Hin „afskaplega takmarkaða þekking“ Bjarna Benediktssonar Hjálmtýr Heiðdal skrifar 13. desember 2012 06:00 Nú ríkir aftur vopnahlé milli Ísraelsstjórnar og stjórnvalda á Gasa. Þetta vopnahlé er eitt af ótal mörgum sem þessir aðilar hafa samið um, en reynslan kennir okkur að nýja vopnahléið mun brátt falla úr gildi og átök hefjast á ný. Það er vegna þess að það hefur ekkert breyst, það er enn stefna síonistanna sem stjórna Ísrael að Palestínumenn skulu aldrei eignast eigið ríki. Enn eru við völd í Ísrael yfirvöld þar sem innanríkisráðherrann vill „sprengja Gasabúa aftur til steinaldar“ og Ísraelsher mun halda áfram umsátri sínu um Gasaströndina svo lengi sem Ísrael fær stuðning frá ríkisstjórnum og stjórnmálaflokkum á Vesturlöndum. Ef síonistar hefðu aðrar áætlanir en að gera líf Palestínumanna að helvíti á jörð og hrekja þá burt, þá gætu þeir snúið við blaðinu á morgun, hætt byggingu landtökubyggða og samið um landamæri. En síonistar ætla að yfirbuga þjóðina sem átti landið og stela því litla sem eftir er. Það þarf ekki annað en að lesa nýjar tilkynningar þeirra um auknar landræningjabyggðir á Vesturbakkanum og Jerúsalem til að sjá hvert þeir stefna. Vopnahléið er ekki heilagt í augum síonista, það er aðeins hlé á stórárásum og fjöldamorðum. Áfram halda þeir sínum daglegu drápum, bæði á Gasa og Vesturbakkanum. Daginn eftir að nýjasta vopnahléið gekk í gildi þá drápu ísraelskir hermenn Anwar Qadiah, 20 ára gamlan Gasabúa. Hans dauðasök var að veifa fána. Og á öðrum degi drápu þeir enn einn ungan vopnlausan Palestínumann. Hverjir styðja síonista? Á Íslandi eru það fyrst og fremst talsmenn Sjálfstæðisflokksins sem túlka sjónarmið síonista. Í umræðum á Alþingi um viðurkenningu Íslands á ríki Palestínumanna í fyrra sagði Bjarni Benediktsson „að við Íslendingar hefðum afskaplega takmarkaða þekkingu og takmarkaða getu til þess að fara að blanda okkur inn í þær erjur sem þarna eru“. Í janúar 2009, þegar Ísraelsher myrti 300 börn á Gasa, var Bjarni formaður utanríkismálanefndar. Þá vissi hann „að það þarf auðvitað ávallt í umræðunni um þessi mál að taka tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja ísraelska borgara“. Og nýlega, þegar Ísraelsher gerði enn eina árásina á Gasaströndina, sagði hann í ræðustól Alþingis „Við skulum hafa það í huga, til þess að allt sé haft með sem máli skiptir í þessari umræðu, að þessu sinni kom neistinn sem kveikti í púðurtunnunni frá Hamas-samtökunum, sem hafa lýst því yfir að það er þeirra stefna að það þurfi að þurrka út Ísraelsríki“. Þessar þrjár tilvitnanir sýna að Bjarni styður Ísraelsríki. Þegar rætt er um réttindi Palestínumanna þá bregður hann fyrir sig þekkingarleysi. Þegar Ísraelsher gerir stórárásir þá segir hann upptökin hjá Palestínumönnum og að taka verði tillit til varnahagsmuna Ísraelsstjórnar. Þekkingarleysið sem Bjarni reynir að eigna öllum Íslendingum er pólitískt bragð, ætlað til stuðnings glæpaverkum síonista. Bjarni velur vandlega þær stundir þegar „takmarkaða þekkingin“ skal ráða og hins vegar þegar hann treystir sér til að segja okkur nákvæmlega hvernig atburðirnir þróast og hver á upptökin. Það sýnir sig að þekking Bjarna fylgir taktfast afstöðu stjórna Bandaríkjanna og Ísraels. Hamas vill „þurrka út Ísraelsríki“, segir Bjarni. Ísraelsríki hefur stækkað jafnt og þétt frá 1948. Hver er að eyða Palestínu, sem hefur nánast horfið á þessu sama tímabili? Þekkir Bjarni sögu síonismans? Árið 1897 samþykktu WZO, heimssamtök síonista, að stefna á yfirtöku Palestínu. Og það hefur gengið eftir. Samt telur Bjarni aðalatriðið óraunhæfar yfirlýsingar Hamas. Samtök sem hafa enga möguleika til þess að sigra Ísraelsher. Er það „takmörkuð þekking“ sem stýrir hugsun Bjarna? Eða er hann að reyna að blekkja Íslendinga? Hamas „kveikti neistann“ að þessu sinni, segir Bjarni. Hefur hann betri upplýsingar en Gershon Baskin, ísraelskur samningamaður, sem tók þátt í vopnahlésviðræðum Hamas og Ísraelsstjórnar? Baskin o.fl. hafa lýst aðdraganda síðustu átaka. Það var Ísraelsher sem hóf árásir og var búinn að drepa tvo drengi og einn foringja Hamas áður en þeir svöruðu með flugskeytum. „Taka verður tillit“ til varnarhagsmuna Ísraels, segir Bjarni. Hvað er Ísraelsher að verja? Herinn er að verja hernám, landrán og herkvína sem Gasabúar búa við. Hvernig getur íslenskur stjórnmálamaður varið slíka hagsmuni? Á rúmum sextíu árum hafa Palestínumenn misst fósturjörð sína í hendur innflytjendum, nýlendusinnum, sem komu frá Evrópu með þá yfirlýsingu að þeir ættu þarna einhvern landskika. Vel vopnaðir og með stuðningi helstu hervelda heims hafa draumar þessara landtökumanna hægt og bítandi orðið að martröð frumbyggjanna og alls heimsins í raun. Og Palestínumenn hafa mátt sitja nánast aðgerðarlausir – öll mótspyrna þeirra hefur verið barin niður með sífellt fullkomnari vopnum og auknu mannfalli og landamissi. Þeir eru ófrjálsir í eigin landi og njóta ekki þeirra mannréttinda sem Íslendingar telja sjálfsögð. Ætlar Bjarni Benediktsson og flokkur hans að halda áfram að styðja landaránið og ófrelsið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Nú ríkir aftur vopnahlé milli Ísraelsstjórnar og stjórnvalda á Gasa. Þetta vopnahlé er eitt af ótal mörgum sem þessir aðilar hafa samið um, en reynslan kennir okkur að nýja vopnahléið mun brátt falla úr gildi og átök hefjast á ný. Það er vegna þess að það hefur ekkert breyst, það er enn stefna síonistanna sem stjórna Ísrael að Palestínumenn skulu aldrei eignast eigið ríki. Enn eru við völd í Ísrael yfirvöld þar sem innanríkisráðherrann vill „sprengja Gasabúa aftur til steinaldar“ og Ísraelsher mun halda áfram umsátri sínu um Gasaströndina svo lengi sem Ísrael fær stuðning frá ríkisstjórnum og stjórnmálaflokkum á Vesturlöndum. Ef síonistar hefðu aðrar áætlanir en að gera líf Palestínumanna að helvíti á jörð og hrekja þá burt, þá gætu þeir snúið við blaðinu á morgun, hætt byggingu landtökubyggða og samið um landamæri. En síonistar ætla að yfirbuga þjóðina sem átti landið og stela því litla sem eftir er. Það þarf ekki annað en að lesa nýjar tilkynningar þeirra um auknar landræningjabyggðir á Vesturbakkanum og Jerúsalem til að sjá hvert þeir stefna. Vopnahléið er ekki heilagt í augum síonista, það er aðeins hlé á stórárásum og fjöldamorðum. Áfram halda þeir sínum daglegu drápum, bæði á Gasa og Vesturbakkanum. Daginn eftir að nýjasta vopnahléið gekk í gildi þá drápu ísraelskir hermenn Anwar Qadiah, 20 ára gamlan Gasabúa. Hans dauðasök var að veifa fána. Og á öðrum degi drápu þeir enn einn ungan vopnlausan Palestínumann. Hverjir styðja síonista? Á Íslandi eru það fyrst og fremst talsmenn Sjálfstæðisflokksins sem túlka sjónarmið síonista. Í umræðum á Alþingi um viðurkenningu Íslands á ríki Palestínumanna í fyrra sagði Bjarni Benediktsson „að við Íslendingar hefðum afskaplega takmarkaða þekkingu og takmarkaða getu til þess að fara að blanda okkur inn í þær erjur sem þarna eru“. Í janúar 2009, þegar Ísraelsher myrti 300 börn á Gasa, var Bjarni formaður utanríkismálanefndar. Þá vissi hann „að það þarf auðvitað ávallt í umræðunni um þessi mál að taka tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja ísraelska borgara“. Og nýlega, þegar Ísraelsher gerði enn eina árásina á Gasaströndina, sagði hann í ræðustól Alþingis „Við skulum hafa það í huga, til þess að allt sé haft með sem máli skiptir í þessari umræðu, að þessu sinni kom neistinn sem kveikti í púðurtunnunni frá Hamas-samtökunum, sem hafa lýst því yfir að það er þeirra stefna að það þurfi að þurrka út Ísraelsríki“. Þessar þrjár tilvitnanir sýna að Bjarni styður Ísraelsríki. Þegar rætt er um réttindi Palestínumanna þá bregður hann fyrir sig þekkingarleysi. Þegar Ísraelsher gerir stórárásir þá segir hann upptökin hjá Palestínumönnum og að taka verði tillit til varnahagsmuna Ísraelsstjórnar. Þekkingarleysið sem Bjarni reynir að eigna öllum Íslendingum er pólitískt bragð, ætlað til stuðnings glæpaverkum síonista. Bjarni velur vandlega þær stundir þegar „takmarkaða þekkingin“ skal ráða og hins vegar þegar hann treystir sér til að segja okkur nákvæmlega hvernig atburðirnir þróast og hver á upptökin. Það sýnir sig að þekking Bjarna fylgir taktfast afstöðu stjórna Bandaríkjanna og Ísraels. Hamas vill „þurrka út Ísraelsríki“, segir Bjarni. Ísraelsríki hefur stækkað jafnt og þétt frá 1948. Hver er að eyða Palestínu, sem hefur nánast horfið á þessu sama tímabili? Þekkir Bjarni sögu síonismans? Árið 1897 samþykktu WZO, heimssamtök síonista, að stefna á yfirtöku Palestínu. Og það hefur gengið eftir. Samt telur Bjarni aðalatriðið óraunhæfar yfirlýsingar Hamas. Samtök sem hafa enga möguleika til þess að sigra Ísraelsher. Er það „takmörkuð þekking“ sem stýrir hugsun Bjarna? Eða er hann að reyna að blekkja Íslendinga? Hamas „kveikti neistann“ að þessu sinni, segir Bjarni. Hefur hann betri upplýsingar en Gershon Baskin, ísraelskur samningamaður, sem tók þátt í vopnahlésviðræðum Hamas og Ísraelsstjórnar? Baskin o.fl. hafa lýst aðdraganda síðustu átaka. Það var Ísraelsher sem hóf árásir og var búinn að drepa tvo drengi og einn foringja Hamas áður en þeir svöruðu með flugskeytum. „Taka verður tillit“ til varnarhagsmuna Ísraels, segir Bjarni. Hvað er Ísraelsher að verja? Herinn er að verja hernám, landrán og herkvína sem Gasabúar búa við. Hvernig getur íslenskur stjórnmálamaður varið slíka hagsmuni? Á rúmum sextíu árum hafa Palestínumenn misst fósturjörð sína í hendur innflytjendum, nýlendusinnum, sem komu frá Evrópu með þá yfirlýsingu að þeir ættu þarna einhvern landskika. Vel vopnaðir og með stuðningi helstu hervelda heims hafa draumar þessara landtökumanna hægt og bítandi orðið að martröð frumbyggjanna og alls heimsins í raun. Og Palestínumenn hafa mátt sitja nánast aðgerðarlausir – öll mótspyrna þeirra hefur verið barin niður með sífellt fullkomnari vopnum og auknu mannfalli og landamissi. Þeir eru ófrjálsir í eigin landi og njóta ekki þeirra mannréttinda sem Íslendingar telja sjálfsögð. Ætlar Bjarni Benediktsson og flokkur hans að halda áfram að styðja landaránið og ófrelsið?
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun