Ágreiningur áfram um útfærsluna 20. október 2012 10:00 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að loknum blaðamannafundi í Brussel. nordicphotos/AFP Leiðtogar Evrópusambandsins náðu ekki samkomulagi um að bankabandalag með sameiginlegu bankaeftirliti evruríkjanna verði að veruleika fyrir áramótin, eins og Francois Hollande Frakklandsforseti hafði vonast til. Hins vegar ákváðu þeir að fyrir áramótin yrðu þeir búnir að semja um regluverk nýja bankabandalagsins, sem taki síðan til starfa einhvern tímann á næsta ári. Með bankabandalaginu fylgir sá möguleiki að stöðugleikasjóður ESB komi bönkum aðildarríkjanna til hjálpar, en Spánverjar og fleiri evruríki bíða spennt eftir þeirri lausn á sínum fjárhagsvanda. „Markmiðið er mjög einfalt: Við viljum rjúfa tengslin milli stjórnar – og stundum óstjórnar – bankanna og afleiðinga hennar fyrir fjárlög ríkjanna," sagði Elio di Rupo, forsætisráðherra Hollands. Enn eru afar skiptar skoðanir um útfærsluna, en leiðtogarnir búa sig nú undir langa og stranga helgi seint í nóvember þegar næsti leiðtogafundur verður haldinn. Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, sagðist hins vegar ánægður með að andrúmsloftið hefði breyst. Nú hefðu Grikkir fengið fullvissu fyrir því að þurfa ekki að yfirgefa evrusvæðið. Grikkir hafa þó ekki enn tryggt sér það viðbótarframlag frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem þeir þurfa að fá fyrir 16. nóvember. Þann dag tæmist ríkissjóður Grikklands, fáist ekki frekari aðstoð.- gb Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins náðu ekki samkomulagi um að bankabandalag með sameiginlegu bankaeftirliti evruríkjanna verði að veruleika fyrir áramótin, eins og Francois Hollande Frakklandsforseti hafði vonast til. Hins vegar ákváðu þeir að fyrir áramótin yrðu þeir búnir að semja um regluverk nýja bankabandalagsins, sem taki síðan til starfa einhvern tímann á næsta ári. Með bankabandalaginu fylgir sá möguleiki að stöðugleikasjóður ESB komi bönkum aðildarríkjanna til hjálpar, en Spánverjar og fleiri evruríki bíða spennt eftir þeirri lausn á sínum fjárhagsvanda. „Markmiðið er mjög einfalt: Við viljum rjúfa tengslin milli stjórnar – og stundum óstjórnar – bankanna og afleiðinga hennar fyrir fjárlög ríkjanna," sagði Elio di Rupo, forsætisráðherra Hollands. Enn eru afar skiptar skoðanir um útfærsluna, en leiðtogarnir búa sig nú undir langa og stranga helgi seint í nóvember þegar næsti leiðtogafundur verður haldinn. Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, sagðist hins vegar ánægður með að andrúmsloftið hefði breyst. Nú hefðu Grikkir fengið fullvissu fyrir því að þurfa ekki að yfirgefa evrusvæðið. Grikkir hafa þó ekki enn tryggt sér það viðbótarframlag frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem þeir þurfa að fá fyrir 16. nóvember. Þann dag tæmist ríkissjóður Grikklands, fáist ekki frekari aðstoð.- gb
Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira