Sakar Ísraela um þjóðernishreinsanir 28. september 2012 01:00 Mahmoud Abbas Forseti Palestínustjórnar segir árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðnar daglegt brauð.nordicphotos/AFP Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Abbas ítrekaði ósk Palestínumanna um að sjálfstætt ríki þeirra yrði að veruleika. Fyrir ári fór hann fram á það á þessum sama vettvangi að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu sjálfstæði Palestínuríkis. Í ræðu sinni í gær sagði hann Palestínumenn eiga í viðræðum við ýmis ríki og stofnanir um að sú viðurkenning verði að veruleika á þessu þingi. Hann sakaði Ísraela um að stunda þjóðernishreinsanir með því að eyðileggja heimili Palestínumanna, sem landtökumenn hefðu lagt undir sig. „Undanfarna mánuði hafa árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðið daglegt brauð," sagði Abbas og nefndi að 535 slíkar árásir hefðu verið gerðar á þessu ári. „Þjóðin okkar er orðin að stöðugu skotmarki fyrir mannvíg og misþyrmingar með fullri hlutdeild hernámsliðsins og Ísraelsstjórnar." Benjamín Netanjahú varði hins vegar drjúgum hluta ræðu sinnar í að vara við þeirri hættu, sem hann telur heimsbyggðinni allri og Ísrael sérstaklega stafa af írönskum stjórnvöldum og kjarnorkuáformum þeirra. Nú séu síðustu forvöð að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Stuttu áður en Netanjahú hóf ræðu sína birtust hins vegar upplýsingar úr nýrri skýrslu ísraelska utanríkisráðuneytisins, sem lekið hafði verið til fjölmiðla. Þar kemur fram að alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran séu farnar að bera árangur, og því sé ef til vill skynsamlegra að herða refsiaðgerðirnar frekar en að beita hervaldi. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hófst í byrjun vikunnar og hafa þjóðarleiðtogarnir hver á fætur öðrum stigið þar í ræðustól. Í gær tók meðal annars til máls Sein Thein, forseti herforingjastjórnarinnar í Búrma, og notaði hann þar tækifærið til að hrósa Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fyrir lýðræðisbaráttu hennar. Suu Kyi, sem einnig er stödd í New York þessa dagana, segir hins vegar að Búrma þurfi nú á því að halda að réttarríki verði endurreist í landinu, að öðrum kosti verði raunverulegt lýðræði þar ekki að veruleika. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Abbas ítrekaði ósk Palestínumanna um að sjálfstætt ríki þeirra yrði að veruleika. Fyrir ári fór hann fram á það á þessum sama vettvangi að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu sjálfstæði Palestínuríkis. Í ræðu sinni í gær sagði hann Palestínumenn eiga í viðræðum við ýmis ríki og stofnanir um að sú viðurkenning verði að veruleika á þessu þingi. Hann sakaði Ísraela um að stunda þjóðernishreinsanir með því að eyðileggja heimili Palestínumanna, sem landtökumenn hefðu lagt undir sig. „Undanfarna mánuði hafa árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðið daglegt brauð," sagði Abbas og nefndi að 535 slíkar árásir hefðu verið gerðar á þessu ári. „Þjóðin okkar er orðin að stöðugu skotmarki fyrir mannvíg og misþyrmingar með fullri hlutdeild hernámsliðsins og Ísraelsstjórnar." Benjamín Netanjahú varði hins vegar drjúgum hluta ræðu sinnar í að vara við þeirri hættu, sem hann telur heimsbyggðinni allri og Ísrael sérstaklega stafa af írönskum stjórnvöldum og kjarnorkuáformum þeirra. Nú séu síðustu forvöð að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Stuttu áður en Netanjahú hóf ræðu sína birtust hins vegar upplýsingar úr nýrri skýrslu ísraelska utanríkisráðuneytisins, sem lekið hafði verið til fjölmiðla. Þar kemur fram að alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran séu farnar að bera árangur, og því sé ef til vill skynsamlegra að herða refsiaðgerðirnar frekar en að beita hervaldi. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hófst í byrjun vikunnar og hafa þjóðarleiðtogarnir hver á fætur öðrum stigið þar í ræðustól. Í gær tók meðal annars til máls Sein Thein, forseti herforingjastjórnarinnar í Búrma, og notaði hann þar tækifærið til að hrósa Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fyrir lýðræðisbaráttu hennar. Suu Kyi, sem einnig er stödd í New York þessa dagana, segir hins vegar að Búrma þurfi nú á því að halda að réttarríki verði endurreist í landinu, að öðrum kosti verði raunverulegt lýðræði þar ekki að veruleika. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira