Umdeildar nafnabirtingar í nasistabók 23. október 2012 02:00 Frá Osló Nýútgefin bók um stríðsárin í Noregi hefur valdið deilum um sagnfræði og vinnubrögð. Ný bók um Norðmenn og seinni heimsstyrjöldina hefur vakið mikið umtal. Í bókinni, sem ber heitið Miskunnarlausu Norðmennirnir, nafngreinir höfundurinn Eirik Veum hundruð manna sem tengdust ríkislögreglunni, sem vann með herliði nasista á hernámsárunum 1940 til 1945. Veum réttlætir nafnbirtingarnar með því að segja þær hluta af nauðsynlegu uppgjöri þjóðarinnar. „Við þurfum að átta okkur á því að Norðmenn frömdu einhver verstu ódæðin á stríðsárunum, og að við tókum meiri þátt í stríðsglæpum en áður hefur verið talið," segir Veum við Aftenposten. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir vafasama heimildavinnu, þar sem hann styðst að mestu leyti við yfirheyrslur, dómsmál og fjölmiðlaumfjöllun frá 1945, sem þykja litast mikið af tíðarandanum sem þá ríkti en þúsundir manna hlutu dóm fyrir að vinna með hernámsliðinu, þrjátíu voru dæmdir til dauða og 25 teknir af lífi. Þá hefur Veum verið gagnrýndur fyrir að nafngreina fólk sem kom ekki nálægt pyndingum, drápum eða stríðsglæpum. Meðal annars er tiltekin kona sem var sautján ára gömul þegar hún vann á skrifstofu ríkislögreglunnar í Stavanger. Veum tekur sjálfur fram að óvíst sé hvort stúlkan hafi fengið dóm eftir stríðið, en hún rataði engu að síður í bókina undir nafni. Veum ráðgerir að skrifa tvær bækur til viðbótar um efnið. - þj Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Ný bók um Norðmenn og seinni heimsstyrjöldina hefur vakið mikið umtal. Í bókinni, sem ber heitið Miskunnarlausu Norðmennirnir, nafngreinir höfundurinn Eirik Veum hundruð manna sem tengdust ríkislögreglunni, sem vann með herliði nasista á hernámsárunum 1940 til 1945. Veum réttlætir nafnbirtingarnar með því að segja þær hluta af nauðsynlegu uppgjöri þjóðarinnar. „Við þurfum að átta okkur á því að Norðmenn frömdu einhver verstu ódæðin á stríðsárunum, og að við tókum meiri þátt í stríðsglæpum en áður hefur verið talið," segir Veum við Aftenposten. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir vafasama heimildavinnu, þar sem hann styðst að mestu leyti við yfirheyrslur, dómsmál og fjölmiðlaumfjöllun frá 1945, sem þykja litast mikið af tíðarandanum sem þá ríkti en þúsundir manna hlutu dóm fyrir að vinna með hernámsliðinu, þrjátíu voru dæmdir til dauða og 25 teknir af lífi. Þá hefur Veum verið gagnrýndur fyrir að nafngreina fólk sem kom ekki nálægt pyndingum, drápum eða stríðsglæpum. Meðal annars er tiltekin kona sem var sautján ára gömul þegar hún vann á skrifstofu ríkislögreglunnar í Stavanger. Veum tekur sjálfur fram að óvíst sé hvort stúlkan hafi fengið dóm eftir stríðið, en hún rataði engu að síður í bókina undir nafni. Veum ráðgerir að skrifa tvær bækur til viðbótar um efnið. - þj
Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira