Nýtt nafn ritað á bikarinn í dag? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2012 08:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni, og Valskonan Rakel Logadóttir með bikarinn góða. Mynd/Valli Tvö lið með ólíka sögu munu í dag mætast í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum. Annars vegar Valur, sigursælasta lið frá upphafi í sögu keppninnar, og ríkjandi Íslandsmeistari Stjörnunnar sem hefur aldrei unnið bikarinn áður. „Þetta kemur ekki til með að skipta nokkru máli," segir Rakel Logadóttir, leikmaður og einn fyrirliða Vals, um sögu þessara tveggja liða. „Hvað okkur varðar skiptir sá fjöldi titla sem Valur hefur unnið í gegnum tíðina engu máli í dag. Við erum með nýtt og gjörbreytt lið frá síðustu árum og erum að skapa okkar eigin hefð." Valur er sem stendur í fjórða sæti Pepsi-deildar kvenna með 27 stig en Stjarnan er í því öðru með 32 stig – sex á eftir toppliði Þórs/KA. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir þó Stjörnuna ekki sigurstranglega liðið í leiknum í dag, þrátt fyrir að vera ofar í stigatöflunni. „Bæði þessi lið eru með sterkan leikmannahóp en Valur er með hefðina með sér og hafa oft komið í þennan leik áður. Þetta eru tvö jöfn lið og ég á von á skemmtilegum leik," segir hún. Lykilleikmenn farnirValskonur hafa verið á miklu skriði að undanförnu og ekki tapað leik síðan 9. júlí. Síðan þá hafa þær spilað átta leiki og unnið sex þeirra, þar með talið Stjörnuna og ÍBV, auk þess sem liðið gerði jafntefli við Þór/KA. „Spilamennska okkar hefur verið góð og ég er sátt við hana. Við höfum lært mikið í sumar og bætt okkur eftir því sem liðið hefur á það," segir Rakel en Valur hefur þó misst nokkra lykilleikmenn síðustu dagana. Danska landsliðskonan Johanna Rasmussen er aftur farin til síns liðs í Svíþjóð og þær Dagný Brynjarsdóttir og Telma Björk Einarsdóttir eru báðar farnar til Bandaríkjanna í nám. „Þetta hefur verið smá púsluspil hjá okkur en nú fá ungir leikmenn dýrmæta reynslu – sérstaklega af þessum leik," segir Rakel. Mikið bras á varnarlínunniAðeins fimm félög hafa unnið bikarkeppni kvenna síðan hún fór fyrst fram árið 1981. Stjarnan getur bæst í þann hóp í dag en það hafa þó einnig verið vandræði með leikmannahóp liðsins að undanförnu. „Það hefur verið mikið bras á öftustu línunni okkar," segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. Anna María Baldursdóttir fékk rautt spjald í leik liðsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. Þá hafa meiðsli einnig sett strik í reikninginn, auk þess sem Eyrún Guðmundsdóttir getur ekki spilað þar sem hún er barnshafandi. „Það er því ekki alveg klárt hvernig byrjunarliðið verður. En ég er með góðan hóp og við verðum með sterkt byrjunarlið eins og í öllum leikjum." Valur spilar besta fótboltannÞorlákur á von á að mæta sterku liði Vals í dag. „Valur hefur spilað besta fótboltann í deildinni í sumar og er bæði tæknilega sterkt lið og skemmtilegt. Þetta verður spennandi verkefni og við þurfum að spila vel til að vinna þær." Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Upphitun hefst hálftíma fyrr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Tvö lið með ólíka sögu munu í dag mætast í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum. Annars vegar Valur, sigursælasta lið frá upphafi í sögu keppninnar, og ríkjandi Íslandsmeistari Stjörnunnar sem hefur aldrei unnið bikarinn áður. „Þetta kemur ekki til með að skipta nokkru máli," segir Rakel Logadóttir, leikmaður og einn fyrirliða Vals, um sögu þessara tveggja liða. „Hvað okkur varðar skiptir sá fjöldi titla sem Valur hefur unnið í gegnum tíðina engu máli í dag. Við erum með nýtt og gjörbreytt lið frá síðustu árum og erum að skapa okkar eigin hefð." Valur er sem stendur í fjórða sæti Pepsi-deildar kvenna með 27 stig en Stjarnan er í því öðru með 32 stig – sex á eftir toppliði Þórs/KA. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir þó Stjörnuna ekki sigurstranglega liðið í leiknum í dag, þrátt fyrir að vera ofar í stigatöflunni. „Bæði þessi lið eru með sterkan leikmannahóp en Valur er með hefðina með sér og hafa oft komið í þennan leik áður. Þetta eru tvö jöfn lið og ég á von á skemmtilegum leik," segir hún. Lykilleikmenn farnirValskonur hafa verið á miklu skriði að undanförnu og ekki tapað leik síðan 9. júlí. Síðan þá hafa þær spilað átta leiki og unnið sex þeirra, þar með talið Stjörnuna og ÍBV, auk þess sem liðið gerði jafntefli við Þór/KA. „Spilamennska okkar hefur verið góð og ég er sátt við hana. Við höfum lært mikið í sumar og bætt okkur eftir því sem liðið hefur á það," segir Rakel en Valur hefur þó misst nokkra lykilleikmenn síðustu dagana. Danska landsliðskonan Johanna Rasmussen er aftur farin til síns liðs í Svíþjóð og þær Dagný Brynjarsdóttir og Telma Björk Einarsdóttir eru báðar farnar til Bandaríkjanna í nám. „Þetta hefur verið smá púsluspil hjá okkur en nú fá ungir leikmenn dýrmæta reynslu – sérstaklega af þessum leik," segir Rakel. Mikið bras á varnarlínunniAðeins fimm félög hafa unnið bikarkeppni kvenna síðan hún fór fyrst fram árið 1981. Stjarnan getur bæst í þann hóp í dag en það hafa þó einnig verið vandræði með leikmannahóp liðsins að undanförnu. „Það hefur verið mikið bras á öftustu línunni okkar," segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. Anna María Baldursdóttir fékk rautt spjald í leik liðsins gegn Breiðabliki á þriðjudaginn. Þá hafa meiðsli einnig sett strik í reikninginn, auk þess sem Eyrún Guðmundsdóttir getur ekki spilað þar sem hún er barnshafandi. „Það er því ekki alveg klárt hvernig byrjunarliðið verður. En ég er með góðan hóp og við verðum með sterkt byrjunarlið eins og í öllum leikjum." Valur spilar besta fótboltannÞorlákur á von á að mæta sterku liði Vals í dag. „Valur hefur spilað besta fótboltann í deildinni í sumar og er bæði tæknilega sterkt lið og skemmtilegt. Þetta verður spennandi verkefni og við þurfum að spila vel til að vinna þær." Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Upphitun hefst hálftíma fyrr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira