Ferðamenn geta tekið með sér dýrari varning án þess að greiða toll Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. janúar 2013 19:45 Ferðamenn geta á næstunni tekið með sér dýrari varning til landsins án þess að greiða af honum toll, en nú er heimilt. Þá verður hámarksverðmæti tollfrjálsra gjafa einnig hækkað. Breytingar voru gerðar á tollalögum á Alþingi og þær samþykktar rétt fyrir jól. Þær taka gildi þann fyrsta mars næstkomandi. Hingað til hefur fólki verið heimilt að taka með sér tollfrjálsan varning að sextíu og fimm þúsund krónum að hámarki og þá hefur verðmæti einstaks hlutar ekki mátt vera meira en þrjátíu og tvöþúsund og fimmhundruð krónur. Eftir að breytingin tekur gildi verður fólki hinsvegar heimilt að taka með sér varning með hámarksvirði upp á áttatíu og áttaþúsund krónur. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði raunar til að hámark á einstakann hlut yrði afnumið en það breyttist í meðförum þingsins og samkvæmt breytingunni má einstakur hlutur nú kosta fjörutíu og fjögur þúsund krónur að hámarki. Sem dæmi má nefna að nýjasta spjaldtölvan frá Apple, iPad Mini, sem notið hefur gífurlegra vinsælda hér á landi, kostar í Bandaríkjunum um fjörutíu og tvö þúsund krónur, og því má koma hingað með slíkan grip, án þess að greiða af honum toll. Þetta viðmið hefur hingað til haldist óbreytt frá árinu 2008 þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi lækkað til mikilla muna og því hafði verðmæti þeirra hluta sem fólk mátti taka með sér inn í landið í raun lækkað mikið. Þá hefur einnig verið gerð breyting á reglum um gjafir sem aðilar búsettir erlendis senda hingað til lands eða koma með hingað af sérstöku tilefni. Hingað til hefur gjöf ekki mátt kosta meira en tíu þúsund krónur en þegar lögin taka gildi verður hámarkið þrettán þúsund og fimmhundruð. Gjöfin skal þó einungis tollskyld að því marki sem hún er umfram þá fjárhæð að verðmæti. Brúðkaupsgjafir skulu eftir sem áður vera tollfrjálsar þótt þær séu meira virði, enda, enda sé að mati tollstjóra um eðlilega og hæfilega gjöf að ræða, eins og segir í lögunum, enda sé að mati tollstjóra um eðlilega og hæfilega gjöf að ræða, eins og segir í lögunum. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ferðamenn geta á næstunni tekið með sér dýrari varning til landsins án þess að greiða af honum toll, en nú er heimilt. Þá verður hámarksverðmæti tollfrjálsra gjafa einnig hækkað. Breytingar voru gerðar á tollalögum á Alþingi og þær samþykktar rétt fyrir jól. Þær taka gildi þann fyrsta mars næstkomandi. Hingað til hefur fólki verið heimilt að taka með sér tollfrjálsan varning að sextíu og fimm þúsund krónum að hámarki og þá hefur verðmæti einstaks hlutar ekki mátt vera meira en þrjátíu og tvöþúsund og fimmhundruð krónur. Eftir að breytingin tekur gildi verður fólki hinsvegar heimilt að taka með sér varning með hámarksvirði upp á áttatíu og áttaþúsund krónur. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði raunar til að hámark á einstakann hlut yrði afnumið en það breyttist í meðförum þingsins og samkvæmt breytingunni má einstakur hlutur nú kosta fjörutíu og fjögur þúsund krónur að hámarki. Sem dæmi má nefna að nýjasta spjaldtölvan frá Apple, iPad Mini, sem notið hefur gífurlegra vinsælda hér á landi, kostar í Bandaríkjunum um fjörutíu og tvö þúsund krónur, og því má koma hingað með slíkan grip, án þess að greiða af honum toll. Þetta viðmið hefur hingað til haldist óbreytt frá árinu 2008 þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi lækkað til mikilla muna og því hafði verðmæti þeirra hluta sem fólk mátti taka með sér inn í landið í raun lækkað mikið. Þá hefur einnig verið gerð breyting á reglum um gjafir sem aðilar búsettir erlendis senda hingað til lands eða koma með hingað af sérstöku tilefni. Hingað til hefur gjöf ekki mátt kosta meira en tíu þúsund krónur en þegar lögin taka gildi verður hámarkið þrettán þúsund og fimmhundruð. Gjöfin skal þó einungis tollskyld að því marki sem hún er umfram þá fjárhæð að verðmæti. Brúðkaupsgjafir skulu eftir sem áður vera tollfrjálsar þótt þær séu meira virði, enda, enda sé að mati tollstjóra um eðlilega og hæfilega gjöf að ræða, eins og segir í lögunum, enda sé að mati tollstjóra um eðlilega og hæfilega gjöf að ræða, eins og segir í lögunum.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira