Á að fórna Nasa fyrir risahótel? Þóra Andrésdóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað? Tónleikasalur Nasa gegnir stórvægu hlutverki fyrir okkar frábæra tónlistarfólk. Það er enginn tónleikastaður sem er sambærilegur Nasa, andrúmsloftið þar er magnað og stemningin einstök. Nasa hefur verið aðaltónleikastaðurinn fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, sem margir útlendingar sækja. Þetta vita borgarfulltrúar Besta flokksins. Árið 2009 var niðurrifi tónleikasalarins Nasa mótmælt, hvar eru mótmælendur þess núna? Þora þeir ekki styggja Besta flokkinn? Nasa var helsti skemmti-og tónleikastaður Reykvíkinga. Margir hafa skráð sig á „Save NASA: One Of Reykjavík's Most Treasured Concert Halls" undirskriftalista á netinu. Eru ekki nógu mörg hótel þarna allt í kring? Hvar á umferð og aðkoma þessa risahótels að vera, vegna birgðaöflunar, úrgangslosunar og hótelgesta sem eru ýmist að koma eða fara í rútum eða leigubílum? Átti ekki að draga úr umferð á þessu svæði? Á góðviðrisdögum er Austurvöllur þétt setinn og börn á hlaupum. Ingólfstorg er einnig vinsæll samkomustaður. Byggingarframkvæmdir myndu hafa mikið rask í för með sér og trufla mannlífið á þessu svæði. Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Þetta svæði er mjög gamalt. Aðalstræti 10 var hluti af innréttingum Skúla fógeta. Við Vallarstrætið eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík, og svo er það Nasa, gamli kvennaskólinn. Risahótel myndi bera öll þessi litlu, dýrmætu hús ofurliði. Tryggja þarf að öll þessi gömlu hús verði áfram til prýði fyrir borgarbúa og fái að njóta sín til fulls, og myndi fallegan krans eldri timburhúsa. Borgin leggur til fé í samkeppnina um hótel við Ingólfstorg ásamt lóðareiganda. Fimm komust áfram og fengu 2 milljónir hver. Eigandinn situr líka í dómnefnd og getur því kosið það sem hentar honum, en ekki borgarbúum. Hvaða tangarhald hefur eigandinn á borgaryfirvöldum? Af hverju gæta þau frekar hagsmuna eiganda en borgara? Auðvitað þarf að taka vel á móti ferðamönnum, en ekki þurfa öll hótelin vera í Kvosinni. Ég vil taka undir með Eddu Jónasdóttur leiðsögukonu 12.6. sl. Hún veit hvað útlendingar vilja. Tortímum ekki miðborginni, með því að láta gömul hús og opin svæði víkja fyrir risahótelum. Þá um leið minnkum við áhuga ferðamanna á að sækja borgina heim. Það er borgarbragurinn í gamla bænum, saga hans og stemningin, sem bæði Íslendingar og erlendir gestir sækjast eftir. Hún myndast t.d. við ýmsa menningarviðburði, eins og Iceland Airwaves, Menningarnótt og Hönnunarmars, en við eigum ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki. Miðbærinn iðar þá af lífi og sál víðs vegar um þessa fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum, og leyfum þeim ekki að grotna niður. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað? Tónleikasalur Nasa gegnir stórvægu hlutverki fyrir okkar frábæra tónlistarfólk. Það er enginn tónleikastaður sem er sambærilegur Nasa, andrúmsloftið þar er magnað og stemningin einstök. Nasa hefur verið aðaltónleikastaðurinn fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, sem margir útlendingar sækja. Þetta vita borgarfulltrúar Besta flokksins. Árið 2009 var niðurrifi tónleikasalarins Nasa mótmælt, hvar eru mótmælendur þess núna? Þora þeir ekki styggja Besta flokkinn? Nasa var helsti skemmti-og tónleikastaður Reykvíkinga. Margir hafa skráð sig á „Save NASA: One Of Reykjavík's Most Treasured Concert Halls" undirskriftalista á netinu. Eru ekki nógu mörg hótel þarna allt í kring? Hvar á umferð og aðkoma þessa risahótels að vera, vegna birgðaöflunar, úrgangslosunar og hótelgesta sem eru ýmist að koma eða fara í rútum eða leigubílum? Átti ekki að draga úr umferð á þessu svæði? Á góðviðrisdögum er Austurvöllur þétt setinn og börn á hlaupum. Ingólfstorg er einnig vinsæll samkomustaður. Byggingarframkvæmdir myndu hafa mikið rask í för með sér og trufla mannlífið á þessu svæði. Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Þetta svæði er mjög gamalt. Aðalstræti 10 var hluti af innréttingum Skúla fógeta. Við Vallarstrætið eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík, og svo er það Nasa, gamli kvennaskólinn. Risahótel myndi bera öll þessi litlu, dýrmætu hús ofurliði. Tryggja þarf að öll þessi gömlu hús verði áfram til prýði fyrir borgarbúa og fái að njóta sín til fulls, og myndi fallegan krans eldri timburhúsa. Borgin leggur til fé í samkeppnina um hótel við Ingólfstorg ásamt lóðareiganda. Fimm komust áfram og fengu 2 milljónir hver. Eigandinn situr líka í dómnefnd og getur því kosið það sem hentar honum, en ekki borgarbúum. Hvaða tangarhald hefur eigandinn á borgaryfirvöldum? Af hverju gæta þau frekar hagsmuna eiganda en borgara? Auðvitað þarf að taka vel á móti ferðamönnum, en ekki þurfa öll hótelin vera í Kvosinni. Ég vil taka undir með Eddu Jónasdóttur leiðsögukonu 12.6. sl. Hún veit hvað útlendingar vilja. Tortímum ekki miðborginni, með því að láta gömul hús og opin svæði víkja fyrir risahótelum. Þá um leið minnkum við áhuga ferðamanna á að sækja borgina heim. Það er borgarbragurinn í gamla bænum, saga hans og stemningin, sem bæði Íslendingar og erlendir gestir sækjast eftir. Hún myndast t.d. við ýmsa menningarviðburði, eins og Iceland Airwaves, Menningarnótt og Hönnunarmars, en við eigum ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki. Miðbærinn iðar þá af lífi og sál víðs vegar um þessa fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum, og leyfum þeim ekki að grotna niður. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar