Ógnarhernaður gegn almenningi 26. september 2012 02:00 Ómannað árásarflugfar Bandaríkjaher hefur í auknum mæli notað flugtæki af þessu tagi í Pakistan, Jemen og Sómalíu.nordicphotos/AFP Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Tilgangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur. Tveir hópar fræðimanna við bandaríska háskóla segja Bandaríkjastjórn ekki segja sannleikann um þann skaða sem þessar árásir valda. „Bandarískir stjórnmálamenn og bandarískur almenningur geta ekki haldið áfram að hunsa vísbendingar um þann skaða, sem almenningur verður fyrir, og þau þveröfugu áhrif sem þessi hnitmiðuðu mannvíg og skotflaugaárásir hafa í Pakistan," segir í nýútkominni skýrslu fræðimannanna, sem starfa við lögfræðideildir háskólanna í Stanford og New York. Eftir níu mánaða rannsóknir, sem gerðar voru bæði á vettvangi í Pakistan og með viðtölum við fórnarlömb, vitni og sérfræðinga, segja fræðimennirnir engan vafa leika á því að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið á síðustu árum, þar á meðal 176 börn. Þótt árásirnar hafi að öllum líkindum kostað fleiri hryðjuverkamenn lífið en saklausa borgara, þá eru háttsettir liðsmenn hryðjuverkasamtaka einungis lítið brot af þeim sem látist hafa. Að minnsta kosti er fátt sem styður fullyrðingar bandarískra stjórnvalda um að ómönnuðu flugförin séu nákvæm og örugg eða að þau bæti öryggi Bandaríkjamanna með einhverjum hætti. Þvert á móti bendi flest til að andstaða almennings við Bandaríkin hafi vaxið og staða hryðjuverkamanna jafnvel styrkst. Þar að auki séu þessi ómönnuðu flugför stöðug ógn í lífi almennings á þeim svæðum í Pakistan þar sem þau eru notuð. „Tilvist þeirra skelfir karla, konur og börn, vekur kvíða og veldur sálrænum áföllum í samfélagi almennra borgara," segir í skýrslunni. „Þau sem búa undir skotflaugunum hafa stöðugar áhyggjur af því að hvenær sem er megi búast við mannskæðri árás, og gera sér grein fyrir því að þau hafa enga möguleika til að verjast." gudsteinn@frettabladinu.is Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Tilgangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur. Tveir hópar fræðimanna við bandaríska háskóla segja Bandaríkjastjórn ekki segja sannleikann um þann skaða sem þessar árásir valda. „Bandarískir stjórnmálamenn og bandarískur almenningur geta ekki haldið áfram að hunsa vísbendingar um þann skaða, sem almenningur verður fyrir, og þau þveröfugu áhrif sem þessi hnitmiðuðu mannvíg og skotflaugaárásir hafa í Pakistan," segir í nýútkominni skýrslu fræðimannanna, sem starfa við lögfræðideildir háskólanna í Stanford og New York. Eftir níu mánaða rannsóknir, sem gerðar voru bæði á vettvangi í Pakistan og með viðtölum við fórnarlömb, vitni og sérfræðinga, segja fræðimennirnir engan vafa leika á því að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið á síðustu árum, þar á meðal 176 börn. Þótt árásirnar hafi að öllum líkindum kostað fleiri hryðjuverkamenn lífið en saklausa borgara, þá eru háttsettir liðsmenn hryðjuverkasamtaka einungis lítið brot af þeim sem látist hafa. Að minnsta kosti er fátt sem styður fullyrðingar bandarískra stjórnvalda um að ómönnuðu flugförin séu nákvæm og örugg eða að þau bæti öryggi Bandaríkjamanna með einhverjum hætti. Þvert á móti bendi flest til að andstaða almennings við Bandaríkin hafi vaxið og staða hryðjuverkamanna jafnvel styrkst. Þar að auki séu þessi ómönnuðu flugför stöðug ógn í lífi almennings á þeim svæðum í Pakistan þar sem þau eru notuð. „Tilvist þeirra skelfir karla, konur og börn, vekur kvíða og veldur sálrænum áföllum í samfélagi almennra borgara," segir í skýrslunni. „Þau sem búa undir skotflaugunum hafa stöðugar áhyggjur af því að hvenær sem er megi búast við mannskæðri árás, og gera sér grein fyrir því að þau hafa enga möguleika til að verjast." gudsteinn@frettabladinu.is
Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira