Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarpið sem kemur í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi í Bandaríkjunum. Öldungadeild þingsins samþykkti þetta frumvarp með miklum meirihluta í gærmorgun. Í fulltrúadeildinni voru 257 meðmæltir frumvarpinu en 167 voru á móti.
Helstu atriði frumvarpsins eru að skattar hækka á þá sem eru með yfir 450.000 dollara í árslaun, eða 57 milljónir kr. en haldast óbreyttir hjá öðrum. Hinsvegar var ákvörðun um niðurskurð í rekstri hins opinbera frestað um tvo mánuði.
Ef þetta frumvarp hefði ekki verið samþykkt hefðu tekið gildi lög um verulegar skattahækkanir yfir alla línuna og mikill niðurskurður hjá hinu opinbera. Afleiðingar þess hefðu að öllum líkindum verið kreppa að nýju í Bandaríkjunum.
Fjárlagaþverhnípið blásið af í nótt

Mest lesið


Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent

„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent
