Tökum gestasprettinn Jakob Frímann Magnússon skrifar 5. júní 2012 06:00 Það er gott að fá gesti í heimsókn. Það rekur okkur til hreingerninga og tiltektar. Orðið gestasprettur vísar til þeirra skyndiþrifa sem jafnan eru undanfari gestakomu. Miðborgin er vettvangur tæplega eitt þúsund rekstraraðila og um níu þúsund íbúa. Auk þess sækja tugþúsundir miðborgina heim vikulega, á sumum helgum allt að eitt hundrað þúsund manns, og eru gestir þá iðulega eigi einhamir, í stífu föruneyti Bakkusar konungs. Skrautlegt er jafnan um að litast eftir útihátíðir helganna í miðborginni. Fnæsandi vélsópar gera sitt besta, en það dugir skammt. Það eru að koma gestir!Í ár eigum við von á um 700.000 þúsund erlendum gestum til viðbótar við alla þá innlendu. Flestir þeirra sækja miðborgina heim. Hún er í raun fjölsóttasti og mesti álagsblettur Íslands. Mörgum blöskrar útgangurinn á miðborginni, jafnvel þó vélsóparnir hafi lokið sínu. Nú er mál að taka höndum saman; við heimafólkið að vanda okkur og huga betur að umgengninni og vélsópaverktakarnir að gerast einbeittari og grípa til handkústanna þar sem þörf krefur. Loks þurfa rekstraraðilarnir að sammælast um hreinni torg og fegurri borg því slíkt eykur líkur á endurteknum heimsóknum og blómlegri viðskiptum til langframa. Í nágrannalöndunum er það sjálfsögð og viðtekin venja að rekstraraðilar hefji starfsdaginn á að grípa kústinn og fægiskófluna til að fegra eigin stétt og sitt nánasta umhverfi. Þetta þurfum við að innleiða hér. Gestasprettur í vikulokinNú á föstudaginn 8. júní hefst hreinsunarátakið Gestasprettur. Kústum og fægiskóflum verður með táknrænum hætti dreift meðal rekstraraðila í miðborginni, málningarpenslum þar sem við á. Áður en 700.000 erlendu gestina ber að garði er hvatt til þess að rekstraraðilar og íbúar sameinist í frísklegu hreinsunarátaki með atfylgi Miðborgarinnar okkar og Reykjavíkurborgar. Afraksturinn í formi ruslapoka verður síðan fjarlægður af stéttarbrúnum á laugardag 9. júní, sunnudag 10. júní og mánudag 11. júní. Í kjölfarið ættum við að efna til viðvarandi vitundarvakningar og gera síðan með okkur miðborgarsáttmála er spegli sameiginlega ábyrgð okkar allra á því að standa vörð um hreinleika og reisn miðborgarinnar okkar fögru. Hún er í senn sameign allra Íslendinga og mikilvæg fyrsta vísbending um menningarstig sem blasir við ört fjölgandi gestum okkar. Gleðilegt sumar. Láttu ekki þitt eftir liggja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að fá gesti í heimsókn. Það rekur okkur til hreingerninga og tiltektar. Orðið gestasprettur vísar til þeirra skyndiþrifa sem jafnan eru undanfari gestakomu. Miðborgin er vettvangur tæplega eitt þúsund rekstraraðila og um níu þúsund íbúa. Auk þess sækja tugþúsundir miðborgina heim vikulega, á sumum helgum allt að eitt hundrað þúsund manns, og eru gestir þá iðulega eigi einhamir, í stífu föruneyti Bakkusar konungs. Skrautlegt er jafnan um að litast eftir útihátíðir helganna í miðborginni. Fnæsandi vélsópar gera sitt besta, en það dugir skammt. Það eru að koma gestir!Í ár eigum við von á um 700.000 þúsund erlendum gestum til viðbótar við alla þá innlendu. Flestir þeirra sækja miðborgina heim. Hún er í raun fjölsóttasti og mesti álagsblettur Íslands. Mörgum blöskrar útgangurinn á miðborginni, jafnvel þó vélsóparnir hafi lokið sínu. Nú er mál að taka höndum saman; við heimafólkið að vanda okkur og huga betur að umgengninni og vélsópaverktakarnir að gerast einbeittari og grípa til handkústanna þar sem þörf krefur. Loks þurfa rekstraraðilarnir að sammælast um hreinni torg og fegurri borg því slíkt eykur líkur á endurteknum heimsóknum og blómlegri viðskiptum til langframa. Í nágrannalöndunum er það sjálfsögð og viðtekin venja að rekstraraðilar hefji starfsdaginn á að grípa kústinn og fægiskófluna til að fegra eigin stétt og sitt nánasta umhverfi. Þetta þurfum við að innleiða hér. Gestasprettur í vikulokinNú á föstudaginn 8. júní hefst hreinsunarátakið Gestasprettur. Kústum og fægiskóflum verður með táknrænum hætti dreift meðal rekstraraðila í miðborginni, málningarpenslum þar sem við á. Áður en 700.000 erlendu gestina ber að garði er hvatt til þess að rekstraraðilar og íbúar sameinist í frísklegu hreinsunarátaki með atfylgi Miðborgarinnar okkar og Reykjavíkurborgar. Afraksturinn í formi ruslapoka verður síðan fjarlægður af stéttarbrúnum á laugardag 9. júní, sunnudag 10. júní og mánudag 11. júní. Í kjölfarið ættum við að efna til viðvarandi vitundarvakningar og gera síðan með okkur miðborgarsáttmála er spegli sameiginlega ábyrgð okkar allra á því að standa vörð um hreinleika og reisn miðborgarinnar okkar fögru. Hún er í senn sameign allra Íslendinga og mikilvæg fyrsta vísbending um menningarstig sem blasir við ört fjölgandi gestum okkar. Gleðilegt sumar. Láttu ekki þitt eftir liggja!
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun