SAS fækkar starfsmönnum um 40% 13. nóvember 2012 09:00 Hátt olíuverð, efnahagsvandræðin í Evrópu og samkeppni við lággjaldaflugfélög hafa reynst mörgum stórum evrópskum flugfélögum erfið á síðustu árum. Nordicphotos/AFP Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Það er ekki síst samkeppni við evrópsk lággjaldaflugfélög sem hefur reynst SAS erfið síðustu ár. Flugfélagið hefur ekki skilað hagnaði í fjölda ára en með þessum aðgerðum hyggst flugfélagið lækka árlegan rekstrarkostnað um þrjá milljarða sænskra króna, jafngildi ríflega 57 milljarða íslenskra króna. Rickard Gustafsson, framkvæmdastjóri SAS, segist gera sér grein fyrir því að hagræðingaraðgerðirnar séu sársaukafullar fyrir starfsmenn en segir þær óhjákvæmilegar. „Þetta er í raun og veru síðasta tækifærið okkar ef við ætlum að tryggja rekstrargrundvöll félagsins," segir Gustafsson. SAS er að helmingi í eigu sænska, danska og norska ríkisins en hinn helmingurinn er í eigu fjárfesta, þar á meðal hinnar sænsku Wallenberg-fjölskyldu.- mþl Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Það er ekki síst samkeppni við evrópsk lággjaldaflugfélög sem hefur reynst SAS erfið síðustu ár. Flugfélagið hefur ekki skilað hagnaði í fjölda ára en með þessum aðgerðum hyggst flugfélagið lækka árlegan rekstrarkostnað um þrjá milljarða sænskra króna, jafngildi ríflega 57 milljarða íslenskra króna. Rickard Gustafsson, framkvæmdastjóri SAS, segist gera sér grein fyrir því að hagræðingaraðgerðirnar séu sársaukafullar fyrir starfsmenn en segir þær óhjákvæmilegar. „Þetta er í raun og veru síðasta tækifærið okkar ef við ætlum að tryggja rekstrargrundvöll félagsins," segir Gustafsson. SAS er að helmingi í eigu sænska, danska og norska ríkisins en hinn helmingurinn er í eigu fjárfesta, þar á meðal hinnar sænsku Wallenberg-fjölskyldu.- mþl
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira