Stuðningur við íslenska hönnun Haukur Már Hauksson skrifar 6. desember 2012 06:00 Hönnun er ekki aðeins mikilvægur þáttur í menningu þjóðarinnar; hún er ekki síður mikilvægur þáttur í atvinnulífi hennar. Samkvæmt niðurstöðu hagrænnar rannsóknar á stöðu skapandi greina, sem kynnt var 1. desember 2010, starfa um 10.000 manns innan þessara greina og skapa virðisaukaskattskylda veltu sem nemur að lágmarki 198 milljörðum. Samkvæmt sömu rannsókn nema útflutningstekjur þjóðarinnar af skapandi greinum yfir 24 milljörðum króna. Hönnun hefur um langa hríð átt undir högg að sækja þegar kemur að stuðningi hins opinbera. Helgast það annars vegar af því að hönnun er afskaplega víðfeðmt hugtak, þar sem hönnuðir vinna sjálfstætt að mjög fjölbreyttum verkefnum, hins vegar af því að stjórnvöld hafa tilhneigingu til að styðja það sem þekkt er og hefur verið gert áður. Því hefur stuðningur við skapandi greinar aðallega snúið að bókmenntum, leiklist, kvikmyndagerð og tónlist. Hönnuðir hafa einnig verið svo uppteknir af sköpun sinni að þeir hafa ekki náð að bindast sterkum samtökum til að berjast fyrir hagsmunum sínum. Hagsmunum hönnuða og hönnunar hafði því ekki verið haldið mjög á lofti þegar Hönnunarmiðstöð Íslands var stofnuð árið 2008. Að Hönnunarmiðstöðinni standa níu fagfélög hönnuða og arkitekta og er hún að hluta til rekin með stuðningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis.Aukinn áhugi Frá stofnun Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur vegur hönnunar vaxið mikið og áhugi almennings á hinni fjölbreyttu flóru íslenskrar hönnunar aukist til muna. Sá aukni áhugi sést kannski best á því að samkvæmt könnun Capacent að loknum HönnunarMars 2012 tóku um 30.000 manns þátt í hátíðinni og um 85% landsmanna þekktu til hennar. Ýmislegt í umhverfi hönnuða hefur breyst til batnaðar frá stofnun miðstöðvarinnar. Má þar t.d. nefna að undir starfslaunum listamanna er nú sérstakur sjóður starfslauna hönnuða. Sá sjóður er langminnsti sjóðurinn, veitir fimmtíu mánaðarlaun á ári, en sá sjóður innan listamannalauna sem veitir næstfæst laun veitir 180 mánaðarlaun. Fimmtíu mánaðarlaun gera kannski ekki mikið fyrir hönnunarsamfélagið, en þetta er viðleitni og þau gefa nokkrum hönnuðum og arkitektum tækifæri til að vinna óskipt að sköpun sinni í nokkra mánuði á ári. Í framtíðinni hlýtur launasjóður hönnuða að stækka enda ætti það að vera keppikefli stjórnvalda að styðja við bakið á þeirri virðisaukandi starfsemi sem frumsköpun á sviði hönnunar er. Annað gleðiefni fyrir skapandi fólk er stofnun nýs hönnunarsjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Í þennan nýja sjóð á að setja 45 milljónir króna. Enn á eftir að setja sjóðnum reglur, en hann mun styrkja ákveðin verkefni og verða þannig sá bakhjarl sem oft þarf til að ýta góðum hlutum áfram. Þessi nýi sjóður verður án efa mikil lyftistöng fyrir íslenskt hönnunarsamfélag, þegar fleiri hönnuðir fá tækifæri til að vinna verkum sínum brautargengi. Hann ætti því að efla anda íslenskra hönnuða og hleypa þeim kapp í kinn.Íhaldssemi En þrátt fyrir að það sé stórt skref að fá loksins verkefnasjóð á sviði hönnunar þá verður maður samt óneitanlega nokkuð sorgmæddur yfir að sjá íhaldssemina sem lýsir sér í úthlutun þeirra 250 milljóna sem ákveðið hefur verið að veita aukalega til skapandi greina. Helmingur fjárins verður settur í sjóði sem áður var búið að úthluta 205 milljónum. Framlög til eldri sjóða á sviði bókmennta, leiklistar og tónlistar hækka sem sagt úr 205 í 330 milljónir en nýir sjóðir á sviði hönnunar, myndlistar, handverks og tónlistar fá samtals 125 milljónir. Aukin fjölbreytni á vörum til útflutnings er að mati sérfræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins forsenda aukinna útflutningstekna. Auknar útflutningstekjur eru að sama skapi forsenda þess að Ísland losi um skuldastöðu sína. Stuðningur stjórnvalda við hönnun er því ekki fjáraustur í eitthvert svarthol heldur fjárfesting sem skilar sér til baka í beinhörðum peningum, auk þess að bæta umhverfi og menningarlíf okkar allra. Fjárfestum í hönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hönnun er ekki aðeins mikilvægur þáttur í menningu þjóðarinnar; hún er ekki síður mikilvægur þáttur í atvinnulífi hennar. Samkvæmt niðurstöðu hagrænnar rannsóknar á stöðu skapandi greina, sem kynnt var 1. desember 2010, starfa um 10.000 manns innan þessara greina og skapa virðisaukaskattskylda veltu sem nemur að lágmarki 198 milljörðum. Samkvæmt sömu rannsókn nema útflutningstekjur þjóðarinnar af skapandi greinum yfir 24 milljörðum króna. Hönnun hefur um langa hríð átt undir högg að sækja þegar kemur að stuðningi hins opinbera. Helgast það annars vegar af því að hönnun er afskaplega víðfeðmt hugtak, þar sem hönnuðir vinna sjálfstætt að mjög fjölbreyttum verkefnum, hins vegar af því að stjórnvöld hafa tilhneigingu til að styðja það sem þekkt er og hefur verið gert áður. Því hefur stuðningur við skapandi greinar aðallega snúið að bókmenntum, leiklist, kvikmyndagerð og tónlist. Hönnuðir hafa einnig verið svo uppteknir af sköpun sinni að þeir hafa ekki náð að bindast sterkum samtökum til að berjast fyrir hagsmunum sínum. Hagsmunum hönnuða og hönnunar hafði því ekki verið haldið mjög á lofti þegar Hönnunarmiðstöð Íslands var stofnuð árið 2008. Að Hönnunarmiðstöðinni standa níu fagfélög hönnuða og arkitekta og er hún að hluta til rekin með stuðningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis.Aukinn áhugi Frá stofnun Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur vegur hönnunar vaxið mikið og áhugi almennings á hinni fjölbreyttu flóru íslenskrar hönnunar aukist til muna. Sá aukni áhugi sést kannski best á því að samkvæmt könnun Capacent að loknum HönnunarMars 2012 tóku um 30.000 manns þátt í hátíðinni og um 85% landsmanna þekktu til hennar. Ýmislegt í umhverfi hönnuða hefur breyst til batnaðar frá stofnun miðstöðvarinnar. Má þar t.d. nefna að undir starfslaunum listamanna er nú sérstakur sjóður starfslauna hönnuða. Sá sjóður er langminnsti sjóðurinn, veitir fimmtíu mánaðarlaun á ári, en sá sjóður innan listamannalauna sem veitir næstfæst laun veitir 180 mánaðarlaun. Fimmtíu mánaðarlaun gera kannski ekki mikið fyrir hönnunarsamfélagið, en þetta er viðleitni og þau gefa nokkrum hönnuðum og arkitektum tækifæri til að vinna óskipt að sköpun sinni í nokkra mánuði á ári. Í framtíðinni hlýtur launasjóður hönnuða að stækka enda ætti það að vera keppikefli stjórnvalda að styðja við bakið á þeirri virðisaukandi starfsemi sem frumsköpun á sviði hönnunar er. Annað gleðiefni fyrir skapandi fólk er stofnun nýs hönnunarsjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Í þennan nýja sjóð á að setja 45 milljónir króna. Enn á eftir að setja sjóðnum reglur, en hann mun styrkja ákveðin verkefni og verða þannig sá bakhjarl sem oft þarf til að ýta góðum hlutum áfram. Þessi nýi sjóður verður án efa mikil lyftistöng fyrir íslenskt hönnunarsamfélag, þegar fleiri hönnuðir fá tækifæri til að vinna verkum sínum brautargengi. Hann ætti því að efla anda íslenskra hönnuða og hleypa þeim kapp í kinn.Íhaldssemi En þrátt fyrir að það sé stórt skref að fá loksins verkefnasjóð á sviði hönnunar þá verður maður samt óneitanlega nokkuð sorgmæddur yfir að sjá íhaldssemina sem lýsir sér í úthlutun þeirra 250 milljóna sem ákveðið hefur verið að veita aukalega til skapandi greina. Helmingur fjárins verður settur í sjóði sem áður var búið að úthluta 205 milljónum. Framlög til eldri sjóða á sviði bókmennta, leiklistar og tónlistar hækka sem sagt úr 205 í 330 milljónir en nýir sjóðir á sviði hönnunar, myndlistar, handverks og tónlistar fá samtals 125 milljónir. Aukin fjölbreytni á vörum til útflutnings er að mati sérfræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins forsenda aukinna útflutningstekna. Auknar útflutningstekjur eru að sama skapi forsenda þess að Ísland losi um skuldastöðu sína. Stuðningur stjórnvalda við hönnun er því ekki fjáraustur í eitthvert svarthol heldur fjárfesting sem skilar sér til baka í beinhörðum peningum, auk þess að bæta umhverfi og menningarlíf okkar allra. Fjárfestum í hönnun.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar