Skuldakreppan skekur evrulöndin 15. ágúst 2012 11:00 Margir binda vonir við að Seðlabanki Evrópu ýti undir hagvöxt á evrusvæðinu á næstunni.NordicPhotos/AFP Hagkerfi evrusvæðisins dróst saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við þann fyrsta. Örlítið meiri kraftur var í þýska og franska hagkerfinu en búist hafði verið við en landsframleiðsla í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Finnlandi dróst nokkuð saman. Rétt eins og á evrusvæðinu dróst hagkerfi Evrópusambandsins (ESB) saman um 0,2% miðað við ársfjórðunginn á undan. Þátttakendur í evrunni eru sautján af 27 ríkjum ESB. Þetta leiða bráðabirgðatölur Eurostat, hagstofu ESB, í ljós. Til samanburðar var 0,4% hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi og á sama tímabili var 0,3% hagvöxtur í Japan. Hagstofa Íslands mun í september birta tölur yfir landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Aukin fjárfesting og einkaneysla voru aflvakar hagvaxtarins í Þýskalandi sem mældist 0,3% á öðrum ársfjórðungi en spár höfðu bent til 0,1% vaxtar. Búist hafði verið við samdrætti í Frakklandi á ársfjórðungnum en í reynd stóð stærð hagkerfisins í stað. Þá var 0,2% hagvöxtur í Hollandi sem var jafnframt nokkru meira en spár höfðu gert ráð fyrir. Þrátt fyrir meiri þrótt í hagkerfum Þýskalands, Frakklands og Hollands telja sumir hagfræðingar nýju hagtölurnar benda til þess að skuldakreppan í Suður-Evrópu sé að læsa klónum í sum ríkja Norður-Evrópu. Til marks um það skrapp finnska hagkerfið saman um 1,0% á öðrum ársfjórðungi. Niðursveiflan í Grikklandi sýnir enn ekki merki þess að vera að ganga niður en þar í landi mældist samdráttur 6,2% á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi. Þá var neikvæður hagvöxtur á Ítalíu og á Spáni upp á 2,5% og 1,0% á ársgrundvelli í hvoru landinu fyrir sig.- mþl Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hagkerfi evrusvæðisins dróst saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við þann fyrsta. Örlítið meiri kraftur var í þýska og franska hagkerfinu en búist hafði verið við en landsframleiðsla í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Finnlandi dróst nokkuð saman. Rétt eins og á evrusvæðinu dróst hagkerfi Evrópusambandsins (ESB) saman um 0,2% miðað við ársfjórðunginn á undan. Þátttakendur í evrunni eru sautján af 27 ríkjum ESB. Þetta leiða bráðabirgðatölur Eurostat, hagstofu ESB, í ljós. Til samanburðar var 0,4% hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi og á sama tímabili var 0,3% hagvöxtur í Japan. Hagstofa Íslands mun í september birta tölur yfir landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Aukin fjárfesting og einkaneysla voru aflvakar hagvaxtarins í Þýskalandi sem mældist 0,3% á öðrum ársfjórðungi en spár höfðu bent til 0,1% vaxtar. Búist hafði verið við samdrætti í Frakklandi á ársfjórðungnum en í reynd stóð stærð hagkerfisins í stað. Þá var 0,2% hagvöxtur í Hollandi sem var jafnframt nokkru meira en spár höfðu gert ráð fyrir. Þrátt fyrir meiri þrótt í hagkerfum Þýskalands, Frakklands og Hollands telja sumir hagfræðingar nýju hagtölurnar benda til þess að skuldakreppan í Suður-Evrópu sé að læsa klónum í sum ríkja Norður-Evrópu. Til marks um það skrapp finnska hagkerfið saman um 1,0% á öðrum ársfjórðungi. Niðursveiflan í Grikklandi sýnir enn ekki merki þess að vera að ganga niður en þar í landi mældist samdráttur 6,2% á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi. Þá var neikvæður hagvöxtur á Ítalíu og á Spáni upp á 2,5% og 1,0% á ársgrundvelli í hvoru landinu fyrir sig.- mþl
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira