Valsmenn skipta upp rekstrinum hjá sér Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. desember 2012 07:30 Hörður Gunnarsson, formaður Vals. Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipta rekstri félagsins í tvennt. Hörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við samning sem skrifað var undir á sínum tíma og að það sé þungt högg fyrir félagið. „Að okkar mati hefur Reykjavíkurborg ekki staðið við þann samning sem gerður var 2008. Við erum með rekstrarsamning sem er annar hluti af samkomulaginu og hinn hlutinn snýr að viðhaldi eigna. Í fyrsta lagi var hann lækkaður einhliða og í öðru lagi var samningurinn vísitölutryggður en það er búið að kippa þeim lið út. Síðan er verið að draga úr þeim hluta sem snýr að viðhaldi og það kemur verr út fyrir þau örfáu félög sem eiga og reka sínar eignir. Þetta eru margar milljónir á ári sem við erum að ræða," segir Hörður. Hann er samt bjartsýnn á að Reykjavíkurborg muni að lokum standa við gerða samninga. „Það eru alltaf einhverjar viðræður í gangi og við höfum fengið þau fyrirheit að Reykjavíkurborg muni koma til baka með það sem af okkur var tekið. Samningarnir voru gerðir 2008 og 2009 til þriggja ára og það var aldrei staðið við þá samninga til fulls. Við ætlum að skipta um rekstrinum okkar í tvennt, í íþróttastarfssemi og rekstur mannvirkja, og við teljum að það séu aðrir betur fallnir til þess að sjá um rekstur á fasteignum félagsins og öðrum eignum. Þá getum við sem störfum hér innanhúss farið að einbeita okkur að rekstri íþróttafélags og íþróttastarfsins." Formaðurinn dregur ekkert úr því að starfsumhverfi íþróttafélaga hafi aldrei verið erfiðara. „Það er mjög erfitt umhverfi og við finnum vel fyrir því. Íþróttafélag eins og Valur gerir ráð fyrir því að stórir aðilar eins og Reykjavíkurborg standi við það samkomulag sem gert var á sínum tíma. Valur gerir áætlanir út frá slíku samkomulagi og skuldbindingar í kjölfarið. Það gefur augaleið að það er töluvert högg ef Reykjavíkurborg stendur ekki við það sem búið er að semja um. Íþróttafélög mega ekki við því að slíkir samningar haldi ekki," sagði Hörður. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipta rekstri félagsins í tvennt. Hörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við samning sem skrifað var undir á sínum tíma og að það sé þungt högg fyrir félagið. „Að okkar mati hefur Reykjavíkurborg ekki staðið við þann samning sem gerður var 2008. Við erum með rekstrarsamning sem er annar hluti af samkomulaginu og hinn hlutinn snýr að viðhaldi eigna. Í fyrsta lagi var hann lækkaður einhliða og í öðru lagi var samningurinn vísitölutryggður en það er búið að kippa þeim lið út. Síðan er verið að draga úr þeim hluta sem snýr að viðhaldi og það kemur verr út fyrir þau örfáu félög sem eiga og reka sínar eignir. Þetta eru margar milljónir á ári sem við erum að ræða," segir Hörður. Hann er samt bjartsýnn á að Reykjavíkurborg muni að lokum standa við gerða samninga. „Það eru alltaf einhverjar viðræður í gangi og við höfum fengið þau fyrirheit að Reykjavíkurborg muni koma til baka með það sem af okkur var tekið. Samningarnir voru gerðir 2008 og 2009 til þriggja ára og það var aldrei staðið við þá samninga til fulls. Við ætlum að skipta um rekstrinum okkar í tvennt, í íþróttastarfssemi og rekstur mannvirkja, og við teljum að það séu aðrir betur fallnir til þess að sjá um rekstur á fasteignum félagsins og öðrum eignum. Þá getum við sem störfum hér innanhúss farið að einbeita okkur að rekstri íþróttafélags og íþróttastarfsins." Formaðurinn dregur ekkert úr því að starfsumhverfi íþróttafélaga hafi aldrei verið erfiðara. „Það er mjög erfitt umhverfi og við finnum vel fyrir því. Íþróttafélag eins og Valur gerir ráð fyrir því að stórir aðilar eins og Reykjavíkurborg standi við það samkomulag sem gert var á sínum tíma. Valur gerir áætlanir út frá slíku samkomulagi og skuldbindingar í kjölfarið. Það gefur augaleið að það er töluvert högg ef Reykjavíkurborg stendur ekki við það sem búið er að semja um. Íþróttafélög mega ekki við því að slíkir samningar haldi ekki," sagði Hörður.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira