Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Sighvatur Björgvinsson skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. Mér er líka sagt, að eitthvað á áttunda tug bloggara af sjálfhverfu kynslóðinni hafi fundið ástæðu til þess að tjá sig á vef Vísis af sama tilefni. Sýnir hversu sjálfhverfa kynslóðin er ávallt reiðubúin til þess að tala um sjálfa sig. Ég les yfirleitt ekki blogg. Nenni því ekki. Mér er hins vegar sagt, að meginumfjöllunarefni bloggaranna sé annars vegar að svipta eigi mig lífeyrisréttindum vegna skrifanna. Sjálfhverfa kynslóðin vill sem sagt sýna mér í tvo heimana. Hins vegar vill hún að ég framkvæmi á sjálfum mér líkamlegar þjálfunarathafnir, sem öllum lifandi verum er ómögulegt að gera. Svona eru bloggheimarnir. Þess vegna les ég þá ekki. Hef fjarska lítið álit á þeim. Má vera, að einhverjum hafi fundist ég vera harðorður. Sennilega vegna þess að ég er búinn að fá meira en nóg af stöðugu sífri fólks, sem sér fátt annað en sjálft sig. Ég er enginn skjaldsveinn Davíðs Oddssonar. Samt man ég vel eftir ítrekuðum viðvörunum hans til fólks og fyrirtækja um að taka ekki lán í öðrum gjaldmiðli en þeim, sem það hefði tekjur í. Tók einhver mark á þeim ráðleggingum meðan fólk hélt að það hagnaðist á því að taka slík lán? Var það fyrr en fólk fór að tapa á því að fylgja ekki ráðleggingunum sem upphófst umræða um að slík lán væru ólögleg? Laug ég því? Ég sagði í greininni að sextán þúsund Íslendingar, flestir af sjálfhverfu kynslóðinni, hefðu verið komnir á vanskilaskrá fyrir hrun vegna þess að þeir lifðu langt um efni fram. Laug ég því? Hreint ógrynni þátta í ljósvakamiðlunum – í Silfri Egils og í Kastljósi – hafa fjallað um skuldamál sjálfhverfu kynslóðarinnar. Um það að krafan sé að aðrir borgi. Hversu margir þættir hafa fjallað um vandamál fólksins í Raufarhöfnum þessa lands sem situr uppi eignalaust vegna þess að einhverjir fáir einstaklingar töldu sér hag í því að selja burtu lífsbjörgina – og tóku með sér andvirðið? Ég man ekki eftir neinum! Lýg ég því? Í öllu því ógrynni þátta um vandamál sjálfhverfu kynslóðarinnar hefur þá nokkurn tíma komið til umræðu sá skaði, sem einstaklingar af þessari kynslóð undir heitinu "þjónustufulltrúar" ullu gömlu fólki með ítrekuðum upphringingum þar sem hvatt var til þess að gamla fólkið ráðstafaði aleigu sinni til áhættusjóða í vörslu annarra "útrásarvíkinga" af sömu kynslóð sem síðan töpuðu hverri einustu krónu nema þeim, sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig? Ég þekki margt slíkt gamalt fólk sem tapaði ævitekjunum á þennan hátt. Lýg ég því? Ég veit ekki betur en að stór hópur fólks af sjálfhverfu kynslóðinni sem nýtti sér foreldra, vini og vandamenn til þess að taka lán út á sínar eignir og ráðstafa þeim í þeirra þágu krefjist þess nú að allsendis ókunnugt fólk borgi skuldirnar við foreldra, vini og vandamenn, sem það sjálft telur sig ekki hafa efni á að borga. Lýg ég því? Sjálfhverfa kynslóðin myndar þorra íslenskra kjósenda. Valdi ekki þorri þessara kjósenda þá til forystu fyrir þjóðina, sem einkavæddu bankana, neituðu að samþykkja að fjármunir mættu vera í félagslegri eigu sem síðan rústaði sparisjóðina og afléttu opinberum eftirlitsskyldum með fólki og fyrirtækjum vegna þess "að eftirlitsiðnaðurinn væri sem myllusteinn um háls heilbrigðs rekstrar". Lýg ég því? Ætlar þessi sami meirihluti sjálfhverfu kynslóðarinnar ekki aftur að leiða þá til valda á Íslandi sem öðrum fremur bera ábyrgð á hinu "svokallaða hruni"? Af hverju? Af því að sjálfhverfa kynslóðin heldur að þannig geti hún best tryggt að einhverjir aðrir – lífeyrisþegar, framtíðin eða hinir skattborgararnir – verði látnir axla skuldabyrði hennar. Lýg ég því líka? Ég er nú kominn á áttræðisaldur að greiða síðustu afborganirnar af verðtryggðu láni okkar hjónanna vegna húsbyggingar okkar. Enginn hefur gefið okkur þá eign. Það, sem bjargaði okkur þegar verðbólgan óx upp í háa tveggja stafa tölu – sem sjálfhverfa kynslóðin hefur aldrei séð – var verðtryggingin. Hennar vegna var greiðslubyrðinni velt yfir á síðari tíma, sem ella hefði orðið okkur óbærileg. Sjálfhverfa kynslóðin vill hins vegar að fólk láni henni peninga án þess að geta fengið andvirði lánsins aftur til baka. Með öðrum orðum – að aðrir gefi henni peninga. Lýg ég því? Aldrei kom mér eða minni kynslóð til hugar að segja að reglulegt gengishrun íslensku krónunnar í okkar tíð væri "forsendubrestur" og að þess vegna ættu aðrir Íslendingar að borga. Nú krefst "sjálfhverfa kynslóðin" slíks. Lýg ég því? Ég hef tekið þátt í stjórnmálum á Íslandi í á fjórða áratug – sem þingmaður, sem ráðherra, sem ritstjóri á pólitísku málgagni. Ég viðurkenni fúslega, að ég þekki þessa þjóð ekki lengur. Því lýg ég ekki! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Tengdar fréttir Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00 Sighvatur: Búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks“ Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segist vera búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks, sem sér fátt annað en sjálft sig,“ og vitnar þar til fólks á Íslandi á aldrinum 30 til 45 ára, sem hann kallar sjálfhverfu kynslóðina. Í tveimur greinum í Fréttablaðinu, annarri sem birtist á laugardaginn og síðan þeirri síðari sem birtist í dag, segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ gera kröfu um að fá allt fyrir ekkert, og kenna fólki um eigin vandamál. Þá segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ ekki hafa hlustað á ítrekuð viðvörunarorð um lán í erlendri mynt á meðan tekjurnar eru í krónum. 13. nóvember 2012 09:47 Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. Mér er líka sagt, að eitthvað á áttunda tug bloggara af sjálfhverfu kynslóðinni hafi fundið ástæðu til þess að tjá sig á vef Vísis af sama tilefni. Sýnir hversu sjálfhverfa kynslóðin er ávallt reiðubúin til þess að tala um sjálfa sig. Ég les yfirleitt ekki blogg. Nenni því ekki. Mér er hins vegar sagt, að meginumfjöllunarefni bloggaranna sé annars vegar að svipta eigi mig lífeyrisréttindum vegna skrifanna. Sjálfhverfa kynslóðin vill sem sagt sýna mér í tvo heimana. Hins vegar vill hún að ég framkvæmi á sjálfum mér líkamlegar þjálfunarathafnir, sem öllum lifandi verum er ómögulegt að gera. Svona eru bloggheimarnir. Þess vegna les ég þá ekki. Hef fjarska lítið álit á þeim. Má vera, að einhverjum hafi fundist ég vera harðorður. Sennilega vegna þess að ég er búinn að fá meira en nóg af stöðugu sífri fólks, sem sér fátt annað en sjálft sig. Ég er enginn skjaldsveinn Davíðs Oddssonar. Samt man ég vel eftir ítrekuðum viðvörunum hans til fólks og fyrirtækja um að taka ekki lán í öðrum gjaldmiðli en þeim, sem það hefði tekjur í. Tók einhver mark á þeim ráðleggingum meðan fólk hélt að það hagnaðist á því að taka slík lán? Var það fyrr en fólk fór að tapa á því að fylgja ekki ráðleggingunum sem upphófst umræða um að slík lán væru ólögleg? Laug ég því? Ég sagði í greininni að sextán þúsund Íslendingar, flestir af sjálfhverfu kynslóðinni, hefðu verið komnir á vanskilaskrá fyrir hrun vegna þess að þeir lifðu langt um efni fram. Laug ég því? Hreint ógrynni þátta í ljósvakamiðlunum – í Silfri Egils og í Kastljósi – hafa fjallað um skuldamál sjálfhverfu kynslóðarinnar. Um það að krafan sé að aðrir borgi. Hversu margir þættir hafa fjallað um vandamál fólksins í Raufarhöfnum þessa lands sem situr uppi eignalaust vegna þess að einhverjir fáir einstaklingar töldu sér hag í því að selja burtu lífsbjörgina – og tóku með sér andvirðið? Ég man ekki eftir neinum! Lýg ég því? Í öllu því ógrynni þátta um vandamál sjálfhverfu kynslóðarinnar hefur þá nokkurn tíma komið til umræðu sá skaði, sem einstaklingar af þessari kynslóð undir heitinu "þjónustufulltrúar" ullu gömlu fólki með ítrekuðum upphringingum þar sem hvatt var til þess að gamla fólkið ráðstafaði aleigu sinni til áhættusjóða í vörslu annarra "útrásarvíkinga" af sömu kynslóð sem síðan töpuðu hverri einustu krónu nema þeim, sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig? Ég þekki margt slíkt gamalt fólk sem tapaði ævitekjunum á þennan hátt. Lýg ég því? Ég veit ekki betur en að stór hópur fólks af sjálfhverfu kynslóðinni sem nýtti sér foreldra, vini og vandamenn til þess að taka lán út á sínar eignir og ráðstafa þeim í þeirra þágu krefjist þess nú að allsendis ókunnugt fólk borgi skuldirnar við foreldra, vini og vandamenn, sem það sjálft telur sig ekki hafa efni á að borga. Lýg ég því? Sjálfhverfa kynslóðin myndar þorra íslenskra kjósenda. Valdi ekki þorri þessara kjósenda þá til forystu fyrir þjóðina, sem einkavæddu bankana, neituðu að samþykkja að fjármunir mættu vera í félagslegri eigu sem síðan rústaði sparisjóðina og afléttu opinberum eftirlitsskyldum með fólki og fyrirtækjum vegna þess "að eftirlitsiðnaðurinn væri sem myllusteinn um háls heilbrigðs rekstrar". Lýg ég því? Ætlar þessi sami meirihluti sjálfhverfu kynslóðarinnar ekki aftur að leiða þá til valda á Íslandi sem öðrum fremur bera ábyrgð á hinu "svokallaða hruni"? Af hverju? Af því að sjálfhverfa kynslóðin heldur að þannig geti hún best tryggt að einhverjir aðrir – lífeyrisþegar, framtíðin eða hinir skattborgararnir – verði látnir axla skuldabyrði hennar. Lýg ég því líka? Ég er nú kominn á áttræðisaldur að greiða síðustu afborganirnar af verðtryggðu láni okkar hjónanna vegna húsbyggingar okkar. Enginn hefur gefið okkur þá eign. Það, sem bjargaði okkur þegar verðbólgan óx upp í háa tveggja stafa tölu – sem sjálfhverfa kynslóðin hefur aldrei séð – var verðtryggingin. Hennar vegna var greiðslubyrðinni velt yfir á síðari tíma, sem ella hefði orðið okkur óbærileg. Sjálfhverfa kynslóðin vill hins vegar að fólk láni henni peninga án þess að geta fengið andvirði lánsins aftur til baka. Með öðrum orðum – að aðrir gefi henni peninga. Lýg ég því? Aldrei kom mér eða minni kynslóð til hugar að segja að reglulegt gengishrun íslensku krónunnar í okkar tíð væri "forsendubrestur" og að þess vegna ættu aðrir Íslendingar að borga. Nú krefst "sjálfhverfa kynslóðin" slíks. Lýg ég því? Ég hef tekið þátt í stjórnmálum á Íslandi í á fjórða áratug – sem þingmaður, sem ráðherra, sem ritstjóri á pólitísku málgagni. Ég viðurkenni fúslega, að ég þekki þessa þjóð ekki lengur. Því lýg ég ekki!
Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00
Sighvatur: Búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks“ Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segist vera búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks, sem sér fátt annað en sjálft sig,“ og vitnar þar til fólks á Íslandi á aldrinum 30 til 45 ára, sem hann kallar sjálfhverfu kynslóðina. Í tveimur greinum í Fréttablaðinu, annarri sem birtist á laugardaginn og síðan þeirri síðari sem birtist í dag, segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ gera kröfu um að fá allt fyrir ekkert, og kenna fólki um eigin vandamál. Þá segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ ekki hafa hlustað á ítrekuð viðvörunarorð um lán í erlendri mynt á meðan tekjurnar eru í krónum. 13. nóvember 2012 09:47
Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun