Schäuble og Draghi segja Stournaras bulla 25. október 2012 00:00 Reikningskennsla á húsvegg Í Aþenu hefur vegglistamönnum þótt ástæða til að minna gríska stjórnmálamenn á grundvallaratriði reikningslistarinnar. nordicphotos/AFP Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, fullyrti á þingi í gær að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu samþykkt að Grikkland fengi tveggja ára viðbótarfrest til að koma ríkisfjármálum sínum í lag. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, og Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka ESB, sögðu þó ekkert hæft í þessu. Schäuble kallaði þessa yfirlýsingu gríska fjármálaráðherrans innihaldslausar vangaveltur, en Draghi sagði hana vera ekkert annað en orðróm, sem hann gæti ekki staðfest. Stournaras fullyrti engu að síður að samkomulag hefði tekist við þriggja manna sendinefnd frá AGS, ESB og Seðlabanka ESB um 13,5 milljarða evra niðurskurð á fjárlögum Grikklands, sem grísku stjórnarflokkarnir hafa vikum saman unnið hörðum höndum að. Þessu fylgir, sagði hann, að frestur til að ná ríkisskuldunum niður í það hámark, sem ESB gerir kröfu um, verði lengdir frá árslokum 2014 til ársloka 2016: „Ef við hefðum ekki fengið þá framlengingu hefðum við ekki aðeins þurft að grípa til aðgerða upp á 13,5 milljarða evra í dag, heldur 18,5 milljarða." Samkomulag við þriggja manna nefndina er skilyrði þess að Grikkland fái næstu umsömdu greiðslur úr stöðugleikasjóði ESB, en þær greiðslur þurfa að berast fyrir miðjan nóvember, að öðrum kosti verður gríska ríkið gjaldþrota.- gb Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, fullyrti á þingi í gær að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu samþykkt að Grikkland fengi tveggja ára viðbótarfrest til að koma ríkisfjármálum sínum í lag. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, og Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka ESB, sögðu þó ekkert hæft í þessu. Schäuble kallaði þessa yfirlýsingu gríska fjármálaráðherrans innihaldslausar vangaveltur, en Draghi sagði hana vera ekkert annað en orðróm, sem hann gæti ekki staðfest. Stournaras fullyrti engu að síður að samkomulag hefði tekist við þriggja manna sendinefnd frá AGS, ESB og Seðlabanka ESB um 13,5 milljarða evra niðurskurð á fjárlögum Grikklands, sem grísku stjórnarflokkarnir hafa vikum saman unnið hörðum höndum að. Þessu fylgir, sagði hann, að frestur til að ná ríkisskuldunum niður í það hámark, sem ESB gerir kröfu um, verði lengdir frá árslokum 2014 til ársloka 2016: „Ef við hefðum ekki fengið þá framlengingu hefðum við ekki aðeins þurft að grípa til aðgerða upp á 13,5 milljarða evra í dag, heldur 18,5 milljarða." Samkomulag við þriggja manna nefndina er skilyrði þess að Grikkland fái næstu umsömdu greiðslur úr stöðugleikasjóði ESB, en þær greiðslur þurfa að berast fyrir miðjan nóvember, að öðrum kosti verður gríska ríkið gjaldþrota.- gb
Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira