum. Við sjáum það á úrslitunum í fyrstu umferðinni að það getur allt gerst," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Önnur umferðin hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur Vals og Selfoss verður í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi en aðrir leikir kvöldsins eru: Fylkir-Stjarnan, Breiðablik-Afturelding og FH-ÍBV. Á morgun mætast síðan KR og Þór/KA en þar mætir Stjörnubaninn Katrín Ásbjörnsdóttir á sinn gamla heimavöll.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira