Um neteinelti Haukur Arnþórsson skrifar 9. ágúst 2012 06:00 Dagana 28.–29. júní sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um einelti á netinu í Sorbonne háskólanum í París. Hún var haldin af samstarfsverkefninu COST Action IS801 Cyberbullying: coping with negative and enhancing positive uses of new technologies, in relationships in educational settings. Það starfar á vegum Evrópusambandsins. Vefslóð þess er https://sites.google.com/site/costis0801/ og á henni má nálgast frekari upplýsingar. Verkefninu er stýrt af Peter K. Smith, prófessor emeritus í sálfræði við Goldsmiths háskólann í London. COST verkefniðVerkefnið fjallar um einelti við uppeldisaðstæður. Einelti á sér þó stað að einhverju leyti hjá öllum aldurshópum. En vissulega eru 11–16 ára börn og unglingar að læra samskipti og prófa hvað þau komast upp með og í þeirra hópi eru afleiðingarnar alvarlegastar. Það var flutningur stríðni frá skólalóðinni út á netið og á farsímana sem var upphaf þessara rannsókna. Netið er öflugur miðill og alvarleiki eineltis breytist mikið með notkun þess og það stendur þá líka yfir í frítíma, um helgar, jafnvel allan sólarhringinn og árásirnar geta tengst nafni þolandans alla ævi. Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins, en fjöldi sjálfsvíga ungra þolenda hefur vakið mikla athygli. Þótt þau megi rekja til eineltis eru þau jafnan skráð á aðrar orsakir. Fram hefur komið að þunglyndi er algeng afleiðing eineltis, en margir líkamlegir kvillar fylgja því líka, enda líðan á líkama og sál oft samtvinnuð. SkilgreiningarVinnuhópur 1 í COST verkefninu lagði á ráðstefnunni fram niðurstöður rannsókna sem m.a. koma fram í greininni Cyberbullying: Labels, behaviours and definition in three European countries sem birtist í Australian Journal of Guidance and Counselling, 20. árg. (2) á árinu 2010. Höfundar eru Nocentini, A. og fleiri. Fram kom að algengustu formin voru að senda meiðandi texta eða skriflegt einelti, meiðandi myndbirting eða myndbirting sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs, sem er sýnilegt einelti, að afla sér persónulegra upplýsinga um hinn einelta eða upplýsingar sem leynt eiga að fara eða að komast yfir netauðkenni hans, sem er innrás í persónulegt líf hans, og að fjarlægja hann úr nethópum, sem er útskúfun. Þetta eru ný eineltisform frá því sem viðgengist hefur á skólalóðinni, nema útskúfun. Við greiningu á neteinelti er miðað við að það hafi verið gert viljandi og sé meiðandi, að það sé endurtekið hvað eftir annað innan ákveðins tímaramma (t.d. viku), að valdaójafnvægi sé til staðar þannig að hinn einelti viti ekki hvernig hann eigi að verja sig og að nafnleysi og opinberri birtingu hafi verið beitt. Í rannsókn sem tók saman niðurstöður margra fræðigreina kom fram að meiðandi vilji væri nánast alltaf til staðar. Hins vegar eru endurteknar árásir sjaldgæfari eða í um 60% tilfella. Valdaójafnvægi var í tæplega 30% tilvika. Í sömu rannsókn kom fram að farsímar og snjallsímar væru mest notaðir til eineltis, en notkun hreyfimynda fer vaxandi. Birtingar á YouTube eru þannig mikið til umræðu í Bandaríkjunum, en þær þykja verulega meiðandi og eru stundum kynferðislegs eðlis. Aukin umræðaVaxandi meðvitund og rannsóknir hafa aukið skilning á málefninu. Athyglin beinist sífellt meira að gerandanum, en í upphafi beindist hún að þolandanum, að veikleikum hans og hvort hann hefði einkenni sem kölluðu á hjálp. Þessi umskipti eru afar mikilvæg, en til þessa hafa þolendur hrökklast úr skólum vegna eineltis, en reikna má með því að í framtíðinni verði gerendur látnir fara. Í Ástralíu eru í gildi lög sem banna einelti. Foreldrar koma með farsíma og tölvur til lögreglu sem sönnunargögn og kærur eru lagðar fram. En margir sálfræðingar eru andvígir því að unglingar komist á sakaskrá vegna neteineltis sem þeir telja að sé uppeldislegt verkefni foreldra og skóla. Þar í álfu er í gangi rannsókn sem á að skýra frekar mögulegt hlutverk lagasetningar í eineltismálum. NiðurlagCOST verkefnið hefur staðið yfir í tæp fjögur ár og er að nálgast endalok sín. Mikilli þekkingu hefur verið safnað saman á vegum þess og nú er verið að kynna hana og koma henni í búning fyrir almenning og fræðimenn. Evrópusambandið hefur sýnt þessum málum áhuga og stjórnvöld hér á landi takast á við þau á margan hátt. Mikilvægt er að hefja rannsóknir á neteinelti hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Dagana 28.–29. júní sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um einelti á netinu í Sorbonne háskólanum í París. Hún var haldin af samstarfsverkefninu COST Action IS801 Cyberbullying: coping with negative and enhancing positive uses of new technologies, in relationships in educational settings. Það starfar á vegum Evrópusambandsins. Vefslóð þess er https://sites.google.com/site/costis0801/ og á henni má nálgast frekari upplýsingar. Verkefninu er stýrt af Peter K. Smith, prófessor emeritus í sálfræði við Goldsmiths háskólann í London. COST verkefniðVerkefnið fjallar um einelti við uppeldisaðstæður. Einelti á sér þó stað að einhverju leyti hjá öllum aldurshópum. En vissulega eru 11–16 ára börn og unglingar að læra samskipti og prófa hvað þau komast upp með og í þeirra hópi eru afleiðingarnar alvarlegastar. Það var flutningur stríðni frá skólalóðinni út á netið og á farsímana sem var upphaf þessara rannsókna. Netið er öflugur miðill og alvarleiki eineltis breytist mikið með notkun þess og það stendur þá líka yfir í frítíma, um helgar, jafnvel allan sólarhringinn og árásirnar geta tengst nafni þolandans alla ævi. Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins, en fjöldi sjálfsvíga ungra þolenda hefur vakið mikla athygli. Þótt þau megi rekja til eineltis eru þau jafnan skráð á aðrar orsakir. Fram hefur komið að þunglyndi er algeng afleiðing eineltis, en margir líkamlegir kvillar fylgja því líka, enda líðan á líkama og sál oft samtvinnuð. SkilgreiningarVinnuhópur 1 í COST verkefninu lagði á ráðstefnunni fram niðurstöður rannsókna sem m.a. koma fram í greininni Cyberbullying: Labels, behaviours and definition in three European countries sem birtist í Australian Journal of Guidance and Counselling, 20. árg. (2) á árinu 2010. Höfundar eru Nocentini, A. og fleiri. Fram kom að algengustu formin voru að senda meiðandi texta eða skriflegt einelti, meiðandi myndbirting eða myndbirting sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs, sem er sýnilegt einelti, að afla sér persónulegra upplýsinga um hinn einelta eða upplýsingar sem leynt eiga að fara eða að komast yfir netauðkenni hans, sem er innrás í persónulegt líf hans, og að fjarlægja hann úr nethópum, sem er útskúfun. Þetta eru ný eineltisform frá því sem viðgengist hefur á skólalóðinni, nema útskúfun. Við greiningu á neteinelti er miðað við að það hafi verið gert viljandi og sé meiðandi, að það sé endurtekið hvað eftir annað innan ákveðins tímaramma (t.d. viku), að valdaójafnvægi sé til staðar þannig að hinn einelti viti ekki hvernig hann eigi að verja sig og að nafnleysi og opinberri birtingu hafi verið beitt. Í rannsókn sem tók saman niðurstöður margra fræðigreina kom fram að meiðandi vilji væri nánast alltaf til staðar. Hins vegar eru endurteknar árásir sjaldgæfari eða í um 60% tilfella. Valdaójafnvægi var í tæplega 30% tilvika. Í sömu rannsókn kom fram að farsímar og snjallsímar væru mest notaðir til eineltis, en notkun hreyfimynda fer vaxandi. Birtingar á YouTube eru þannig mikið til umræðu í Bandaríkjunum, en þær þykja verulega meiðandi og eru stundum kynferðislegs eðlis. Aukin umræðaVaxandi meðvitund og rannsóknir hafa aukið skilning á málefninu. Athyglin beinist sífellt meira að gerandanum, en í upphafi beindist hún að þolandanum, að veikleikum hans og hvort hann hefði einkenni sem kölluðu á hjálp. Þessi umskipti eru afar mikilvæg, en til þessa hafa þolendur hrökklast úr skólum vegna eineltis, en reikna má með því að í framtíðinni verði gerendur látnir fara. Í Ástralíu eru í gildi lög sem banna einelti. Foreldrar koma með farsíma og tölvur til lögreglu sem sönnunargögn og kærur eru lagðar fram. En margir sálfræðingar eru andvígir því að unglingar komist á sakaskrá vegna neteineltis sem þeir telja að sé uppeldislegt verkefni foreldra og skóla. Þar í álfu er í gangi rannsókn sem á að skýra frekar mögulegt hlutverk lagasetningar í eineltismálum. NiðurlagCOST verkefnið hefur staðið yfir í tæp fjögur ár og er að nálgast endalok sín. Mikilli þekkingu hefur verið safnað saman á vegum þess og nú er verið að kynna hana og koma henni í búning fyrir almenning og fræðimenn. Evrópusambandið hefur sýnt þessum málum áhuga og stjórnvöld hér á landi takast á við þau á margan hátt. Mikilvægt er að hefja rannsóknir á neteinelti hér á landi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun