Leiðarahöfundur fari rétt með Ögmundur Jónasson skrifar 3. september 2012 06:00 Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, vitnar í gamlar þingræður mínar um jafnréttismál í leiðara föstudaginn 31. ágúst. Það þykir mér ágætt. Enda fagna ég umræðu um jafnréttismál og mun gera mitt til að framhald verði á þeirri umræðu sem nú fer fram um þau. Mikilvægt er að menn séu látnir njóta sannmælis og ummæli þeirra sett í rétt samhengi. Það gerir ritstjóri Fréttablaðsins ekki í umræddum leiðara sínum. Hann gerir tvær þingræður mínar að umfjöllunarefni. Hér ætla ég að fjalla um fyrri tilvitnun hans. Ekki verður annað séð en leiðarahöfundur vilji gera því skóna að í þingumræðu 15. apríl árið 2004 hafi ég verið að gagnrýna nýafstaðna ráðningu þáverandi dómsmálaráðherra. Í leiðaranum segir: ?Þannig sagði Ögmundur í þingræðu 15. apríl 2004, rétt eftir að kærunefndin hafði komizt að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög: ?Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstvirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu.? Samhengi ummæla minna var allt annað en þetta. Þennan dag fór fram umræða um jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Umræðan spannst á þann veg að Jóhanna Sigurðardóttir vísaði til þess að í Svíþjóð settust ráðherrar á skólabekk til að fræðast um jafnréttismál. Þetta tók þáverandi félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, upp í andsvari og mæltist honum svo: ?Hæstv. forseti. Mér finnst það ágæt hugmynd hjá hv. þm. að Alþingi verði með einhverjum hætti gerð grein fyrir þeirri úttekt sem við ræðum hér um að fari fram á miðju tímabilinu. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði, hvort sem það verður í sölum Alþingis eða gagnvart félmn. Hv. þm. vitnaði líka til aðferða Svía við að uppfræða ráðherra í ríkisstjórn um aðferðafræði og gildi jafnréttishugsjónar. Hv. þm. hefur sjálfsagt eins og ég átt samtöl við fyrrum ráðherra jafnréttismála Svía, Margaretu Winberg. Hún lýsti því með mjög skemmtilegum hætti í fyrirlestri í Norræna húsinu sl. haust, hæstv. forseti, hvernig hún nánast í líkingamáli tók ráðherrana á hné sér og las þeim pistilinn. Kannski er það eitthvað sem við ættum að velta fyrir okkur í samfélagi okkar, hæstv. forseti, þ.e. að hefja þá fræðslu sem hér er um rætt upp á hæstu stig. Ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að hafa verulega í huga, þ.e. uppfræðsla og umræða, og það er einmitt þess vegna sem ég, hæstv. forseti, sagði í inngangsræðu minni að ég fagnaði þeirri umræðu sem hefði átt sér stað um jafnréttismál á undanförnum dögum, vikum og mánuðum.? Næstur á mælendaskrá var undirritaður og mælti ég svo: ?Hæstv. forseti. Þessi umræða er að verða nokkuð spennandi. Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstv. félmrh. sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu. Ef við víkjum að þessari þáltill. þá kemur fram í greinargerð með henni að samkvæmt lögum frá árinu 2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, beri félmrh. að leggja fram jafnréttisáætlun til fjögurra ára í senn. Það er hún sem hér er til umfjöllunar?? Síðan fjallaði ræða mín um jafnréttisáætlun og hvaða leiðir mætti fara til að ná jafnrétti kynjanna einkum á vinnumarkaði. Það er því rangt að gera því skóna að samhengið hafi verið umfjöllun um tiltekna ráðningu til starfs. En hvað fræðsluna áhrærir er ég enn þeirrar skoðunar að umræða og fræðsla um jafnréttismál sé eftirsóknarverð. Telji einhver mig sérstaklega tornæman í þessum efnum, þá tek ég gjarnan á móti upplýsingum og fræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, vitnar í gamlar þingræður mínar um jafnréttismál í leiðara föstudaginn 31. ágúst. Það þykir mér ágætt. Enda fagna ég umræðu um jafnréttismál og mun gera mitt til að framhald verði á þeirri umræðu sem nú fer fram um þau. Mikilvægt er að menn séu látnir njóta sannmælis og ummæli þeirra sett í rétt samhengi. Það gerir ritstjóri Fréttablaðsins ekki í umræddum leiðara sínum. Hann gerir tvær þingræður mínar að umfjöllunarefni. Hér ætla ég að fjalla um fyrri tilvitnun hans. Ekki verður annað séð en leiðarahöfundur vilji gera því skóna að í þingumræðu 15. apríl árið 2004 hafi ég verið að gagnrýna nýafstaðna ráðningu þáverandi dómsmálaráðherra. Í leiðaranum segir: ?Þannig sagði Ögmundur í þingræðu 15. apríl 2004, rétt eftir að kærunefndin hafði komizt að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög: ?Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstvirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu.? Samhengi ummæla minna var allt annað en þetta. Þennan dag fór fram umræða um jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Umræðan spannst á þann veg að Jóhanna Sigurðardóttir vísaði til þess að í Svíþjóð settust ráðherrar á skólabekk til að fræðast um jafnréttismál. Þetta tók þáverandi félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, upp í andsvari og mæltist honum svo: ?Hæstv. forseti. Mér finnst það ágæt hugmynd hjá hv. þm. að Alþingi verði með einhverjum hætti gerð grein fyrir þeirri úttekt sem við ræðum hér um að fari fram á miðju tímabilinu. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði, hvort sem það verður í sölum Alþingis eða gagnvart félmn. Hv. þm. vitnaði líka til aðferða Svía við að uppfræða ráðherra í ríkisstjórn um aðferðafræði og gildi jafnréttishugsjónar. Hv. þm. hefur sjálfsagt eins og ég átt samtöl við fyrrum ráðherra jafnréttismála Svía, Margaretu Winberg. Hún lýsti því með mjög skemmtilegum hætti í fyrirlestri í Norræna húsinu sl. haust, hæstv. forseti, hvernig hún nánast í líkingamáli tók ráðherrana á hné sér og las þeim pistilinn. Kannski er það eitthvað sem við ættum að velta fyrir okkur í samfélagi okkar, hæstv. forseti, þ.e. að hefja þá fræðslu sem hér er um rætt upp á hæstu stig. Ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að hafa verulega í huga, þ.e. uppfræðsla og umræða, og það er einmitt þess vegna sem ég, hæstv. forseti, sagði í inngangsræðu minni að ég fagnaði þeirri umræðu sem hefði átt sér stað um jafnréttismál á undanförnum dögum, vikum og mánuðum.? Næstur á mælendaskrá var undirritaður og mælti ég svo: ?Hæstv. forseti. Þessi umræða er að verða nokkuð spennandi. Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstv. félmrh. sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu. Ef við víkjum að þessari þáltill. þá kemur fram í greinargerð með henni að samkvæmt lögum frá árinu 2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, beri félmrh. að leggja fram jafnréttisáætlun til fjögurra ára í senn. Það er hún sem hér er til umfjöllunar?? Síðan fjallaði ræða mín um jafnréttisáætlun og hvaða leiðir mætti fara til að ná jafnrétti kynjanna einkum á vinnumarkaði. Það er því rangt að gera því skóna að samhengið hafi verið umfjöllun um tiltekna ráðningu til starfs. En hvað fræðsluna áhrærir er ég enn þeirrar skoðunar að umræða og fræðsla um jafnréttismál sé eftirsóknarverð. Telji einhver mig sérstaklega tornæman í þessum efnum, þá tek ég gjarnan á móti upplýsingum og fræðslu.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun