Spænsk stjórnvöld tæma varasjóð til kaupa á skuldabréfum 7. janúar 2013 06:47 Stjónvöld á Spáni hafa nýtt sér einn stærsta varasjóð landsins til kaupa á eigin ríkisskuldabréfum. Sjóð þessum er annars ætlað að tryggja lífeyrisgreiðslur til eldri borgara Spánar í framtíðinni. Fjallað er um þetta mál í Wall Street Journal en þar segir að spænsk stjórnvöld séu þar að auki farin að draga sér lausafé úr sjóðnum. Að vísu er orðið lítið eftir af slíku. Áður en skuldabréfakaupin hófust var sjóður þessi 65 milljarðar evra að stærð eða um 11.000 milljarðar króna. Á síðustu árum hafa 90% af þessari upphæð farið í kaup á spænskum ríkisskuldabréfum. Slík kaup teljast vafasöm fjárfesting þar sem lánshæfiseinkunn Spánar er aðeins einu stigi frá ruslflokki hjá Moody´s og Standard & Poor´s. Wall Street Journal ræðir við formann hjá stórum samtökum ellilífeyrisþega sem segir að þeir hafi miklar áhyggjur af því hvernig þessi sjóður þeirra hafi verið notaður af stjórnvöldum. Spænskur hagfræðiprófessor sem rætt er við er á annarri skoðun. Hann segir að þarna séu stjórnvöld aðeins að færa fé úr einum vasa sínum og yfir í annan. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjónvöld á Spáni hafa nýtt sér einn stærsta varasjóð landsins til kaupa á eigin ríkisskuldabréfum. Sjóð þessum er annars ætlað að tryggja lífeyrisgreiðslur til eldri borgara Spánar í framtíðinni. Fjallað er um þetta mál í Wall Street Journal en þar segir að spænsk stjórnvöld séu þar að auki farin að draga sér lausafé úr sjóðnum. Að vísu er orðið lítið eftir af slíku. Áður en skuldabréfakaupin hófust var sjóður þessi 65 milljarðar evra að stærð eða um 11.000 milljarðar króna. Á síðustu árum hafa 90% af þessari upphæð farið í kaup á spænskum ríkisskuldabréfum. Slík kaup teljast vafasöm fjárfesting þar sem lánshæfiseinkunn Spánar er aðeins einu stigi frá ruslflokki hjá Moody´s og Standard & Poor´s. Wall Street Journal ræðir við formann hjá stórum samtökum ellilífeyrisþega sem segir að þeir hafi miklar áhyggjur af því hvernig þessi sjóður þeirra hafi verið notaður af stjórnvöldum. Spænskur hagfræðiprófessor sem rætt er við er á annarri skoðun. Hann segir að þarna séu stjórnvöld aðeins að færa fé úr einum vasa sínum og yfir í annan.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira