„Hart í bak“ Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. desember 2012 06:00 Ein af aðalpersónunum í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er „Strandkapteinninn“. Kapteinn þessi er sagður hafa kallað: „Hart í bak!“ til rórmannsins um leið og kapteinninn renndi skipi sínu á fullum dampi upp á sker. Leikrit Jökuls fjallar ekki um strandið heldur um framvindu mála eftir strand. Við Íslendingar höfum sl. fjögur ár verið allt í senn – leikarar, áhorfendur og sviðsmenn í sams konar leikriti – eftir strandið. Í sjálfu strandinu snerist málið um þjóðarskútuna og strandkapteininn, Sjálfstæðisflokkinn, sem sigldi þjóðarskútunni í stórastrand eftir samfellda átján ára skipstjórn. Að vísu mun sá „strandkapteinn” aldrei á allri þeirri vegferð hafa kallað: „Hart í bak“ (þ.e. krappt til vinstri), heldur í sífellu tuldrað sömu fyrirmælin: „Hart í stjór!“ (m.ö.o.: Krappt til hægri). Önnur stefna var einfaldlega ekki til á hans siglingakorti. Það var svona „einstefnukort“. „Krappt í stjór!“ kallaði sá strandkapteinn líka þegar þjóðarskútan fór á fullu stími upp á skerið. Af hlaust stærra tjón en sagan kann frá að greina á meira en ellefu alda siglingu þjóðarskútunnar – en mannbjörg varð. Áhöfnin hélt lífi – líka strandkapteinninn. Svona naumlega. Leikritið okkar hefur nú í fjögur ár fjallað um eftirleikinn. Öfugt við strandkapteininn hans Jökuls er strandkapteinninn okkar stöðugt að heimta að sér verði trúað fyrir skipsstjórninni aftur. „Þau geta þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði strandkapteinninn í okkar leikriti þegar þjóðin sótti aðra stjórnendur til þess að losa þjóðarskútuna af skerinu. „Þau rata þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði hann þegar aðrir fóru að sigla þjóðarskútunni út úr skerjagarðinum. „Ég hefði gert þetta svo miklu fljótar og betur!“ var kallað þegar komið var á auðari sjó. „Nú get ég – og ég einn“ er svo viðkvæðið núna. „Nú rata ég. Hart í stjór! Krappt til hægri!“ Mikið er langlundargeð okkar Íslendinga. Svo má nú segja! Svo mikið að strandkapteinar geta jafnvel fengið að reyna sig aftur. Bara fjórum árum eftir strandið. Fullreynt ekki fyrr en þríreynt er! „Hart í stjór, góðir hálsar!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af aðalpersónunum í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er „Strandkapteinninn“. Kapteinn þessi er sagður hafa kallað: „Hart í bak!“ til rórmannsins um leið og kapteinninn renndi skipi sínu á fullum dampi upp á sker. Leikrit Jökuls fjallar ekki um strandið heldur um framvindu mála eftir strand. Við Íslendingar höfum sl. fjögur ár verið allt í senn – leikarar, áhorfendur og sviðsmenn í sams konar leikriti – eftir strandið. Í sjálfu strandinu snerist málið um þjóðarskútuna og strandkapteininn, Sjálfstæðisflokkinn, sem sigldi þjóðarskútunni í stórastrand eftir samfellda átján ára skipstjórn. Að vísu mun sá „strandkapteinn” aldrei á allri þeirri vegferð hafa kallað: „Hart í bak“ (þ.e. krappt til vinstri), heldur í sífellu tuldrað sömu fyrirmælin: „Hart í stjór!“ (m.ö.o.: Krappt til hægri). Önnur stefna var einfaldlega ekki til á hans siglingakorti. Það var svona „einstefnukort“. „Krappt í stjór!“ kallaði sá strandkapteinn líka þegar þjóðarskútan fór á fullu stími upp á skerið. Af hlaust stærra tjón en sagan kann frá að greina á meira en ellefu alda siglingu þjóðarskútunnar – en mannbjörg varð. Áhöfnin hélt lífi – líka strandkapteinninn. Svona naumlega. Leikritið okkar hefur nú í fjögur ár fjallað um eftirleikinn. Öfugt við strandkapteininn hans Jökuls er strandkapteinninn okkar stöðugt að heimta að sér verði trúað fyrir skipsstjórninni aftur. „Þau geta þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði strandkapteinninn í okkar leikriti þegar þjóðin sótti aðra stjórnendur til þess að losa þjóðarskútuna af skerinu. „Þau rata þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði hann þegar aðrir fóru að sigla þjóðarskútunni út úr skerjagarðinum. „Ég hefði gert þetta svo miklu fljótar og betur!“ var kallað þegar komið var á auðari sjó. „Nú get ég – og ég einn“ er svo viðkvæðið núna. „Nú rata ég. Hart í stjór! Krappt til hægri!“ Mikið er langlundargeð okkar Íslendinga. Svo má nú segja! Svo mikið að strandkapteinar geta jafnvel fengið að reyna sig aftur. Bara fjórum árum eftir strandið. Fullreynt ekki fyrr en þríreynt er! „Hart í stjór, góðir hálsar!“
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun