Aðhaldi mótmælt í Aþenu 27. september 2012 00:00 Átök í Aþenu Gríska lögreglan þurfti meðal annars að verjast eldsprengjum.nordicphotos/AFP Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna. Kvöldið áður hafði spænska lögreglan notað bæði táragas og gúmmíkúlur á mótmælendur í Madríd. Tugir manna særðust og tugir manna voru handteknir. Um 50 þúsund manns mættu á mótmælafundinn í Aþenu í gær í tengslum við allsherjarverkfall, sem lamaði atvinnulíf landsins að mestu. Skólum var lokað, samgöngur lágu niðri og flest þjónustufyrirtæki voru lokuð. Þetta er fyrsta allsherjarverkfallið í Grikklandi frá því ríkisstjórn Antonis Samaras tók við í sumar. Stöðug mótmæli hafa hins vegar verið undanfarnar vikur gegn aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar, sem reynir að skera grimmilega niður ríkisútgjöldin til að geta greitt niður skuldirnar. Á Ítalíu hefur einnig verið boðað til verkfalla næstu daga. Almenningur í þessum skuldugu evrulöndum sættir sig illa við aðhaldsaðgerðirnar, þótt stjórnvöld sjái sér ekki annað fært en að skera niður. „Berjist nú, fólk, þeir eru að drekka í sig blóðið úr ykkur," hrópuðu mótmælendur í Aþenu í gær og börðu trommur með. Í Grikklandi virðist stjórnin loks hafa komið sér saman um sparnaðarpakka upp á 11,5 milljarða evra, en óvíst er hvort þriggja manna sendinefnd Evrópusambandsins, seðlabanka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur útreikningana að baki nógu trausta. Sendinefndin hefur frestað því þangað til í næsta mánuði að leggja endanlegt mat á það hvort aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar standist þær kröfur sem ESB og AGS hafa gert að skilyrði fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Á Spáni er búist við því að stjórnin kynni í dag nýjar sparnaðaraðgerðir, þegar fjárlagafrumvarp næsta árs verður birt. Á morgun verða síðan birtar niðurstöður álagsprófs spænsku bankanna, og þá kemur í ljós hve mikið af 100 milljarða láni stjórnarinnar þarf að fara til að hjálpa bönkunum. Bæði á Spáni og í Grikklandi er samdráttur að aukast, sem gerir stjórninni æ erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum í ríkisfjármálum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna. Kvöldið áður hafði spænska lögreglan notað bæði táragas og gúmmíkúlur á mótmælendur í Madríd. Tugir manna særðust og tugir manna voru handteknir. Um 50 þúsund manns mættu á mótmælafundinn í Aþenu í gær í tengslum við allsherjarverkfall, sem lamaði atvinnulíf landsins að mestu. Skólum var lokað, samgöngur lágu niðri og flest þjónustufyrirtæki voru lokuð. Þetta er fyrsta allsherjarverkfallið í Grikklandi frá því ríkisstjórn Antonis Samaras tók við í sumar. Stöðug mótmæli hafa hins vegar verið undanfarnar vikur gegn aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar, sem reynir að skera grimmilega niður ríkisútgjöldin til að geta greitt niður skuldirnar. Á Ítalíu hefur einnig verið boðað til verkfalla næstu daga. Almenningur í þessum skuldugu evrulöndum sættir sig illa við aðhaldsaðgerðirnar, þótt stjórnvöld sjái sér ekki annað fært en að skera niður. „Berjist nú, fólk, þeir eru að drekka í sig blóðið úr ykkur," hrópuðu mótmælendur í Aþenu í gær og börðu trommur með. Í Grikklandi virðist stjórnin loks hafa komið sér saman um sparnaðarpakka upp á 11,5 milljarða evra, en óvíst er hvort þriggja manna sendinefnd Evrópusambandsins, seðlabanka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur útreikningana að baki nógu trausta. Sendinefndin hefur frestað því þangað til í næsta mánuði að leggja endanlegt mat á það hvort aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar standist þær kröfur sem ESB og AGS hafa gert að skilyrði fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Á Spáni er búist við því að stjórnin kynni í dag nýjar sparnaðaraðgerðir, þegar fjárlagafrumvarp næsta árs verður birt. Á morgun verða síðan birtar niðurstöður álagsprófs spænsku bankanna, og þá kemur í ljós hve mikið af 100 milljarða láni stjórnarinnar þarf að fara til að hjálpa bönkunum. Bæði á Spáni og í Grikklandi er samdráttur að aukast, sem gerir stjórninni æ erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum í ríkisfjármálum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira