Samninga á að virða Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar 16. júlí 2012 06:00 Undanfarin ár hafa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu látið sig mjög varða framkvæmd stjórnvalda á þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram hafa samtökin verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara samninga. Að mati þeirra hefur framkvæmdin öll einkennst af algjöru viljaleysi stjórnvalda til þess að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi – sem er eitt það dýrasta í heimi – og nýta þau tækifæri sem samningar þessir gefa til þess að auka samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Dapurleg er jafnframt sú staðreynd, að ekki er að sjá neinn mun á viljaleysinu hvað þetta varðar á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á Alþingi undanfarin ár. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum. Málum hefur verið beint til Umboðsmanns Alþingis, sem m.a. gaf það álit að framkvæmd úthlutunar tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur stæðist ekki stjórnarskrá. Málum hefur verið vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og nú síðast einnig til dómstóla, en niðurstöðu er að vænta í þeim málum næsta vetur. Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrekað að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórnvöld virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins. Fullyrða má að staðan væri önnur ef um hefði verið að ræða vörn gegn útflutningshagsmunum þjóðarinnar. Þá hefðu stjórnvöld gengið hart fram fyrir skjöldu til varnar, eins og þau hafa margoft gert. Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða. Tilgangur þeirra samninga sem hér um ræðir er að efla alþjóðlega samkeppni með landbúnaðarvörur. Að viðskipti milli landa með þessar vörur geti, að hluta til a.m.k., farið fram án þess að lagðir séu á þær óhæfilegir tollar og gjöld. Þetta er talið mikilvægt til þess að efla almenna hagsæld í heiminum, ekki síst til þess að bæta stöðu hinna vanþróaðri ríkja sem flest byggja afkomu sína á útflutningi landbúnaðarvara. Þetta er einnig talinn einn mikilvægasti liðurinn í því að bæta kaupgetu hins almenna launamanns í okkar heimshluta, en landbúnaðarvörur eru umtalsverður kostnaðarliður í venjulegu heimilishaldi. Það þekkja m.a. íslenskir neytendur vel. Því er ekki að leyna að vegna baráttu sinnar hafa SVÞ mátt sitja undir ásökunum um að ráðast á bændur. Fátt er meira fjarri lagi enda á verslunin í landinu daglega í miklum og góðum viðskiptum við bændur. Hins vegar getur verslunin ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi, kerfi sem bændum er gert að starfa innan og verslunin getur aldrei setið hjá þegar alþjóðasamningar sem auka eiga frjálsræði í viðskiptum eru ítrekað brotnir. Áráttan til forsjárhyggju er ótrúlega lífseig og lífseigust er hún trúlega þegar um viðskipti með landbúnaðarvörur er að ræða. Þar gerast allar breytingar í frjálsræðisátt með hraða snigilsins. Svo mun verða áfram nema fram komi hópur stjórnmálamanna – þvert á flokka – sem hefur kjark til þess að beita sér fyrir breytingum. Breytingum sem stjórnmálamenn hafa hingað til eingöngu stært sig af í ræðu og riti – efndirnar hafa á hinn bóginn engar verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu látið sig mjög varða framkvæmd stjórnvalda á þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram hafa samtökin verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara samninga. Að mati þeirra hefur framkvæmdin öll einkennst af algjöru viljaleysi stjórnvalda til þess að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi – sem er eitt það dýrasta í heimi – og nýta þau tækifæri sem samningar þessir gefa til þess að auka samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Dapurleg er jafnframt sú staðreynd, að ekki er að sjá neinn mun á viljaleysinu hvað þetta varðar á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á Alþingi undanfarin ár. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum. Málum hefur verið beint til Umboðsmanns Alþingis, sem m.a. gaf það álit að framkvæmd úthlutunar tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur stæðist ekki stjórnarskrá. Málum hefur verið vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og nú síðast einnig til dómstóla, en niðurstöðu er að vænta í þeim málum næsta vetur. Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrekað að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórnvöld virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins. Fullyrða má að staðan væri önnur ef um hefði verið að ræða vörn gegn útflutningshagsmunum þjóðarinnar. Þá hefðu stjórnvöld gengið hart fram fyrir skjöldu til varnar, eins og þau hafa margoft gert. Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða. Tilgangur þeirra samninga sem hér um ræðir er að efla alþjóðlega samkeppni með landbúnaðarvörur. Að viðskipti milli landa með þessar vörur geti, að hluta til a.m.k., farið fram án þess að lagðir séu á þær óhæfilegir tollar og gjöld. Þetta er talið mikilvægt til þess að efla almenna hagsæld í heiminum, ekki síst til þess að bæta stöðu hinna vanþróaðri ríkja sem flest byggja afkomu sína á útflutningi landbúnaðarvara. Þetta er einnig talinn einn mikilvægasti liðurinn í því að bæta kaupgetu hins almenna launamanns í okkar heimshluta, en landbúnaðarvörur eru umtalsverður kostnaðarliður í venjulegu heimilishaldi. Það þekkja m.a. íslenskir neytendur vel. Því er ekki að leyna að vegna baráttu sinnar hafa SVÞ mátt sitja undir ásökunum um að ráðast á bændur. Fátt er meira fjarri lagi enda á verslunin í landinu daglega í miklum og góðum viðskiptum við bændur. Hins vegar getur verslunin ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi, kerfi sem bændum er gert að starfa innan og verslunin getur aldrei setið hjá þegar alþjóðasamningar sem auka eiga frjálsræði í viðskiptum eru ítrekað brotnir. Áráttan til forsjárhyggju er ótrúlega lífseig og lífseigust er hún trúlega þegar um viðskipti með landbúnaðarvörur er að ræða. Þar gerast allar breytingar í frjálsræðisátt með hraða snigilsins. Svo mun verða áfram nema fram komi hópur stjórnmálamanna – þvert á flokka – sem hefur kjark til þess að beita sér fyrir breytingum. Breytingum sem stjórnmálamenn hafa hingað til eingöngu stært sig af í ræðu og riti – efndirnar hafa á hinn bóginn engar verið.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun