Árið í fyrra var gott fyrir hinn þekkta skemmtigarð Tívolí í Kaupmannahöfn. Rétt rúmlega fjórar milljónir gesta heimsóttu skemmtigarðinn á árinu og er þetta mesta aðsóknin undanfarin fimm ár.
Gestunum fjölgaði um 70.000 eða um 2% miðað við fyrra ár. Hátt í 900.000 manns heimsóttu Tívolíið um jólin sem telst vera nokkuð góð aðsókn. Tívolí opnar að nýju þann 11. apríl í vor.
Mesta aðsókn í Tívolí í fimm ár
