Í þágu komandi kynslóða Katrín Júlíusdóttir skrifar 30. október 2012 08:00 Við efnahagshrunið 2008 skruppu tekjur ríkissjóðs verulega saman og miklar skuldir söfnuðust upp vegna nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda þjóðarskútunni á floti. Fjölmörg heimili um allt land upplifðu svipaða fjárhagsörðugleika og megnið af stærstu fyrirtækjum landsins varð tæknilega gjaldþrota. Ljóst var að draga þyrfti skarpt úr útgjöldum ríkissjóðs til að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum. Sagt á einfaldan máta: við þurftum að eyða talsvert minna og afla miklu meira. Í stað þess að ráðast í stórfelldan niðurskurð fyrir fjárlögin 2009 var ákveðið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að treysta á blandaða leið hagvaxtar, skattkerfisbreytinga og niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Markmiðið var að vinna bug á þeim mikla fjárlagahalla sem blasti við eftir efnahagshrunið en halda um leið uppi einkaneyslu og atvinnustigi. Sú leið hefur reynst vera farsæl og vakið athygli víða. Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldunum hefur ekki verið sársaukalaus. En hann var nauðsynlegur til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Breytum vöxtum í velferðÞví var spáð þegar á árinu 2009 að á árunum 2013 og 2014 myndu Íslendingar vera að rétta úr kútnum í efnahagslegu tilliti meðan skuldakreppan yrði að vaxandi vandamálum víða í Evrópu, þar sem ríkissjóðir pumpuðu fé inn í gjaldþrota bankakerfi. Við erum þegar farin að njóta hagvaxtar og hægt vaxandi fjárfestinga en þó er vandasöm sigling fram undan. Mikilvægt er að missa ekki landsýn og hafa borð fyrir báru frekar en að ana út í óvissu og láta ótímabæra bjartsýni villa sér sýn. Raunsæ yfirsýn og heildarmat á stöðunni og næstu framtíð er hverjum Íslendingi lífsnauðsyn. Nú fjórum árum eftir hrun er staðan þannig að árið 2013 er gert ráð fyrir að um 15% af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs muni fara í vaxtakostnað eða samtals um 88 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð gætum við rekið menntakerfið allt í meira en eitt og hálft ár. Mikið væri gott að geta varið hluta af þessum fjármunum frekar í aukna menntun og umbætur í velferðarþjónustu. Við þurfum að byrja að greiða niður skuldir til að minnka þennan kostnað. Ríkissjóður Íslands skuldar of mikið og vaxtakostnaðurinn vegur of þungt í fjárlögum. Þáttaskil í ríkisfjármálumÞau þáttaskil eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 sem liggur fyrir Alþingi að gjöld og tekjur standast nokkurn veginn á ef óreglulegir liðir eru meðtaldir. Án óreglulegra liða verður heildarjöfnuður hins vegar lítils háttar jákvæður eða sem nemur 4,3 milljörðum króna. Óreglulegir liðir eru útgjaldaliðir sem geta sveiflast talsvert milli ára og stjórnvöld eða Alþingi geta ekki haft mikil áhrif á, a.m.k ekki til skamms tíma. Sem dæmi um óreglulega liði má nefna lífeyrisskuldbindingar, afskriftir skattkrafna, afskrifuð eiginfjárframlög og tapaðar kröfur auk annarra liða. Brýnasta verkefniðAð sama skapi er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs fari nú lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu (VLF) í fyrsta skipti frá hruni. Í júlí sl. námu skuldir ríkissjóðs um 1.508 milljörðum króna og er áætlað að þær muni nema 1.497 mö.kr. við árslok 2012 sem mun þá vera um 85% af landsframleiðslu. Mikil skuldsetning ríkissjóðs er veikleikamerki sem hefur neikvæð áhrif á allt íslenska hagkerfið. Því verður það forgangsmál að skila afgangi af fjárlögum og nýta hann til að greiða niður skuldir. Slíkt er eingöngu mögulegt ef áfram verður rekin ábyrg ríkisfjármálastefna með myndarlegum afgangi á fjárlögum ríkisins. Engin vandamál verða leyst án þess að við sem einstaklingar og sem þjóð viðurkennum þau í verki. Þess vegna er það okkar brýnasta og stærsta verkefni að sameinast um að lækka vaxtakostnað sameiginlegs sjóðs landsmanna. Við vinnum okkur út úr vandanum og skilum Íslandi skuldlitlu til komandi kynslóða. Það er verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Skoðun Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við efnahagshrunið 2008 skruppu tekjur ríkissjóðs verulega saman og miklar skuldir söfnuðust upp vegna nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda þjóðarskútunni á floti. Fjölmörg heimili um allt land upplifðu svipaða fjárhagsörðugleika og megnið af stærstu fyrirtækjum landsins varð tæknilega gjaldþrota. Ljóst var að draga þyrfti skarpt úr útgjöldum ríkissjóðs til að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum. Sagt á einfaldan máta: við þurftum að eyða talsvert minna og afla miklu meira. Í stað þess að ráðast í stórfelldan niðurskurð fyrir fjárlögin 2009 var ákveðið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að treysta á blandaða leið hagvaxtar, skattkerfisbreytinga og niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Markmiðið var að vinna bug á þeim mikla fjárlagahalla sem blasti við eftir efnahagshrunið en halda um leið uppi einkaneyslu og atvinnustigi. Sú leið hefur reynst vera farsæl og vakið athygli víða. Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldunum hefur ekki verið sársaukalaus. En hann var nauðsynlegur til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Breytum vöxtum í velferðÞví var spáð þegar á árinu 2009 að á árunum 2013 og 2014 myndu Íslendingar vera að rétta úr kútnum í efnahagslegu tilliti meðan skuldakreppan yrði að vaxandi vandamálum víða í Evrópu, þar sem ríkissjóðir pumpuðu fé inn í gjaldþrota bankakerfi. Við erum þegar farin að njóta hagvaxtar og hægt vaxandi fjárfestinga en þó er vandasöm sigling fram undan. Mikilvægt er að missa ekki landsýn og hafa borð fyrir báru frekar en að ana út í óvissu og láta ótímabæra bjartsýni villa sér sýn. Raunsæ yfirsýn og heildarmat á stöðunni og næstu framtíð er hverjum Íslendingi lífsnauðsyn. Nú fjórum árum eftir hrun er staðan þannig að árið 2013 er gert ráð fyrir að um 15% af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs muni fara í vaxtakostnað eða samtals um 88 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð gætum við rekið menntakerfið allt í meira en eitt og hálft ár. Mikið væri gott að geta varið hluta af þessum fjármunum frekar í aukna menntun og umbætur í velferðarþjónustu. Við þurfum að byrja að greiða niður skuldir til að minnka þennan kostnað. Ríkissjóður Íslands skuldar of mikið og vaxtakostnaðurinn vegur of þungt í fjárlögum. Þáttaskil í ríkisfjármálumÞau þáttaskil eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 sem liggur fyrir Alþingi að gjöld og tekjur standast nokkurn veginn á ef óreglulegir liðir eru meðtaldir. Án óreglulegra liða verður heildarjöfnuður hins vegar lítils háttar jákvæður eða sem nemur 4,3 milljörðum króna. Óreglulegir liðir eru útgjaldaliðir sem geta sveiflast talsvert milli ára og stjórnvöld eða Alþingi geta ekki haft mikil áhrif á, a.m.k ekki til skamms tíma. Sem dæmi um óreglulega liði má nefna lífeyrisskuldbindingar, afskriftir skattkrafna, afskrifuð eiginfjárframlög og tapaðar kröfur auk annarra liða. Brýnasta verkefniðAð sama skapi er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs fari nú lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu (VLF) í fyrsta skipti frá hruni. Í júlí sl. námu skuldir ríkissjóðs um 1.508 milljörðum króna og er áætlað að þær muni nema 1.497 mö.kr. við árslok 2012 sem mun þá vera um 85% af landsframleiðslu. Mikil skuldsetning ríkissjóðs er veikleikamerki sem hefur neikvæð áhrif á allt íslenska hagkerfið. Því verður það forgangsmál að skila afgangi af fjárlögum og nýta hann til að greiða niður skuldir. Slíkt er eingöngu mögulegt ef áfram verður rekin ábyrg ríkisfjármálastefna með myndarlegum afgangi á fjárlögum ríkisins. Engin vandamál verða leyst án þess að við sem einstaklingar og sem þjóð viðurkennum þau í verki. Þess vegna er það okkar brýnasta og stærsta verkefni að sameinast um að lækka vaxtakostnað sameiginlegs sjóðs landsmanna. Við vinnum okkur út úr vandanum og skilum Íslandi skuldlitlu til komandi kynslóða. Það er verkefnið.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar