Er vaxtahækkun svarið? Ólafur Margeirsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum." Svo ritaði Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia-háskóla, í greininni „Viðbrögð við verðbólgu" sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 5. maí síðastliðinn. Í greininni segir Jón það „rétt viðbrögð" af hálfu Seðlabankans að hækka vexti sem fyrst í baráttunni við verðbólgu og „hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur." Þessu er erfitt að vera sammála. Ástæðan er einföld: Jón og aðrir sem telja vaxtahækkanir „rétt viðbrögð" við verðbólgu taka í mati sínu ekki til skoðunar hvernig verðbólga er fjármögnuð. Fjármögnun verðbólguSjálfsprottin verðbólga eins og Jón lýsir með orðum sínum sem ég vitna til hér að ofan gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að sjálfsprottin verðbólga eigi sér stað verður að fjármagna slíkar verðlagshækkanir. Tveir vegir eru til slíks: annaðhvort verður það peningamagn sem til staðar er í hagkerfinu að skipta hraðar um hendur eða það verður auka. Augljóslega getur hver króna aðeins skipt ákveðið hratt um hendur en á meðan veltuhraði peninga eykst getur verðlag hækkað án teljandi áhrifa á peningamagn. Fyrr en síðar kemur þó að því að peningamagn í umferð verður, skilyrðislaust, að aukast eigi verðlagshækkanir að vera til frambúðar. 97% af íslensku peningamagni í umferð á rætur að rekja til útlánaveitinga bankakerfisins til fyrirtækja og einstaklinga og þeirrar peningamyndunar sem samtímis á sér stað. Restin af íslensku peningamagni er seðlar og mynt sem Seðlabankinn útvegar. Fjármögnun verðbólgu í dag á rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að útlánamyndun bankakerfisins hefur aukist mjög síðastliðin misseri. Áberandi hluti af þessari útlánamyndun er til kominn vegna nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankanna sem ekki aðeins hafa blásið lífi í frekari spákaupmennsku á fasteignamarkaði, með tilheyrandi hækkunaráhrifum á verðbólgu, heldur útvegað hluta þess aukna peningamagns sem til þurfti svo fjármögnun almennra verðlagshækkana gæti staðist til lengdar. Vaxtahækkun er ekki svariðSvarið við þessu, segja stuðningsmenn vaxtahækkana, er að hækka verðið á peningum svo þorstinn í útlán, þ.e. fjármögnun fjárfestingarverkefna alls konar, verði slökktur. En þorsti er eftir sem áður til staðar þótt verðið á dropanum sé hátt. Og staðreyndin er sú að uppspretta útlána bankakerfisins er ótæmanleg auðlind sem ekki er háð sparnaði í þjóðfélaginu heldur viljanum einum til skuldsetningar með gróðavon í huga. Sú von er aðeins að hluta háð verðinu á peningum, sérstaklega sé um skammtíma „fjárfestingu" að ræða þar sem eign sem þegar er til er keypt með það markmið eitt í huga að selja hana skömmu síðar með hagnaði. Útlán eru nauðsynleg til fjármögnunar fjárfestinga sem kalla á atvinnusköpun. Þau útlán sem í dag eru búin til eru ekki nýtt til slíkra fjárfestinga heldur til spákaupmennsku með eignir sem þegar eru til staðar, s.s. á fasteignamarkaðinum. Hækkun vaxta hefur lítil áhrif á slíkar „fjárfestingar" en hefur hins vegar sterkari áhrif á þær fjárfestingar sem kalla á atvinnusköpun þar eð þær eru iðulega til lengri tíma og óvissan um arðsemi þeirra því meiri. Og það er fjárfestingin sem íslenskt hagkerfi þarf á að halda: fjöldi atvinnulausra er meiri en íbúafjöldi Mosfellsbæjar og Seltjarnarness til samans. Er skynsamlegt að láta vinnuafl slíks mannfjölda fara til spillis vegna þess eins að verðið á peningum skal vera hátt með þá mjög svo óljósu von í huga að það slái á verðbólgu? Að hækka verðið á nýmynduðum peningum, þ.e. útlánum bankakerfisins, er afar ófullkomin og ómarkviss leið að því markmiði að draga úr þeirri nauðsynlegu fjármögnun sem verðlagshækkanir byggjast á. Háir vextir beina fjármagni úr þjóðhagslega hagkvæmum fjárfestingarverkefnum, sem skapa vinnu og verðmæti, í spákaupmennsku með núverandi eignir, sem enga atvinnu né verðmæti skapar, án þess að draga að ráði úr nýmyndun þess fjármagns sem verðlagshækkanir grundvallast á. Afleiðingin er öllum ljós: há verðbólga og mikið atvinnuleysi. Betra en að hækka vexti er að takmarka magn nettó nýmyndaðra útlána bankakerfisins við þann þjóðhagslega sparnað sem kemur fram í formi jafnvægis viðskipta við útlönd; séu þau jákvæð má auka lánveitingar, ellegar draga úr þeim. Sé þessari aðferð beitt má og verður að lækka stýrivexti verulega. Vaxtahækkun er alls ekki svarið við núverandi verðbólguvanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum." Svo ritaði Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia-háskóla, í greininni „Viðbrögð við verðbólgu" sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 5. maí síðastliðinn. Í greininni segir Jón það „rétt viðbrögð" af hálfu Seðlabankans að hækka vexti sem fyrst í baráttunni við verðbólgu og „hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur." Þessu er erfitt að vera sammála. Ástæðan er einföld: Jón og aðrir sem telja vaxtahækkanir „rétt viðbrögð" við verðbólgu taka í mati sínu ekki til skoðunar hvernig verðbólga er fjármögnuð. Fjármögnun verðbólguSjálfsprottin verðbólga eins og Jón lýsir með orðum sínum sem ég vitna til hér að ofan gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að sjálfsprottin verðbólga eigi sér stað verður að fjármagna slíkar verðlagshækkanir. Tveir vegir eru til slíks: annaðhvort verður það peningamagn sem til staðar er í hagkerfinu að skipta hraðar um hendur eða það verður auka. Augljóslega getur hver króna aðeins skipt ákveðið hratt um hendur en á meðan veltuhraði peninga eykst getur verðlag hækkað án teljandi áhrifa á peningamagn. Fyrr en síðar kemur þó að því að peningamagn í umferð verður, skilyrðislaust, að aukast eigi verðlagshækkanir að vera til frambúðar. 97% af íslensku peningamagni í umferð á rætur að rekja til útlánaveitinga bankakerfisins til fyrirtækja og einstaklinga og þeirrar peningamyndunar sem samtímis á sér stað. Restin af íslensku peningamagni er seðlar og mynt sem Seðlabankinn útvegar. Fjármögnun verðbólgu í dag á rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að útlánamyndun bankakerfisins hefur aukist mjög síðastliðin misseri. Áberandi hluti af þessari útlánamyndun er til kominn vegna nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankanna sem ekki aðeins hafa blásið lífi í frekari spákaupmennsku á fasteignamarkaði, með tilheyrandi hækkunaráhrifum á verðbólgu, heldur útvegað hluta þess aukna peningamagns sem til þurfti svo fjármögnun almennra verðlagshækkana gæti staðist til lengdar. Vaxtahækkun er ekki svariðSvarið við þessu, segja stuðningsmenn vaxtahækkana, er að hækka verðið á peningum svo þorstinn í útlán, þ.e. fjármögnun fjárfestingarverkefna alls konar, verði slökktur. En þorsti er eftir sem áður til staðar þótt verðið á dropanum sé hátt. Og staðreyndin er sú að uppspretta útlána bankakerfisins er ótæmanleg auðlind sem ekki er háð sparnaði í þjóðfélaginu heldur viljanum einum til skuldsetningar með gróðavon í huga. Sú von er aðeins að hluta háð verðinu á peningum, sérstaklega sé um skammtíma „fjárfestingu" að ræða þar sem eign sem þegar er til er keypt með það markmið eitt í huga að selja hana skömmu síðar með hagnaði. Útlán eru nauðsynleg til fjármögnunar fjárfestinga sem kalla á atvinnusköpun. Þau útlán sem í dag eru búin til eru ekki nýtt til slíkra fjárfestinga heldur til spákaupmennsku með eignir sem þegar eru til staðar, s.s. á fasteignamarkaðinum. Hækkun vaxta hefur lítil áhrif á slíkar „fjárfestingar" en hefur hins vegar sterkari áhrif á þær fjárfestingar sem kalla á atvinnusköpun þar eð þær eru iðulega til lengri tíma og óvissan um arðsemi þeirra því meiri. Og það er fjárfestingin sem íslenskt hagkerfi þarf á að halda: fjöldi atvinnulausra er meiri en íbúafjöldi Mosfellsbæjar og Seltjarnarness til samans. Er skynsamlegt að láta vinnuafl slíks mannfjölda fara til spillis vegna þess eins að verðið á peningum skal vera hátt með þá mjög svo óljósu von í huga að það slái á verðbólgu? Að hækka verðið á nýmynduðum peningum, þ.e. útlánum bankakerfisins, er afar ófullkomin og ómarkviss leið að því markmiði að draga úr þeirri nauðsynlegu fjármögnun sem verðlagshækkanir byggjast á. Háir vextir beina fjármagni úr þjóðhagslega hagkvæmum fjárfestingarverkefnum, sem skapa vinnu og verðmæti, í spákaupmennsku með núverandi eignir, sem enga atvinnu né verðmæti skapar, án þess að draga að ráði úr nýmyndun þess fjármagns sem verðlagshækkanir grundvallast á. Afleiðingin er öllum ljós: há verðbólga og mikið atvinnuleysi. Betra en að hækka vexti er að takmarka magn nettó nýmyndaðra útlána bankakerfisins við þann þjóðhagslega sparnað sem kemur fram í formi jafnvægis viðskipta við útlönd; séu þau jákvæð má auka lánveitingar, ellegar draga úr þeim. Sé þessari aðferð beitt má og verður að lækka stýrivexti verulega. Vaxtahækkun er alls ekki svarið við núverandi verðbólguvanda.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar