Svo fáir voru þeir… Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Ég hef tekið mér tíma til þess – aldrei þessu vant – að lesa eitthvað af því bloggi, sem finna má um greinarnar mínar þrjár í Fréttablaðinu. Þeim tíma var nú illa varið. Ekkert vannst á því annað en það, sem ég áður vissi. Hluti bloggaranna er óskrifandi á íslenskt mál. Miklu fleiri sem ekki getað tjáð sig öðruvísi en með ofstopahætti og gífuryrðum gegn persónu einstaklinga, sem þeim eru ekki að skapi einhverra hluta vegna – í þessu tilfelli gegn mér. Þeim nenni ég ekki að svara. Slíkt væri líkt og reyna að skvetta vatni á gæs. Gersamlega tilgangslaust. Af þeim fáu, sem tjáð hafa sig með skiljanlegum rökum þykir mér einkum og sér í lagi rík ástæða til þess að svara þeim Karli Sigfússyni og Guðmundi Andra Thorssyni. Þeim þakka ég. Ánægjulegt að eiga við þá orðastað. Hrunið og aldurshóparnir Í grein sinni sýnir Karl skilmerkilega hvernig hrunið hefur leikið ýmsa aldurshópa þegar einvörðungu er skoðuð bókfærð eignastaða þeirra. Þar kemur m.a. fram, að eignastöðu ungs fólks hefur hrakað meira en eignastöðu eldra fólks skv. skattframtölum meðan eignaverð hefur haldist óbreytt og nettóeignin því farið minnkandi – og jafnvel orðið minni en engin. Allt er það rétt og satt. Ástæðan? Hún er einfaldlega sú, að ungt fólk í blóma lífsins skuldaði meira en gamla fólkið á sínu ævikvöldi. Þegar bókfærðar skuldir jukust vegna hruns ónýtrar myntar hækkuðu bókfærðar skuldir í hrunkrónunni mest hjá þeim sem mest skulduðu – en minna hjá hinum sem höfðu að mestu greitt sínar skuldir á langri ævi. Niðurstaðan hefur óhjákvæmilega orðið sú, að eignastaða ungs fólks hefur versnað en sýnist hafa batnað hjá gamla fólkinu – en mæld í miklu verðminni krónum en var fyrir hrun. Mæld í nær ónýtri mynt. Þegar prósentureikningur er svo brúkaður virðast eignir eldra fólks vera orðnar stærri hluti heildarbókfærðra eigna en áður var. Karl lætur í það skína, að þarna hafi eignir verið fluttar frá ungu fólki til þeirra eldri. Slíkt er fjarstæða. Enginn slíkur eignaflutningur hefur átt sér stað milli kynslóða. „Prósentan er vond fyrir bændur", sagði Sveinn gamli þingmaður í Firði. Góður verkfræðingur má ekki teygja prósentureikninginn langt út yfir rifmörk. Áhrifin á lífeyrisréttinn Einna stærstur hluti eigna eldri kynslóðarinnar er lífeyrisrétturinn. Hann er ekki bókfærður hjá ríkisskattstjóra. Hversu mikil eignaskerðing varð á þeim rétti vegna hrunsins? Hversu mikilli tekjuskerðingu hefur sú eignaskerðing valdið gömlu fólki nú þegar – og hversu mikil á hún eftir að verða? Hversu stór hópur eldra – og yngra – fólks hefur tapað öllum sparnaði sínum vegna hruns peningamarkaðssjóðanna og hverjir stjórnuðu þeim? Hve margt fólk í sjávarbyggðunum kringum landið situr nú uppi eignalaust eða eignalítið vegna brasks nokkurra einstaklinga með sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Telst það ekki vera „forsendubrestur"? Á unga kynslóðin þá að bæta hinni eldri tjónið – nú eða höfuðborgarbúar eignatap fólks sjávarbyggðanna? Ef ekki á þá eldri kynslóðin frekar að bæta tjón þeirra yngri eða íbúar Raufarhafna þessa lands íbúum á höfuðborgarsvæðinu sinn „forsendubrest"? Allir urðu fyrir tjóni Við skulum kalla hrunið hrun en ekki „svokallað hrun" eða „forsendubrest". Hrunið hefur valdið öllum íbúum þessa lands gífurlegu tjóni, bæði ungum og gömlum. Unga fólkið á sér þó tækifærin fram undan. Það á lífið fram undan með öllum sínum möguleikum til sóknar til betri lífskjara og ugglaust mun sú barátta skila árangri. Hún er nú þegar farin að gera það. Gamla fólkið á lífið að baki. Engin ný tækifæri bíða þess – hvorki hér á landi né annars staðar. Það verður einfaldlega að taka því sem á það hrynur eins og hverju öðru hundsbiti. Getur það virkilega verið að fólk eins og Karl Sigfússon og Guðmundur Andri Thorsson ætlist til þess að yngra fólki sé bættur skaði þess með því að skerða enn frekar en orðið er lífeyrisréttindi „afa og ömmu"? Viðbrögð hinna sjálfhverfu „Sjálfhverfa kynslóðin" er ekki samnefni „hrunkynslóðar". Sjálfhverft er fólkið af því það er stöðugt talandi um eigin hag og eigin vandamál en lætur sig aðra litlu varða. Á þessu vildi ég vekja athygli, um þetta vildi ég tala og hef gert. Fyrir það dynja nú á mér skammirnar. Frá hverjum? Frá þessu hinu sama fólki. Ég bjóst við því. Ég er ekkert hræddur við það. Mér þykir tjáningarréttur minn vera meira virði. En Karl Sigfússon og Guðmundur Andri. Hafið þið þökk fyrir ykkar skrif. Þau voru efnisleg og málefnaleg. Tveir einstaklingar af öllum þessum fjölda. Svo fáir voru þeir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef tekið mér tíma til þess – aldrei þessu vant – að lesa eitthvað af því bloggi, sem finna má um greinarnar mínar þrjár í Fréttablaðinu. Þeim tíma var nú illa varið. Ekkert vannst á því annað en það, sem ég áður vissi. Hluti bloggaranna er óskrifandi á íslenskt mál. Miklu fleiri sem ekki getað tjáð sig öðruvísi en með ofstopahætti og gífuryrðum gegn persónu einstaklinga, sem þeim eru ekki að skapi einhverra hluta vegna – í þessu tilfelli gegn mér. Þeim nenni ég ekki að svara. Slíkt væri líkt og reyna að skvetta vatni á gæs. Gersamlega tilgangslaust. Af þeim fáu, sem tjáð hafa sig með skiljanlegum rökum þykir mér einkum og sér í lagi rík ástæða til þess að svara þeim Karli Sigfússyni og Guðmundi Andra Thorssyni. Þeim þakka ég. Ánægjulegt að eiga við þá orðastað. Hrunið og aldurshóparnir Í grein sinni sýnir Karl skilmerkilega hvernig hrunið hefur leikið ýmsa aldurshópa þegar einvörðungu er skoðuð bókfærð eignastaða þeirra. Þar kemur m.a. fram, að eignastöðu ungs fólks hefur hrakað meira en eignastöðu eldra fólks skv. skattframtölum meðan eignaverð hefur haldist óbreytt og nettóeignin því farið minnkandi – og jafnvel orðið minni en engin. Allt er það rétt og satt. Ástæðan? Hún er einfaldlega sú, að ungt fólk í blóma lífsins skuldaði meira en gamla fólkið á sínu ævikvöldi. Þegar bókfærðar skuldir jukust vegna hruns ónýtrar myntar hækkuðu bókfærðar skuldir í hrunkrónunni mest hjá þeim sem mest skulduðu – en minna hjá hinum sem höfðu að mestu greitt sínar skuldir á langri ævi. Niðurstaðan hefur óhjákvæmilega orðið sú, að eignastaða ungs fólks hefur versnað en sýnist hafa batnað hjá gamla fólkinu – en mæld í miklu verðminni krónum en var fyrir hrun. Mæld í nær ónýtri mynt. Þegar prósentureikningur er svo brúkaður virðast eignir eldra fólks vera orðnar stærri hluti heildarbókfærðra eigna en áður var. Karl lætur í það skína, að þarna hafi eignir verið fluttar frá ungu fólki til þeirra eldri. Slíkt er fjarstæða. Enginn slíkur eignaflutningur hefur átt sér stað milli kynslóða. „Prósentan er vond fyrir bændur", sagði Sveinn gamli þingmaður í Firði. Góður verkfræðingur má ekki teygja prósentureikninginn langt út yfir rifmörk. Áhrifin á lífeyrisréttinn Einna stærstur hluti eigna eldri kynslóðarinnar er lífeyrisrétturinn. Hann er ekki bókfærður hjá ríkisskattstjóra. Hversu mikil eignaskerðing varð á þeim rétti vegna hrunsins? Hversu mikilli tekjuskerðingu hefur sú eignaskerðing valdið gömlu fólki nú þegar – og hversu mikil á hún eftir að verða? Hversu stór hópur eldra – og yngra – fólks hefur tapað öllum sparnaði sínum vegna hruns peningamarkaðssjóðanna og hverjir stjórnuðu þeim? Hve margt fólk í sjávarbyggðunum kringum landið situr nú uppi eignalaust eða eignalítið vegna brasks nokkurra einstaklinga með sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Telst það ekki vera „forsendubrestur"? Á unga kynslóðin þá að bæta hinni eldri tjónið – nú eða höfuðborgarbúar eignatap fólks sjávarbyggðanna? Ef ekki á þá eldri kynslóðin frekar að bæta tjón þeirra yngri eða íbúar Raufarhafna þessa lands íbúum á höfuðborgarsvæðinu sinn „forsendubrest"? Allir urðu fyrir tjóni Við skulum kalla hrunið hrun en ekki „svokallað hrun" eða „forsendubrest". Hrunið hefur valdið öllum íbúum þessa lands gífurlegu tjóni, bæði ungum og gömlum. Unga fólkið á sér þó tækifærin fram undan. Það á lífið fram undan með öllum sínum möguleikum til sóknar til betri lífskjara og ugglaust mun sú barátta skila árangri. Hún er nú þegar farin að gera það. Gamla fólkið á lífið að baki. Engin ný tækifæri bíða þess – hvorki hér á landi né annars staðar. Það verður einfaldlega að taka því sem á það hrynur eins og hverju öðru hundsbiti. Getur það virkilega verið að fólk eins og Karl Sigfússon og Guðmundur Andri Thorsson ætlist til þess að yngra fólki sé bættur skaði þess með því að skerða enn frekar en orðið er lífeyrisréttindi „afa og ömmu"? Viðbrögð hinna sjálfhverfu „Sjálfhverfa kynslóðin" er ekki samnefni „hrunkynslóðar". Sjálfhverft er fólkið af því það er stöðugt talandi um eigin hag og eigin vandamál en lætur sig aðra litlu varða. Á þessu vildi ég vekja athygli, um þetta vildi ég tala og hef gert. Fyrir það dynja nú á mér skammirnar. Frá hverjum? Frá þessu hinu sama fólki. Ég bjóst við því. Ég er ekkert hræddur við það. Mér þykir tjáningarréttur minn vera meira virði. En Karl Sigfússon og Guðmundur Andri. Hafið þið þökk fyrir ykkar skrif. Þau voru efnisleg og málefnaleg. Tveir einstaklingar af öllum þessum fjölda. Svo fáir voru þeir.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar